Bæjarins besta - 16.10.1991, Síða 8
8
SMÁ
fJHeWUIMM
Til sölu er leikjatölva með
160 innbyggðum leikjum
ásamt stýripinnum. Upp-
lýsingar í 0 4121.
Til sölu er 5 gíra Suzuki
Swift GL '86, ekinn 50.000
km, 5 dyra. I mjög góðu
standi. Einnig MMC L200
Xtra Cab '91 diesel (3ja
mán.) 4x4. Upplýsingar í 0
4268 á kvöldin.
Til sölu er bátur. Upplýs-
ingar í 0 7324.
Félagsfundur húseigenda-
félags Atlastaða í Fljóta-
vík verður haldinn 20. okt.
kl. 16.00 í kaffistofu Póls,
Sindragötu 10. Stjórnin.
Til sölu er Polaris IndyTrail
snjósleði árg. '89 með
nýju belti. Uppl. (0 2227.
Til sölu er MMC Galant.
Selst ódýrt. Uppl. gefa
Maggi eðaSiggi (0 6119.
Vísnabókin Samtíningur
eftir Gunnar Guðmunds-
son fæst í Verslun Gunn-
ars Sigurðssonar á Þing-
eyri og hjá Katrínu Gunn-
arsdóttur í 0 8117. Einnig
hjá Birni Davíðssyni í 0
4560.
Brautarkonur Bolungar-
vík. Vinnukvöldin verða á
þriðjudögum kl. 20. Ósk-
um eftir að sjá ykkur allar
með hugmyndirnar og
góðaskapið. Nefndin.
Til sölu er Toyota Carina
1600 '83. Ekinn 112.000
km. Verð 300.000,- Skipti
mögul. á ódýrari. Upplýs-
ingar í 0 4184.
Til sölu er píanóharmon-
ika. Upplýsingar í 0 7418.
Til sölu er hillusamstæða
úr eikk á kr. 15.000.-
Barnakerra með skýli og
svuntu á kr. 4.000,- Brio
barnakerra á kr. 3.000.-
Baðborð á kr. 2.000,-
Burðarrúm á kr. 2.000.- 6
stólar úr beyki með basti í
setum og á járngrind á kr.
6.000,- Uppl. (0 3421.
Til sölu er Toyota Carina
'82, sjálfskiptur, skoðaður
'92. I góðu standi. Upplýs-
ingar í 0 7694.
Sil sölu er Subaru Turbo
'87, sjálfskiptur, rafdr. rúð-
ur o.fl. Skipti mögul. Upp-
lýsingar í 0 4102 e. kl. 19.
Slysavarnarkonur. Fönd-
ur lau. 19. okt. kl. 14-17.
Kaffi á könnunni. Nefndin.
Til sölu er Daihatsu Char-
ade 1000 '84. Skipti á
ódýrari mögul. Upplýsing-
ar í 0 4939.
Til sölu er Polaris Indy 400
classic vélsleði, 64 ha,
árg. '88. Mjög vel með
farinn. Uppl. í 0 3850.
Tapast hefur brúnn rúsk-
innsjakki, frekar síður,
lyklar (vasa, í Krúsinni lau.
5. okt. Sá sem veit um til-
vist jakkans, vinsaml. láti
vita í 0 4278. Benta.
Til sölu er Willy’s jeppi '46
vegna plássleysis. Hefur
haft húsaskjól síðan 1972,
sundurtekinn og flestir
hlutir vísir. Upplýsingar
gefurZófonías í 0 8227.
var það svo skrýtið að á
þeim tíma vorum við báðir í
útgerð. I Sjómannafélaginu
kom einu sinni fram van-
traust á okkur Guðmund
vegna þess að við værum í
útgerð. Guðmundur lét
greiða atkvæði um tillöguna
og það var nú ekki lengi ver-
ið að afgreiða það mál.
Guðmundur dreifði at-
kvæðaseðlum og átti að
skrifa á þá já eða nei. Van-
traustið fékk eitt atkvæði
þrátt fyrir að það var borið
upp á fundinum af tveim
mönnum. Svona var Guð-
mundur vinsæll og má segja
að eftir að hann fórst þá hafi
félagið dáið með honum í að
minnsta kosti tvö ár. Síðan
jafnaði það sig eftir það
mikla áfall.“
Kominn í
myndlist
„Þegar ég kom svo í land
fyrir þrem árum fór ég að
vinna á Isafjarðarhöfn. Þá
byrjaði ég að mála. Ég fikt-
aði eitthvað við að teikna
þegar ég var yngri. Þetta
voru riss sem fóru í tunnuna
og hingað og þangað. Ég
rissaði líka jafnframt sjó-
mennskunni. Ég hef alltaf
haft gaman af þessu og mig
dreymdi drauma þegar ég
var yngri. Ég hef lesið mikið
um listir og tel mig hafa yfir-
borðsþekkingu á þeim. Ég
nýt þess og það er mér nóg.
Ég er mjög mikill sveimhugi
og hef lesið hingað og þang-
að en aldrei farið neitt
djúpt, nema í myndlist og
pólitík. Fyrst eftir að ég
kom í land vann ég að
myndlist heima og síðan
fékk ég aðstöðu upp á lofti í
Alþýðuhúsinu. Ég hef selt
eitthvað af myndum undan-
farið. Ég hef núna vinnu-
stofu í Félagsbakaríinu þar
sem afgreiðslubúð Óðins
bakara var. Ég vinn þarna
með höppum og glöppum,
fæ köst stundum og mála
mikið, svo ekkert í langan
tíma á milli.Þegar ég svo
byrja er eins og opnist fyrir
gátt. Ég hélt sýningu í Stúd-
íó Dan í sumar. Ég átti svo-
lítið af myndum frá í fyrra
og var hvattur til að sýna.
Ég seldi á þessarri sýningu
eins og borgarlega sinnaður
listamaður."
Hörkukerling
„Á Isafjarðarhöfn er ég í
nánu sambandi við sjó-
mennina. Þetta er því miklu
skemmtilegra starf en t.d.
að vinna í frystihúsi. Þetta
eru þjónustustörf við sjó-
menn og ég ræð mér mikið
sjálfur. Það er erfitt að
byrja að vinna undir ann-
arra stjórn þegar maður hef-
BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 16. október 1991
ur verið sjálfs síns herra í
uppundir fimmtán ár. Auð-
vitað langar mig oft á sjóinn
en þá rifja ég bara upp
slæmu dagana á sjónum.
Svo er ég vel giftur. Kon-
an mín er hörkukerling. Mig
hefur oft undrað það hve oft
hún fyrirgaf mér hvað oft ég
var leiðinlega fullur hér fyrr
á árum. Það er oft erfitt fyr-
ir sjómannskonuna hve
lengi eiginmaðurinn er í
burtu og svo var ég oft fullur
þessi fáu kvöld sem ég átti í
landi. Ég er tiltölulega ung-
ur en og vona svo sannar-
lega að hún vilji líka búa
með landkrabba.“
GHj.
1
| Fiskmarkaðurinn ísafirði: ‘
41. vika — 6. október - 12. október 1991
Tegund Magn Verðmæti Meðalv. Lægst Hæst
Karfi 1.302,00 62.496,00 48,00 48,00 48,00
Hlýri 109,00 10.450,00 95,87 94,00 108,00
Keila 116,00 1.740,00 15,00 15,00 15,00
Lúða 672,00 263.800,00 392,56 310,00 595,00
Skarkoli 348,00 26.028,00 74,79 70,00 86,00
Steinbítur 1.474,00 142.186,00 96,46 81,00 108,00
Undirmál 1.500,00 105.306,00 70,20 45,00 72,00
Ýsa 11.066,00 1.264.963,00 114,31 66,00 136,00
Þorskur 8.970,00 864.250,00 96,35 86,00 120,00
Bland 166,00 3.354,00 20,20 15,00 23,00
Tindaskata 47,00 940,00 20,00 20,00 20,00
Langa 36,00 720,00 20,00 20,00 20,00
Samtals 25.806,00 2.746.233,00 106,42
1 Fiskmarkaðurinn Tálknafirði ■ ■
41. vika — 6. október -12. október 1991
Tegund Magn Verðmæti Meðalv. Lægst Hæst
Þorskur 2.475,00 235.125,00 95,00 95,00 95,00
Koli 382,00 15.280,00 40,00 40,00 40,00
Lúða 18,00 7.220,00 401,11 390,00 415,00
Ýsa 1.054,00 106.398,00 100,95 40,00 122,00
Samtals 3.929,00 364.023,00 92,65
Lesendur:
Héraðsskólinn
í Reykjanesi
— hugleiðingar um möguleika nýtingu á aðstöðu
skólans fyrir Lögregluskóla ríkisins
ÞEGAR Lögregluskóli ríkisins var stofnaður var liann
undir stjórn lögreglustjórans í Reykjavík og hafði skól-
inn aðstöðu í lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Arið 1988
var skólinn gerður að sjálfstæðri stofnun og í janúar 1991
var skólinn fluttur í nýtt húsnæði við Nóatún. Lögreglu-
menn af öllu landinu sækja þennan skóla og er þeim öllum
skylt að hafa lokið skólanum til þess að fá að starfa áfram
sem lögreglumenn. Síðastliðinn vetur stunduðu 70 lög-
reglumenn nám í skólanum, 47 á fyrri önn og 23 á seinni
önn. Þetta er óvanalegur fjöldi á fyrri önn og tileinkast
hann að nýjum lögum um menntun lögreglumanna. I
venjulegu árferði er áætlað að um 30 nemar stundi nám á
hvorri önn.
Talsverð óánægja var
með þá aðstöðu sem skólinn
hafði haft í lögreglustöðinni
við Hverfisgötu. Þá er það
húsnæði sem skólinn er ný-
fluttur í, af flestum talið of
lítið og óhentugt. Þá hafa
nemar lögregluskólans þurft
að sækja íþróttatíma í Vals-
heimilið við Reykjavíkur-
flugvöll og sund í Laugar-
dalslaug.
Undanfarið hefur mikið
verið rætt um framtíð Hér-
aðsskólans í Reykjanesi við
ísafjarðardjúp. Mennta-
málaráðherra tók þá
ákvörðun að leggja skóla-
starf þar niður í haust. Mun
þetta hafa verið gert vegna
fækkunar nemenda ár frá ári
og kostnaðar sem því fylgdi.
I Reykjanesi er öll að-
staða fyrir hendi t.d. 8
skólastofur, heimavist með
35 herbergjum fyrir tvo,
mötuneyti, 40 metra
útisundlaug og íþróttaað-
staða. Þá má einnig nefna
fjórar íbúðir fyrir kennara
og tvær gestaíbúðir. Þá er
ótalin önnur aðstaða til ým-
islegra nota.
Þegar það er haft í huga
að þessar byggingar standa
að mestu ónotaðar, kemur
upp sú hugsun hvort ekki
mætti nýta þessa aðstöðu
fyrir Lögregluskóla ríkisins.
Þá má nefna að í nágrenni
við skólann er flugvöllur.
Bryggja er einnig á staðnum
þar sem Djúpbáturinn m/s
Fagranes kemur við á ferð-
um sínum. Hluti af þjálfun
lögreglunema hefur verið að
fara í björgunarskóla sjó-
manna, Sæbjörgu. Þar sent
þetta skip hefur komið til
Isafjarðar vegna námskeiða
• Jón Bjarni Geirsson.
ætti ekki að vera úr vegi að
það komi við í Reykjanesi.
Við Lögregluskólann hafa
starfað margir stundakenn-
arar sem starfa við annað
öllu jöfnu. Það mætti hugsa
sér að þessir kennarar
myndu koma og kenna í
stuttan tíma í einu. Þá yrði
mikil áhersla lögð á einstök
fög í stuttan tíma.
Varðandi nýtinguna á
þessari aðstöðu þá mætti
einnig hugsa sér að björgun-
arsveitir í landinu myndu
geta fengið þarna aðstöðu til
námskeiðahalds og þjálfun-
ar. Þá yrði skóli þessi mið-
stöð þjálfunar fyrir alla þá
sem stunda öryggisstörf hér
á landi, hverju nafni sem
ATVINNA
Óskum eftir að ráða verkstjóra
með fiskvinnsluréttindi
STARFSFOLK - HREINSIBOND
Þá viljum við einnig ráða
starfsfólk á hreinsibönd.
Allar nánari upplýsingar eru veittar
í símum 94-3151 og 94-3551
, RÆKJUSTÖÐIN HF.
SUNDAHÖFN ÍSAFIRÐI
• Héraðsskólinn í Reykjanesi.
þeir nefnast, t.d. lögreglu-
menn, starfsmenn Land-
helgisgæslu, björgunarsveit-
armenn ofl. Það má benda á
að þarna hafa verið haldin
námskeið fyrir björgunar-
kafara og hentaði aðstaðan
þarna mjög vel til þess.
Að lokum verður ekki
komist hjá að nefna það um-
hverfi sem þarna er en það
eitt er kjörið til alls kyns æf-
inga úti við, t.d. á fjöllum,
og í og á sjó við allar hugs-
anlegar aðstæður.
Það er mat undirritaðs að
aðstaðan þarna, bæði í hús-
um og utan þeirra, gefi
óendanlega möguleika fyrir
starfsemi af þessu tagi.
Jón Bjami Geirsson, lög-
reglumaður Isafirði.