Málfríður - 15.11.1991, Side 7

Málfríður - 15.11.1991, Side 7
Já, víða erlendis er vettvangs- nám í gangi, nám sem byggir á sömu grunnhugmyndum. En það verður að segjast eins og er að víðast hvar veita yfirvöld menntamála rausnarlegri afslátt af kennslu þegar kennarar taka þátt í svona starfi. Geturðu sagt okkur eitthvað frá vettvangsnáminu í Flens- borg? Það gekk mjög vel. Flestir létu afskaplega vel af þessu. Fram kom í viðtölum við kennarana þar að þeim kom á óvart hversu hagnýtt þetta var og einnig kom mörgum á óvart hversu vel þeim lét að vinna með kennurum sem kenndu önnur tungumál. Þeir kynntust vel í gegnum þetta þannig að andrúmsloftið varð skemmtilegra. Mig langar að koma því hér að að kennarar í Flensborg tóku þátt í fyrstu tilrauninni með okkur og þar fékkst mjög dýrmæt reynsla. Oddvitarnir þar voru í því krefj- andi hlutverki að miðla til sam- kennara sinna og kennarar sóttu vinnufundina meðfram kennslu sem var auðvitað mjög krefjandi. Kennararnir í Flensborg hafa lagt til mjög dýrmæta reynslu með starfi sínu. Þeir sem vilja vita meira um vettvangsnámið frá sjónarhóli kennaranna þar ættu að lesa grein eftir Guðrúnu Hrefnu Guðmundsdóttur í haust- blaði Nýrra menntamála. Guðrún Hrefna var annar oddvitanna í Flensborg og Iýsir vettvangsnám- inu frá sjónarhóli kennara. Og nú er önnur lota farin af stað... Já, í henni verða kennarar í er- lendum málum við Menntaskól- ann við Sund, Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi og Mennta- skólann á Laugarvatni. Ekki er annað að sjá en þetta muni ganga vel í þessum skólum. í lok ágúst var 3ja daga vinnufundur á Sel- fossi þar sem teknir voru fyrir tveir af meginþáttunum fjórum, hlustun og tal og svo var einnig fjallað um notkun myndbanda. Þessi vinnufundur tókst mjög vel. Síðan vinna kennararnir úr hug- myndunum, hver hópur í sínum skóla fram að jólum. I janúar verður svo fjallað um lestur og ritun ásamt fleiru og úrvinnsla heldur svo áfram til vors. Ef einhveijir hafa hug á að taka þátt í þessu geta þeir óskað eftir að vera með? Þeir geta það. Þótt skólum hafi verið boðin þátttaka fram að þessu, þá væri líka mjög æskilegt að fá að vita ef kennarahópar hafa áhuga á að taka þátt í þessu. Þeir geta sent mér línu eða hringt í mig. Utanáskriftin er: Gerður Guðmundsdóttir, Félagsvísindadeild Háskóla íslands, Odda við Sturlugötu, 101 Reykjavík. Síminn hjá mér er 694578 og núna er ég með fastan viðtals- tíma milli 12 og 14 á miðvikudög- um. Dæmi um verkefni sem frönskukennarar í Menntaskólanum við Sund unnu: Lottó Ekta franskur lottóseðill ljósritaður báðum megin. Tölur lesnar inn á spólu. Tilgangur: Æfing í hlustun, æfing í notkun töluorða og nemendur átta sig á frönsku lottói. [H®Ð®M I I I I I I I I I I SAMEDI Multiple 1 i i i i i i i i i BSSB UiiiB ggggg 0BB8B 30BSB 3SBBE 3S8BB 3g@@g 3§gSB EBBBB 0 28 F 0 112 F 0 336 F § 840 F NE COCHEZ OU'UNE SEULE MISE | 0 14 F 0 56 F 0 168 F § 420 F Premier Tirage du SAMEDI seulement Résultats officiels et informations sur minitel 36.15 LOTO et par téléphone 36 65 77 01 MULTIPLE 6 sur 49 lete // S.A.E.M. au capital de 500.000.000 F - R.C.S. Paris B 315.065.292 7

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.