Málfríður - 15.11.1988, Page 30

Málfríður - 15.11.1988, Page 30
FORMANNASKIPTI Á aðalfundi Félags dönskukenn- ara sem haldinn var í febrúar s.l. urðu eftirtaldar breytingar á stjórn félagsins: Fírefna Arnalds, Kirsten Friðriksdóttir og Elín Lýðsdóttir gengu úr stjórninni og í stað þeirra komu: Osa Knútsdóttir, Fjölbrauta- skóla Suðurnesja, Ragnhildur Páls- dóttir, Garðaskóla og Auður Hauksdóttir, Flensborgarskóla. Stjórnina skipa nú: Osa Knútsdóttir, formaður Ragnhildur Pálsdóttir, varafor- maður Brynhildur Ragnarsdóttir VÍ, gjaldkeri Anna Sigríður Árnadóttir MK, ritari Aðalfundur Félags enskukennara var haldinn 31. maí s.l. Kjörin var ný stjórn félagsins. Formaður er Kristín Guðmundsdóttir, kennari við MH. Aðrir í stjórn félagsins eru: Kolbrún Valdimarsdóttir, varaformaður, Guðrún Jónsdóttir, gjaldkeri, Halla Thorlacius, ritari og Julian Meldon D’Arcy, meðstjórnandi. Úr stjórn gengu Björn Finsen, Ingi Viðar Árnason og Auður Torfadóttir, sem Elísabet Valtýsdóttir, Fjölbr. Suðurlands, meðstj. í varastjórn sitja: Auður Hauks- dóttir og Lars Brink, prófessor í dönsku við Háskóla íslands. Ósa lauk BA prófi í dönsku og íslensku frá H.í. vorið 1979 og upp- eldis- og kennslufræði frá sama skóla 1981. Hún kenndi við Stýri- mannaskólann í Reykjavík 1977- 1979, Menntaskólann á Egilsstöðum 1979-1980 og Menntaskólann við Sund 1980-1981. Hún stundaði fram- haldsnám í dönsku við Kaupmanna- hafnarháskóla 1981-1984. Hefur kennt dönsku við Fjölbrautaskóla Suðurnesja síðan haustið 1984. verið hefur formaður síðastliðin fimm ár. Nýkjörinn formaður tók BA próf í ensku og sögu við Háskóla íslands árið 1972. Sama ár réðst hún til kennslu í Menntaskólanum við Hamrahlíð. í fyrstu kenndi hún sögu en ensku hin síðari ár. Hún tók þátt í samningu námsskrár fyrir fram- haldsskóla á vegum menntamála- ráðuneytisins. Kristín hefur sótt ým- is námskeið bæði heima og erlendis. KENNSLUBÓKAÚTGÁFA MÁLS OG MENNINGAR 1988 Mál og menning sendir á þessu hausti frá sér mikinn fjölda náms- bóka. Flestar þeirra eru ætlaðar framhaldsskólastigi, en nokkrar grunnskólastigi. Alls er um að ræða 18 nýjar kennslubækur og 15 endur- útgáfur. Meðal nýrra bóka á þessari önn eru: Fisketur er safn af dönsku hrað- lestrarefni fyrir grunnskóla sem Guðmundur Ingi Sigbjörnsson valdi. Lesbókin er 208 bls. að stærð í kirkjubroti. Með henni geta skólanir fengið vinnubók í stærra broti og tvær snældur með upplestri danskra leikara á því efni sem er í bókinni. Lesbókin er prentuð í Dan- mörku en vinnubókin í prentsmið- junni Odda. Genvej — dönsk málfræði handa íslendingum er 100 bls. kilja eftir Keld Gall Jörgensen. í henni eru öll helstu atriði danskrar málfræði tekin fyrir á hnitmiðaðan hátt, studd fjöl- mörgum dæmum. Sérstök áhersla er lögð á þau atriði sem lengi hafa vafist fyrir íslendingum. Bókin er unnin í Odda. Guldregn er vinnubók við skáld- söguna Guldregn eftir Anders Bodelsen, sem Þyri Árnadóttir og Lovísa Kristjánsdóttir hafa gert. Hún geymir fjölbreytileg verkefni sem tal- in eru henta nemendum 8. bekkjar grunnskóla. Vinnubókin er gefin út í tilraunaútgáfu, 152 bls. að stærð og unnin í Prentstofu G. Benediktsson- ar. Á næstu vikum eru auk þess væntanlegar frá forlaginu kennslu- bækur í ritgerðasmíð, tjáningu, staf- setningu, frönsku og þýsku. Þetta er viðamesta kennslubókaútgáfa ís- lensks forlags á einu ári, að Náms- gagnastofnun frátalinni. 30

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.