Málfríður - 15.11.1988, Page 26

Málfríður - 15.11.1988, Page 26
NÁMSKEIÐ Á SCHÆFFERGÁRDEN Námskeið var haldið á Schæffer- gárden, Gentofte, Danmörku dag- ana 25. júlí til 4. ágúst 1988. Var það í þriðja sinn sem námskeið er haldið þar fyrir dönskukennara í fram- haldsskólum. Kirsten Friðriksdóttir og Elísabet Valtýsdóttir tóku að sér fyrir hönd Félags dönskukennara að sjá um undirbúning og stjórn námskeiðsins og nutu þar aðstoðar Birgit Henrik- sen, sem er mörgum kennurum að góðu kunn. Birgit aðstoðaði m.a. við að benda á og útvega fyrirlesara á námskeiðið. Pátttakendur voru 25 og komu frá eftirtöldum skólum: MR, MA, MK, MH, Verzlunarskólanum, Flens- borg, Kvennaskólanum, Ármúla- skóla og Fjölbrautaskólunum Breið- holti, Selfossi, Suðurnesjum og Garðabæ. Á Schæffergárden var, eins og margir vita frá fyrri námskeiðum, aðbúnaður allur hinn besti. Má þar t.d. nefna eins manns herbergi, hlaðborð í hádeginu og þríréttað á kvöldin (og fá undirritaðar vatn í munninn við upprifjun þessa). Með tilkomu nýrrar álmu á Schæffergárd- en er öll aðstaða til kennslu og hvers kyns námskeiðs- og fundarhalda ljómandi góð. Ekki spillti umhverf- ið; hollustusamlegir skógarstígar styttu marga nóttina í morgunend- ann, a.m.k. hjá þeim sem töldu sig þurfa að hafa hemil á línunum. Enn- fremur má nefna að útsölur voru í fullum gangi og styrktu þátttakend- ur því nokkuð vel danska fatafram- leiðendur þann klukkutíma sem þeir höfðu frjálsan dag hvern. Þykir okkur nú rétt að fara að nálgast kjarna málsins, þ.e. hið and- lega fóður sem við fengum í stórum og vel útilátnum skömmtum. Fyrsti fyrirlesarinn var Birgit Henriksen. Hún er cand. mag. í ensku og trúarbragðasögu. Hefur hún einkum starfað innan ensku- deildar Kaupmannahafnarháskóla með aðferðafræði sem sérsvið. Bir- git fjallaði um málfræði í tungumála- kennslu; „Grammatikkens placer- ingi sprogundervisningen. Forskell- 26 ige máder at arbejde med grammatik i sprogundervisningen.“ Hún tók meðal annars fyrir breyttan hugsunarhátt gagnvart málfræði í tungumálakennslu. Hún benti á að víða væru teikn á lofti um að mál- fræði væri nú að öðlast meiri virð- ingu en verið hefur lengi og umræða í gangi um hvernig mætti tengja mál- fræðina þeim framförum sem orðið hafa varðandi aðra þætti tungumála- kennslu á síðustu árum. Birgit gerði grein fyrir helstu áhersluatriðum ýmissa fræðimanna á þessu sviði, en of langt mál yrði að rekja það hér. í stuttu máli má segja að „lingvist- isk kompetens" sé hluti af „kom- munikativ kompetens" og því fari fjarri að þessi hugtök séu óskyld og ósamrýmanleg. Hún sýndi okkur ýmsar gerðir verkefna, allt frá hefðbundnum inn- fyllingarverkefnum til verkefna þar sem textinn útheimti jafnframt lausn á gátum eða heilabrotum og dró þannig athygli frá málfræðiþættin- um (leikur leiðir til náms!). Síðasta dag námskeiðsins kom Birgit aftur og fjallaði þá um „gam- bits“, en það efni tók hún einnig fyrir á Laugarvatnsnámskeiði STÍL í september 1987. John Jörgensen var annar í röð fyrirlesara. Hann er skólastjóri í Ár- ósum, kennir innflytjendum dönsku, sérsvið hans er hljóðfræði (lingvistik). Fyrirlestur hans bar heitið „Talefærdighed med specielt henblik pá indlæring af udtale“. Hann talaði um helstu einkenni dansks talmáls og lagði sérstaka áherslu á að rétt hljómfall í setningu skipti mjög miklu máli fyrir skilning þess innfædda á tali útlendings. Þol- inmæði/úthaldi þess innfædda væru þröng takmörk sett þegar hann/hún hlustaði á útlending tala móðurmál sitt með einhverju undarlegu hljóm- falli. John lagði einnig áherslu á að við leiðréttingu skipti miklu máli að greina hvers konar villur nemendur gera og vinna með eitt atriði í einu og rifja reglulega upp. Þess má og geta að okkur þótti flestum Jón þessi hinn skemmtileg- asti fyrirlesari. Enskukennararnir Knud Bæk Helt og Birthe Dahl, sem unnið hafa mjög mikið saman, tóku fyrir efnið „Skrivepædagogik“ og fóru þar á kostum. Þau byrjuðu á því að vitna í E.M. Forster: „Hvordan kan jeg vide hvadjegtænker, förjegser, hvad jeg har skrevet?“ Kennsla þeirra var skemmtileg blanda af fræðilegri umfjöllun, reynslusögum og stuttum verkefn- um sem við fengum að reyna á eigin skinni. Þau leggja afar mikla áherslu á að láta nemendur skrifa oft en stutt í einu. Stundum eru slík skrif notuð sem uppkast að einhverri lengri rit- smíð, t.d. heimaritgerð. Þau telja að þýðingarstflar með tilheyrandi leið- réttingarvinnu skili ekki árangri sem erfiði, heldur beri að leggja sem mesta áherslu á „creative writing". Þátttakendur gerðu danskri menningu að sjálfsögðu sómasamleg skil. Má þar nefna að hópurinn sá tvær nýjar verðlaunamyndir: „Ba- bettes gæstebud'' eftir sögu Karen Blixen og „Pelle Erobreren“ eftir sögu Martin Andersen Nexö. Söfn- um voru einnig gerð tilhlýðileg skil. Farið var um slóðir Islendinga í fylgd jtess frábæra leiðsögumanns, séra Ágústs Sigurðssonar. Höfðum við hina bestu skemmtun af. Við þágum boð hjá Dansklærer- foreningen. Var okkur kynnt starf- semi félagsins yfir hvítvínsglasi í Söpavillionen. Síðasta daginn var gerð úttekt á námskeiðinu og bar öllum saman um ágæti fyrirlesara, stjórnenda og auðvitað þá líka þátttakenda. Sá galli var helst tíndur til, að efni nám- skeiðs hafi verið of viðamikið fyrir svo stuttan tíma. Að lokum viljum við undirritaðar færa þeim Kirsten og Elísabetu, svo og öllum þeim er sóttu þetta nám- skeið eða stóðu að því á einhvern hátt, bestu þakkir. Við hlökkum til næsta námskeiðs á Schæffergárden. Anna Sigríður Árnadóttir MK Þórhildur Oddsdóttir MK

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.