Málfríður - 15.11.1991, Síða 9

Málfríður - 15.11.1991, Síða 9
Rannveig Jónsdóttir: AÐSTAÐA TIL SJÁLFSNÁMS Á vorönn 1990 heimsótti ég á- samt kennara og nemendum úr Kennaraháskólanum í London málaskólana Eurocentre í Black- heath og International House á Piccadilly til þess að skoða svokölluð „self-access centres" sem þar hefur verið komið á fót á undanförnum misserum. Mikill á- hugi er nú á slíkum miðstöðvum og sagt er að þá fullkomnustu á Bretlandseyjum sé að finna í Bell skólanum í Cambridge. „Self-access centres“ eru opn- ar gagnamiðstöðvar með verkefn- um og gögnum ýmiss konar, seg- ulbandstækjum, tölvum og myndbandstækjum og vinnuað- stöðu þar sem nemendur geta unnið sjálfstætt að fyrir fram á- kveðnum verkefnum tengdum námi þeirra í skólastofunni eða fundið sér viðfangsefni að eigin vali. Aðgangur er frjáls og sjálfs- afgreiðsla þannig að nemendur geta skoðað það sem í boði er og valið sér þau verkefni sem hugur- inn girnist líkt og rétti af köldu borði. Megintilgangurinn með slíkri aðstöðu er fyrst og fremst sá að gera nemendum kleift að læra upp á eigin spýtur óháð bekkjarkennslunni. Þeir geti leið- rétt verkefni sín sjálfir og metið eigin frammistöðu. Slíkum mið- stöðvum hefur ekki enn verið gef- ið gott íslenskt nafn svo lýst er eftir tillögum. Hugmyndirnar sem þessar opnu gagnamiðstöðvar byggjast á eru komnar frá mannúðarsál- fræðingunum sem hafa haft mikil áhrif frá því á sjöunda áratugn- um, ekki síst í uppeldis- og kennslufræðum. Þeir leggja á- herslu á þá staðreynd að nem- endur séu mismunandi einstak- lingar með ólíkar þarfir og áhugamál og taka beri tillit til þess. Þeir eigi að bera vaxandi á- byrgð á eigin námi og skólinn skuli veita þeim aðstöðu til þess að þroskast og menntast eftir sínum óskum og forsendum inn- an þess ramma sem hann getur veitt. Kenningar um sjálfræði (autonomy) nemenda hafa verið ofarlega á baugi í enskukennslu síðan á áttunda áratugnum og einnig vaxandi áhugi á því að miða kennsluna meira við hvern einstakling, aðstæður hans og hæfni. Opnar gagnamiðstöðvar eru ein leiðin til þess að greiða fyrir breytingum í þá veru og auðvelda nemenda miðaða kennslu. Breytt viðhorf I bók sinni „Self-Access“ segir Susan Sheerin, forstöðumaður opnu gagnamiðstöðvarinnar í Bell skólanum í Cambridge, að sjálfsnám í slíkum miðstöðvum krefjist viðhorfsbreytinga bæði kennara og nemenda vegna þess að það er ríkjandi viðhorf að námið sé á ábyrgð kennarans og hann eigi að leiðrétta villur. Nem- andinn sé óvirkur og kennarinn stjórni honum í takt við aðra. Sú breytta staða sem skapist reyn- ist oft erfið því meistarahlutverk- ið sé mörgum tamt og auðveld- ara sé fyrir nemendur að láta leiða sig. Villur séu ekki lengur á- litnar mistök af hálfu nemandans heldur mikilvægur vitnisburður um það á hvaða stigi nemandinn sé í málanáminu. Greining á vill- um nemenda komi að litlu gagni nema aðgerðir til úrbóta séu ein- staklingsbundnar. Málfræðiverk- efni ýmiss konar í opnum gagna- miðstöðvum gætu komið að gagni í því sambandi og reynslan hefur sýnt að þau eru yfirleitt mjög vinsæl í svona sjálfsaf- greiðslukerfi. Slíkar miðstöðvar geta boðið upp á raunhæfa lausn á mörgum vandamálum sem skapast í málakennslu vegna ó- líkra þarfa nemenda. Að sögn Sherring kostar það geysimikla vinnu að setja upp fjölbreytta aðstöðu af þessu tagi. Efnið sem boðið sé upp á þurfi að vanda vel og gæðin skipti meira máli en magnið. Skipulag verði að vera gott og efnið vel merkt svo að nemendur finni auðveldlega það sem þeim hent- ar. Flokkun efnisins þurfi að vera einföld og auðskiljanleg, helst í mismunandi litum eftir þyngdar- stigi og skýrar leiðbeiningar á móðurmálinu svo að nemendur geti sjálfir fundið efni við sitt hæfi í skrám og hillum. Markmið hvers verkefnis þurfi einnig að vera greinilegt og leiðbeiningar á verkefnablaði ásamt svarlykli. Hún telur æskilegast að opna gagnamiðstöðin sé í tengslum við bókasafnið og þar sé sköpuð við- bótaraðstaða til þess að nota hin ýmsu gögn og afla sér þeirra á frjálsan og sjálfstæðan hátt. Nám í opinni gagnamiðstöð er framandi hugmynd fyrir marga og gera má ráð fyrir að flestir nemendur þurfi leiðsögn og þjálf- un. Sheerin segir að fyrst þurfi að sannfæra þá um nauðsyn þess að taka ábyrgð á eigin námi og gildi þess að vinna sjálfstætt. Þeir þurfi að finna að það sé gagnlegt og þeir geti tekið framförum án þess að hafa kennarann stöðugt sér við hlið. Aðstaðan þurfi að vera aðlaðandi og verkefnin sem boðið sé upp á gagnleg og áhuga- verð og með fagmannlegu yfir- bragði. Markmiðið með því að bjóða upp á svona aðstöðu sé að auka sjálfstæði nemenda. Þetta 9

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.