Málfríður - 15.11.1988, Síða 22

Málfríður - 15.11.1988, Síða 22
Frá alþjóðaþingi frönskukennara í Þessaloniku Dagana 10.-16. júlí s.l. fór fram í Þessaloniku í Grikklandi 7. alþjóða- þing frönskukennara undir yfir- skriftinni „Le Francais Pour De- main". í Alþjóðasambandinu, F.I.P.F. eru rúmlega 80 aðildarfélög og þátt- takendur á Pessaloniku-þinginu frá um 90 þjóðlöndum, alls 1300-1400 manns. ísland, eitt Norðurlandanna, er ekki aðili að Alþjóðasambandinu og hefir ekki þar til nú sótt þingin, sem haldin eru 4. hvert ár. Frönskukenn- arafélagið hefir þó á undanförnum árum leitt hugann að því að ganga í sambandið en verið dálítið hikandi, m.a. af ótta við mikinn kostnað og skriffinnsku. Við nánari athugun hefir þó komið í ljós að líklega er sá ótti ástæðulaus og verður væntan- lega borið undir samþykki næsta al- menna félagsfundar að sækja um að- ild. Undirrituð, núverandi formaður félagsins, lagði sem sagt land undir fót til Þessaloniku, á þingið - og kom jákvæð til baka. Dagskrá þingsins var gríðarstór í sniðum og engin leið að fylgjast með nema broti af því sem um varfjallað, heldur velja úr það sem helst var áhugavert fyrir íslending, eftir því sem þróttur leyfði, en hitinn þarna FRÁ FÉLAGI FRÖNSKUKENNARA Um sumarmálin, dagana 21.-23. apríl s.l. var haldið í Reykjavík nám- skeið fyrir frönskukennara á Islandi. Félag frönskukennara í samvinnu við sendiráð Frakka í Reykjavík gekkst fyrir námskeiðinu og var vel til þess vandað. Leiðbeinendur, sem sendiráðið hafði milligöngu um að útvega voru þrír starfandi frönsku- kennarar og sérfræðingar í París, Toulouse og Glasgow. Færir menn á sínu sviði og allir þrír hinir þekkileg- ustu menn. Viðfangsefni námskeiðsins var í aðalatriðum þríþætt. Kennsluað- ferðir, kennsla í bókmenntum, ný tækni: myndbönd, tölvur o.fl. Hverjum þessara þátta var ætlaður einn dagur á námskeiðinu til kynn- ingar með blönduðum aðferðum: fyrirlestrum, sýnikennslu, fyrir- 22 spurnum og samræðum. Tölvukynn- ingin fór fram í tölvustofu MH en námskeiðið var annars til húsa í Borgartúni 6. í tengslum við námskeiðið - og í sama húsnæði var sett upp sýning á frönskum kennslubókum og frönsk- um tímaritum á vegum Bókaversl- unar Sigfúsar Eymundssonar, franska sendiráðsins og franska út- gáfufyrirtækisins Hachette. Þátttaka í námskeiðinu var góð - 31 kennari sem er rúmlega tveir þriðju hlutar starfandi frönskukenn- ara á landinu. Námskeiðið þótti tak- ast vel, þátttakendur námfúsir og áhugasamir í besta lagi. Rúsínan í pylsuendanum var svo veglegt lokahóf sem sameinað var árshátíð Frönskukennarafélagsins og fór fram á Hótel Sögu við veislu- föng, söng og skemmtan. var ógurlegur, allt að 50 gráðum. Ein mesta hitabylgja í Grikklandi s.l. 30-40 ár svo að grísk blöð líktu jafnvel landinu við víti á jörð þessa júlídaga. Fjöldi manns hreinlega dó úr hita og jafnvel kollegar frá svört- ustu Afríku báru sig illa undan lofts- laginu. Fyrir íslendinginn og raunar hina líka þýddi því ekkert annað en að setja í lággír til að lognast ekki alveg útaf. Og auðvitað fór þarna fram ýmis- legt sem fróðlegt var að heyra og kynnast, m.a. í samtölum við starfs- félaga frá gerólíkum þjóðum og að- stæðum. Áberandi var hve kennarar frá ýmsum hinna vanþróaðri landa töldu sig illa afskipta hvað snerti all- ar framfarir og nýjungar á sviði kennslumála, þeir ættu jafnvel enga samleiðmeð okkurhinum, semm.a. nutu þess munaðar að vera með inn- an við 30 nemendur í bekk og svo alls konar hjálpartæki við kennsl- una. Þá komu einnig fram á þinginu töluverðar áhyggjur af framtíð frönskunnar í samkeppni við ensk- una sem alls staðar sækti á og Kanadamenn frá frönskumælandi Quebec voru sársvekktir og reiðir, - amerískan væri hreinlega að gleypa þá. Félag frönskukennara í Norður- Grikklandi hafði haft veg og vanda af undirbúningi og skipulagningu þingsins og fórst það úr hendi af miklum myndarskap. Gestrisni þeirra og móttökur allar með ágæt- um og veislur undir berum himni í borg Alexanders mikla - um mið- næturbil, þegar hitinn var kominn niður í 30 stig, svalandi tilbreyting frá svitakófinu yfir daginn. Og svo breiddi maður faðminn mót norðangolunni með svolitlum sudda við heimkomuna þ. 19. júlí eftir sólríka dvöl á grískri grund. Sigurlaug Bjarnadóttir

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.