Málfríður - 15.11.1988, Side 27

Málfríður - 15.11.1988, Side 27
NÁMSKEIÐ ÞÝSKUKENNARA Félag þýskukennara á íslandi hef- ur undanfarin ár skipulagt námskeið fyrir félagsmenn sína með reglulegu millibili - á minnst tveggja ára fresti. Þessi námskeið hafa verið haldin í samvinnu við Goethe Institut á ís- landi. I ár voru námskeiðsdagarnir 15.-18. ágúst og fengum við afnot af húsakynnum og tækjum Þýska bókasafnsins við Tryggvagötu. Oft- ast hafa þessi námskeið verið haldin úti á landi, en vegna þess hve fáir höfðu tilkynnt þátttöku á tilsettum tíma, var námskeiðið haldið í Reykjavík. Þá bættust þó nokkrir í hópinn og varð endanlegur fjöldi 15 manns. Við sem þarna mættum þessa fjóra daga fengum mikið og gott veganesti fyrir komandi skóla- ár. Leiðbeinandinn var ungur og hress kennari frá Liibeck, Helmut Weil að nafni, sem flest okkar höfðu kynnst áður á námskeiðum Deut- sche Auslandsgesellschaft í Lubeck. Hann kennir þýsku og tónlist þar í bæ og er auk þess leiðbeinandi á áðurnefndum námskeiðum. Aðalefni námskeiðsins í þetta sinn var „Textameðferð“. Fyrsta daginn fengum við hugmyndir og æf- ingar í meðhöndlun texta í bundnu máli. Leiðbeinandi okkar fór leiðir sem opna nemendum kvæðin smátt og smátt og þegar að því kemur að rannsaka innihaldið er nemandinn löngu orðinn kunnugur því. Við æfðum okkur í að lesa, túlka, leika, jafnvel teikna þessi kvæði, bæta í, finna titil eða niðurlag - og með því að nota eitthvað af þessum aðferð- um ætti ekki að vera vandamál að hafa oftar kvæði í kennslu. Næstu tvo daga tókum við aðal- lega fyrir óbundið mál. Alltaf feng- um við að „sannreyna" hverja að- ferð sjálf, meðhöndluðum sömu textana á mismunandi vegu eða reyndum sömu aðferðina á mismun- andi textum, ein, tvö saman eða í stærri hópum. Síðan ræddum við reynslu hvers annars. Einnig notuð- um við „dulda hæfileika“ okkar, skrifuðum heilar og hálfar skáldsög- ur, blaðagreinar og viðtöl, stigum í pontu með ræðu eða á svið með stutt, leikin atriði - allt unnið upp úr textunum. Þegar ég skrifa þessa grein, rifjast upp fyrir mér hve margt við gerðum þessa þrjá daga, en á fjórða degi fengum við aldeilis frá- bæran fyrirlestur um „Lieder- macher" (vísnahöfunda og -söngv- ara). Það var gaman að sitja þarna og skemmta sér og fræðast um leið. Fræðast, ekki bara um efnið sem kynnt var, heldur einnig um vinnu- brögð fyrirlesarans, bæði hvað varð- ar undirbúning, framsetningu og hvernig nýta má tónlist í tungumála- kennslu. Við lærum alltaf ný og betri vinnubrögð á þessum námskeiðum. fáum gagnlegar upplýsingar um margt sem tengist kennslu, fáum í hendur margs konar efni - að ekki sé talað um persónuleg kynni sem eru líka mikils virði. Goethe-stofnunin bauð leiðbein- anda og þátttakendum í kvöldverð að venju og hafi hún þökk fyrir. Stjórn Félags þýskukennara færi ég hér með kærar þakkir fyrir skipu- lagningu námskeiðs þessa, sem var í alla staði hið vandaðasta. Þátttak- endum, félögum mínum, sendi ég bestu kveðjur með ósk um að við megum hittast jafnhress á næsta námskeiði. Eva Jónasson, MH Rétti tfminn til reiknivélakaupa. IVIikiö úrval. Lækkað verð. Suðurlandsbraut 12. S: 685277 - 685275 27

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.