Málfríður - 15.11.1991, Page 3

Málfríður - 15.11.1991, Page 3
EFNISYFIRLIT: bls. Vettvangsnám Gerður Guðmundsdóttir..... 5 Aðstaða til sjálfsnáms Rannveig Jónsdóttir....... 9 Framtíð og staða dönskukennslu á íslandi Málfríður Þórarinsdóttir og Vilborg ísaksdóttir ......12 Haustnámskeið fyrir dönskukennara Gyða Bentsdóttir, Ingunn Anna Jónsdóttir og Magnús Guðnason.............14 Námskeið fyrir frönskukennara ftaldið t Montpellier........15 Ingibjörg H. Hjartardóttir og Ingunn Garðarsdóttir........15 Námskeið fyrir enskukennara í Edinborg Þórey Einarsdóttir..........16 Hugmyndabankinn: Notkun söngtexta f enskukennslu Ingi Viðar Árnason ..........20 Námskeið t notkun myndbanda í enskukennslu Ásdís Ó. Vatnsdal Námskeið fyrir spœnskukennara í Barcelona Guðrún H. Tulinius Frönsk-íslensk orðabók ......28 Fréttir frá: Félagi norsku- og sænskukennara...............29 Félagi dönskukennara........30 Félagi frönskukennara .....31 STIL .......................31 Málfríður Tímarit samtaka tungumálakennara 2. tbl. 1991 Útgefandi: Samtök tungumála- kennara á íslandi. Ábyrgðarmaður: Auður Torfadóttir. Ritnefnd: Ásmundur Guðmundsson Hildur Hafstað Ingunn Garðarsdóttir Þórey Einarsdóttir Þórhildur Oddsdóttir Prófarkalestur: Marfa Gréta Guðjónsdóttir. Setning, prentun og bókband: Steindórsprent hf. Heimilisfang Málfríðar: Pósthólf 8247 128 Reykjavík. Rítstjómarrabb Ágætu lesendur! Málfríður kemur með seinni skipunum í ár. Ástæður fyrir því eru margvíslegar. Helstar eru þær að 60% af ritnefndinni lagðist á sæng eða fór til útlanda. Seinlega gekk að finna nýtt fólk sem treysti sér til að fórna tíma í þágu málstaðarins. I ár virðast kennarar vinna enn meira en áður og því ber frekar að þakka þeim sem sáu smugu til að skrifa efni í blaðið. Haustblaðið ber þess merki eins og stundum áður, að STÍL-félagar hafa verið duglegir að sækja námskeið, bæði hér heima og víða um lönd. Kenn- ari úr Félagi spænskukennara á grein um nám- skeið í þessu blaði. Vonandi verður það félag formlega innan vébanda STIL áður en langt um líður. Gerður Guðmundsdóttir segir hér ítarlega frá vettvangsnámi á vegum HI og fylgir sýnishorn af verkefnum sem þátttakendur sömdu í tengslum við það. Rannveig Jónsdóttir veltir fyrir sér mögu- Ieikum þess í íslenskum skólum. Að vanda eru svo nokkur hagnýt verkefni sem nota má við kennslu með litlum tilfæringum. Nú í haust urðu þær breytingar á ritnefnd Mál- fríðar að Eva Hallvarðsdóttir og Eydís Guðmunds- dóttir létu af störfum, en í stað þeirra komu Hild- ur Hafstað og Ingunn Garðarsdóttir. Við þökkum þeim Evu og Eydísi góð störf og óskum þeim til hamingju með nýju borgarana. Hildi og Ingunni bjóðum við velkomnar til starfa. Forsíðan að þessu sinni er ljósmynd eftir Svein V. Speight, nemanda í MH. 3

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.