Bæjarins besta - 16.10.1991, Side 5
BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 16. október 1991
5
ísafjarðardjúp:
Fjárkaup
— sauðfé keypt úr Bolungarvík í
Mjóafjörð
bifreiðaeiganda, annað
hvort bréflega eða með sím-
hringingu, og honum gefin
lokaviðvörun".
Lögmanninum hlýtur að
vera alveg ljóst, að gíróseðl-
ar þeir sem hann talar um
eru sektarbréf lögreglu-
stjóra, þar sem fólki er boð-
ið að ljúka málum með
greiðslu sekta án frekari
málareksturs. Honum hlýt-
ur þá að vera einnig jafn
Ijóst, að ekki er um beinar
rukkanir að ræða, heldur
boð um að ljúka málum
með ákveðnum hætti. Vilji
fólk ekki gera það, er það
beðið að mæta hjá lögreglu
og gera grein fyrir máli sínu
og er þá að öllu jöfnu tekin
skýrsla af viðkomandi,
nema í ljós komi, að mistök
hafi átt sér stað. Sinni fólk
þessu ekki, er send út ítrek-
un, þar sem boð lögreglu-
stjóra er enn og aftur írek-
að, en viðkomandi jafnframt
boðaður ákveðinn dag til
skýrslutöku, ætli hann ekki
að fallast á boðið. Þar sem
það kemur því miður fyrir að
fólk hunsar slíkar boðanir er
því gert ljóst hverju það get-
ur varðað að sinna ekki boði
lögreglu um mætingu, þ.e.
að minnt er á, að lögregla
geti handtekið þann, sem
ekki hefur forfallalaust
gegnt kvaðningu lögreglu-
manns til að gefa skýrslu í
opinberu máli. Þetta er gert
til upplýsinga fyrir fólk og til
að firra því frekari vandræð-
um eins og lögmanninum er
fullkunnugt um. Ég reikna
með að hann kannist sjálfur
við alls kyns óbeinar hótanir
sem fylgja gjarnan innheimt-
ubréfum lögmanna og ým-
issa stofnana, sem eru full-
komlega eðlilegar að mínu
mati.
Hvað varðar það að
klippa númer af óskoðuðum
bílum á nóttinni skal lög-
maðurinn upplýstur um
það, að lögreglan hér starfar
ekki einungis á tímabilinu
frá 09:00 til 17:00, heldur
allan sólarhringinn. Lög-
maðurinn telur líklega að
það sé bagalegra fyrir fólk
að koma að bifreið sinni af-
klipptri að morgni, heim við
hús, heldur en t.d. þegar
það kemur út frá vinnustað
sínum í lok vinnudags osfrv.
Ég sé engan mun á þessu
nema þá kannski þann, að
viðkomandi þarf að láta
draga bifreiðina heim til sín
frá þeim stað þar sem hún
stóð þegar númerin voru
tekin af. Það kemur ekki til
greina að lögregla fari að
hringja í hvern og einn sem
ekki hirðir um að koma með
bifreið sína til skoðunar á
þeim þremur mánuðum sem
viðkomandi hefur til þess ár
hvert. Útilokað væri að
komast hjá því að þá yrði
mönnum gróflega mismun-
að og einnig þckki ég það af
reynslu, að þá myndu trass-
arnir aldrei fara með bif-
reiðar sínar til skoðunar fyrr
en lögregla hefði samband
og minnti þá á það. Hvers
eiga þeir að gjalda sem fara
með bifreiðarnar í skoðun á
réttum tíma? Einnig má
benda á ágætar augjýsingar
Bifreiðaskoðunar Islands,
sem ekki eiga að geta hafa
farið fram hjá neinum.
Ég sæi lögmanninn í anda
hringja í þá aðila, sem hann
fengi mál til innheimtu á, og
gefa þeim kost á að hlaupa á
skrifstofu hans og ganga frá
skuldinni, áður en hann rit-
aði þeim bréf og bætti við
skuldina lágmarkstaxta
Lögmannafélags íslands.
Auðvitað myndi hann ekki
gera það, en ég er viss um
að margir gætu, að óat-
hugðu máli, tekið undir að
þetta væri bæði sjálfsagt og
eðlilegt, enda skuldir að
jafnaði ekki útistandandi
vegna ásetnings þar um,
heldur af öðrum örsökum,
ekki síst mannlegum, eins
og flest mál sem lögregla
þarf að hafa afskipti af.
Auðvitað er hér ekki alveg
um sambærilegt dæmi að
ræða nema að því leytinu til,
að hægt er að slá öllum hlut-
um fram með þeim hætti að
almenningi þyki sjálfsagt og
eðlilegt, en eru talsvert
flóknari ef betur er að gáð.
FAGRANES flutti sl.
mánudag 250 kindur frá
Bolungarvík inn í Mjóafjörð
í Djúpi. Venjulega var fé
flutt hina leiðina, úr Djúpi
til Bolungarvíkur, þegar rek-
ið var sláturhús í Víkinni.
Torfi Jónsson frá Kletti,
hinn nýi bóndi í Botni, er nú
að fá sér bústofn og stendur
í fjárkaupum.
Torfi sagði í viðtali við
blaðið, að hann hefði keypt
allt fé frá Miðdal í Bolung-
arvík, utan tíu kindur sem
þeir Miðdalsmenn ætla að
halda eftir sjálfir. Þarna er
um að ræða 180 ær og lömb
frá Miðdal og Hanhóli og ær
Valdimars Guðmundssonar,
lögregluþjóns í Bolungar-
Eins og áður er sagt talar
lögmaðurinn um að lögregla
hafi átt að kynna fólki
breyttar aðstæður og vara
það við að beitt yrði sekt-
um. Á sama hátt talar hann
um að hringja í fólk, eða
skrifa því, og minna á að
fara með bílana í skoðun.
Ég vil leggja á það áherslu,
að ekki á að vera þörf á að
vekja sérstaka athygli öku-
manna á sýnilegum umferð-
armerkingum og eins og
áður sagði, eru áberandi
auglýsingar frá Bifreiða-
skoðun íslands í hverjum
mánuði varðandi aðalskoð-
un. Einnig geta ekki hafa
farið fram hjá neinum marg-
ítrekaðar fréttir í bæjarblöð-
um og svæðisútvarpi um af-
klippingar lögreglu vegna
vanrækslu á aðal- og endur-
vík. Auk þess keypti Torfi
svo einn lambhrút af
Trausta Beródussyni í Þjóð-
ólfstungu. Sanrtals eru þetta
því 250 gimbrarlömb og ær
sem Fagranesið flutti til
Torfa á mánudaginn.
Torfi sagði að kindunum
yrði skipað upp á Eyri í
Mjóafirði og yrðu síðan
reknar að Botni. Torfi
keypti einnig fé úr Skálavík
í Mjóafirði og frá Miðhúsum
og Svansvík. Einnig hefði
hann keypt ær séra Baldurs
Vilhelmssonar, prófasts í
Vatnsfirði.Hann er hættur
búskap og sinnir eingöngu
prestskap og prófastsstörf-
um, sagði Torfi að lokum.
-GHj.
skoðun.
Til þess að fyrirbyggja
misskilning þá skal það upp-
lýst, að lögregla telur oft
nauðsynlegt að vekja at-
hygli almennings á breyttum
reglum, eins og t.d. var gert
varðandi breyttar reglur um
ljósabúnað aftanívagna og
birtist í sama blaði og grein
lögmannsins.
Að lokum skal tekið und-
ir þá skoðun lögmannsins að
eitt af meginhlutverkum
lögreglu er þjónusta hennar
við hinn almenna borgara
en ég tel það hinn mesta
misskilning að það hlutverk
felist í því, að horfa í hina
áttina þegar lögregla stend-
ur borgarana að lögbrotum,
þvert á móti.
Jónmundur Kjartansson,
aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Póstur og sími óskar
að ráða
50% starf fulltrúa á skrifstofu Pósts
og síma á ísafirði.
PÓSTUR OG SÍMI
ÍSAFIRÐI
ATVINNA
Óskum eftir að ráða starfsfólk
til afgreiðslustarfa.
Vaktavinna. Til greina kemur starf
frá kl. 11.00-18.00, virka daga.
Upplýsingar gefur Eygló
í síma 4306.
Isafjarðardjúp:
Fullur
sigur vannst
— pungastríðinu lokið
y
IMORGUNÚTVARPI Rásar 2 sl. föstudag var viðtal
við Ástþór Ágústsson, bónda í Múla í ísafjarðardjúpi.
í viðtalinu kom fram að Ástþór hafði haft fullan sigur í
„pungastríðinu“ svokallaða. Hafði hann að eigin sögn,
fengið sína punga „með öllu“ í sláturhúsinu í Króksfjarð-
arnesi, eftir að hafa verið neitað um þá á Hólmavík. Þar
var einungis hægt að fá eistun.
í tilefni sigursins varð eftirfarandi vísa til hér á blaðinu:
Bóndans raun er bœgt um sinn,
búið áfram getur.
Hans er stoltur hugurinn,
að hafa pung í vetur.
-GHj.
Frá Sláturfélagi
Vestur-Barðstrendinga
Patreksfjörður oqnácjrenni
Við erum að hefja slátrun á
nautgripum og bjóðum ykkur
nýtt nautakjöt með góðum
staðgreiðsluafslætti.
Upplýsingar gefur Ari ívarsson
í síma 1485.
Sláturfélag
Vestur-Barðstrendinga
Patreksfirði
Sunddeild Vestra
Foreldrar og velunnarar!
Aðalfundur Sunddeildar Vestra
verður haldinn miðvikudaginn
24. októberkl. 20.30 í
kaffistofu Norðurtangans.
Áríðandi er að allir mœti.
Byrjum nýtt sundtímabil vel.
Stjórnin.
ATVINNA
Óskum eftir starfsmanni,
konu eða karli í 50-100% starf.
Nánari upplýsingar veittar
í verslun, ekki í síma
Tf^TT^ BYGGINGAVÖRUVERSLUNIN
aNÚPUR
AÐALSTRÆTI 26 ÍSAFIRÐI