Bæjarins besta - 16.10.1991, Qupperneq 6
6
BÆJARINS BESIA • Miðvikudagur 16. október 1991
BB viðtal:
vinnur á ísafjarðarhöfn
REYNIR TORFASON var sjómaður að aðalatvinnu þar til fyrir þrem árum síðan að hann kom í land. Hann er að
verða 52 ára gamall og er farinn að stunda myndlist á fullu með starfi sínu. Hann hefur að eigin sögn alltaf rissað
myndir en nú er hann búinn að koma sér upp vinnustofu. Hann segist enn vera kommúnisti þrátt fyrir hrun austursins.
Reynir er nú í BB viðtali og segir okkur sögur af sjónum, mönnum og málefnum og skoðunum sínum:
• „Þá kom í Ijós að ég hafði teiknað mynd af berum kvenmanni innan í skýlið og karlinn var sð dást að henm. Hann var
mjög listrænn í hugsun og hefur haft áhuga á listaverkum.“
„Ég er ísfirðingur í húð
og hár, fæddur niðri á Bökk-
um 1. nóvember 1939.
Megnið af mínum æskuár-
um ólst ég upp hjá afa mín-
um og ömmu. A sumrin
bjuggum við í sumarbústað
nokkru innan við Skíðaveg-
inn. Við bjuggum þar einnig
einn og hálfan vetur vegna
þess, að gömlu hjónin fengu
ekki leigt í bænum. Þau
voru alla tíð fátæk, þótt þau
hefðu bæði verið vel mennt-
uð miðað við þann tíma,
hann járnsmiður og hún
ljósmóðir. Við vorum svo
mörg systkynin að ég ólst
upp hjá þeim ásamt Ólínu
systur minni. Fyrst bjuggu
foreldrar mínir og afi og
amma saman í einni íbúð í
Vallarborg. Yngra fólk man
nú ekkert eftir henni.
Þegar við bjuggum í Firð-
inum þurfti ég að ganga í
skólann út á Eyrina. Ég
gekk eftir Seljalandsvegin-
um og var oft myrkfælinn,
sérstaklega á haustin. Ég
hljóp oft alla leiðina heim.
Afi las fyrir okkur íslend-
ingasögurnar og þjóðsögur á
kvöldin og varð það til þess,
að skerpa ímyndunaraflið.
Það var margt sem kom upp
í hugann þegar maður var á
einn á ferð í myrkri á Selja-
landsveginum. Þá var lítil
byggð við hann. Það var
ábyggilega góður skóli að fá
svona upplestur úr þessum
íslensku bókmenntum.“
Svo kom
snjóflóð
„Svo kom snjóflóð þarna
seinni veturinn sem við
bjuggum þarna. Pað var
leiðinda veður. Afi virtist
vera óttaiaus því hann hafði
verið póstur á milli Bolung-
arvíkur og Isafjarðar og
einnig til Súgandafjarðar.
Sumarbústaðurinn stóð af
sér flóðið því það rann niður
með innri hlið hans og
skemmdi hann ekki mikið.
Eftir þetta fluttum við í bæ-
inn og bjuggum um tíma á
Grund og Strýtu. í Strýtu bjó
Guðmundur þari og þar
kynntist ég Tryggva syni
hans og varð það upphafið af
vináttu sem stendur enn.
Seinni veturinn þegar
snjóflóðið kom var ég í
skóla inn á Skeiði. Kennar-
inn hét Kristín og allir ald-
urshópar lærðu saman hjá
henni. Við þessir yngri lærð-
um mikið á að hlusta þegar
þessir eldri voru í lesgrein-
um. Þá kynntist ég krökkun-
um í Firðinum. Ég man sér-
staklega eftir einum,
Trausta heitnum Sigmunds-
syni. Faðir hans var mikill
bókamaður og skáld, það
liggur við að bókalyktin sé
enn í nösum mér, því að
heimilið ilmaði af bókalykt.
Þetta var mikið menningar-
heimili.Ég fór svo í skólann
út á ísafirði eftir að við flutt-
um úr Firðinum.
Síðan fór ég í gaggó og
var mjög stilltur. Ég var
verri þegar ég var yngri. Ég
var svo stjórnunarsamur.
Þegar í barnaskóla kom lenti
ég í átökum við foringja
bekkjarins og tapaði þeim.
Hann hét Gunnar Valdimars-
son og ég reyndi mikið til að
ná honum, því hann var hæst-
ur í bekknum. Það tókst ekki
því hann bakaði mig í staf-
setningu sem ekki var mín
sterkasta hlið. Ég kom samt
alveg á hæla hans. Ég fékk
bókaverðlaun fyrir að hafa
bætt mig mest í stærðfræði
og eru það einu verðlaunin
sem ég fékk í skóla. Það
munaði ekki miklu á okkur.
Ég hef mikið skap og það
hefur alltaf haldið mér
uppi.“
Byrjaði að
stokka upp
„Ég byrjaði snemma að
vinna. Fyrst í uppstokkun
lóða í Dokkunni og síðan í
beitningum. Ég var aldrei
látinn skelja úr kúffiski. Það
voru eldri menn sem það
gerðu, t.d. Finnbogi heitinn
Pétursson. Ég stokkaði upp
fyrir Gest Loftsson. Bátur-
inn hans hét Sæunn og
seinna meir lét ég bátana
mína heita Sæunn. Ég átti
tvær Sæunnir. Þarna í
Dokkunni réru ýmsir karlar
á opnum trillum. Bæsi,
Kristmann Kristmannsson
og um tíma Indriði í Krókn-
um sem nú er nýhættur til
sjós. Þetta var nú fyrsti skóli
manns til sjómennsku.
Þarna kynntist ég aga, t.d.
að vakna snemma á nóttinni
og fá ekki að leika sér úti í
sólinni. Við fengum þó að
stokka upp í sólinni.
I fyrsta og eina skiptið
sem ég fór í sveit var ég á
Arngerðareyri. Það var
stórkostlegt heimili í alfara-
leið og þar voru mér kennd-
ir borðsiðir af stúlku sem
var tveim árum eldri en ég.
Ég var átta eða níu ára gam-
all. Það eina sem ég man
eftir Halldóri bónda eru
stígvélin og svipan því hann
var mikill hestamaður.
Þarna fóru um garð menn
eins og Halldór Kiljan.
Hann var að skrifa þarna í
kaupfélagsstjórahúsinu sem
lítur út eins og kastali. Ég
var lítið látinn vinna þarna,
ég var dekurbarn. Á Arn-
gerðareyri fór ég á hestbak í
fyrsta og eina skiptið í líf-
inu. Ég hafði miklu meiri
áhuga á hestunum og hund-
unum þá heldur en skáld-
inu.“
Hálfblautur
í skólanum
„Ég varð hjálparkokkur á
Gylli gamla frá Flateyri árið
áður en ég fór í fjórða bekk í
gaggó. Þá var ég 15 eða 16
ára. Ég var asmaveikur sem
unglingur og hafði verið
heilan vetur á sjúkrahúsi
vegna þess. En í þessarri
fyrstu sjómennsku minni
hvarf asminn og eftir það
komst ekkert í minn huga en
að vera á sjó. Það var dá-
samlegt að vera á Gylli. Um
haustið ætlaði ég alls ekki í
skólann og ætlaði bara að
halda áfram til sjós. Ég hélt
ekki þessu plássi því við vor-
um að skipta við Færeyinga,
ég og Stjáni gamli Valda.
Hann var kokkur og fyrir
hans miskunn fék ég þetta
skiprúm. Eina sem ég kunni
í eldamennsku þegar ég
byrjaði var að sjóða kartöfl-
ur, en allt blessaðist þetta
með hjálp góðra manna.
Við vorum á karfa og túr-
arnir svona hálfur mánuður.
Mikið af Færeyingum var
þarna. Fyrir þrýsting frá
skólastjóranum, Guðjóni
Kristinssyni, byrjaði ég þó í