Málfríður - 15.11.1988, Page 21

Málfríður - 15.11.1988, Page 21
„Sprákkampen" í Svíþjóð en þar er átt við baráttu tungumálakennara fyrir aukinni málakennslu, þ.e.a.s. aukinni kennslu í erlendum málum almennt, en þó fyrst og fremst auk- inni kennslu í því sem við köllum þriðja og fjórða mál. Svíar drógu fyrir nokkrum árum mjög úr mála- kennslu bæði í grunnskóla en þó fyrst og fremst á menntaskólastigi þrátt fyrir mótmæli kennara. Nú eru afleiðingar þess að koma í ljós og hefur verið sýnt fram á að léleg málakunnátta er nú þegar búin að kosta sænskt þjóðfélag stórfé. Sam- tök tungumálakennara í Svíþjóð, LMS, og helstu aðilar vinnumarkað- arins svo sem Vinnuveitendasam- bandið, Útflutningsráð o.fl. hafa því snúið bökum saman um að auka og bæta tungumálakennsluna. Um tungumál og atvinnulíf voru líka pallborðsumræður og tók Valgerður Bjarnadóttir viðskiptafræðingur þátt í þeim fyrir íslands hönd. Of langt mál yrði að telja allt upp sem við heyrðum og sáum en við viljum þó ekki láta hjá líða að tala um þjálfun ritmáls sem þarna voru gerð nokkuð góð skil. Norðmenn, Finnar og Danir eru að vinna sam- eiginlega að rannsóknarverkefni (gaman hefði verið ef við hefðum getað verið þar með) um nýjar leiðir í þjálfun ritmáls „Process Writing“, hugmyndir sem upphaflega eru sótt- ar til móðurmálskennslu. í stuttu og mjög einfölduðu máli má kannski segja að í stað þess að skoða aðeins ritsmíðina í sinni endanlegu gerð (the final product) eins og löngum hefur tíðkast er megináherslan lögð á skriftarferlið og nemendur fá við- brögð og svörun frá öðrum nemend- um og kennurum meðan á samningu stendur. Ráðstefnunni lauk með mjög skemmtilegum pallborðsumræðum um tungumálakennslu og menningu og var Njörður P. Njarðvík rithöf- undur verðugur fulltrúi Islands þar. Við sem sóttum þessa ráðstefnu teljum okkur hafa haft bæði gagn og gaman af. Við fengum þarna ýmsar gagnlegar hugmyndir auk upplýs- inga um rannsóknir og þróunarstarf sem er í gangi á Norðurlöndum á sviði tungumálakennslu. Það er okkur að sjálfsögðu mikils virði ekki síst vegna þess að hér á landi eru nær engar slíkar rannsóknir fram- kvæmdar og lítið sem ekkert þróun- arstarf eins og kunnugt er. - Við er- um því miður fyrst og fremst þiggj- endur á svona þingum. Petta var í fyrsta sinn sem slík ráð- stefna er haldin eftir að STÍL var stofnað og má því segja að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem íslendingar voru formlegur aðili að þessu sam- starfi Norðurlandanna. Við hefðum því kosið að sjá fleiri kennara héðan og þá sérstaklega frönsku- og þýsku- kennara en þarna var margt sem sér- staklega var ætlað þeim. Þeir (sem og aðrir tungumálakennarar) munu vonandi fjölmenna á næstu ráð- stefnu sem verður haldin eftir fjögur ár, væntanlega í Danmörku. Umeáfarar NÝTTFRÖNSKUKENNSLUEFNI ENTRÉE LIBRE KOMIÐ ÚT Myndskreytt textabók Æfingabók Kassettur Videoefni Frönsk málfræði væntanleg . Kennarar, vinsamlegast hafið samband og fáið sýnishorn Mál og menning Laugavegi 18, sími 15199 21

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.