Málfríður - 15.11.1991, Blaðsíða 11

Málfríður - 15.11.1991, Blaðsíða 11
haustið var svo farið í gegnum allt hljóðefni enskudeildarinnar, það flokkað og skráð og í öryggis- skyni var afritað það sem aðeins var til í einu eintaki áður en það var sett fram á sal bókasafnsins og snældunum raðað í hillur ásamt meðfylgjandi textum. Að- eins brot af þessu efni var á námsskránni. Búinn var til listi yfir hlustunarefnið. Hann liggur frammi svo nemendur geta valið eftir honum eða með því að skoða hvað er í hillunum. A bóka- safninu geta nemendur núna hlustað sér til gagns og gamans á efni að eigin vali og þeir geta líka hlustað á efni og bætt sér upp hlustunaræfingar sem þeir hafa misst af í kennslutímum. Best fallið til að brúa bilið út í lífið, milli stýrðrar hlustunar í kennslustofunni og þess að hlusta við eðlilegar aðstæður, er að mati Sheerin það efni sem nemendur kynnu sjálfir að velja sér og er skemmtilegt og fræð- andi eða örvar ímyndunaraflið. Hlustun af þessu tagi eflir sjálfs- traust nemenda og getu til að skilja talað mál. Hún telur það vera við hæfi að treysta nemend- um til að hlusta sér til ánægju og fróðleiks án þess að krefjast þess alltaf að þeir svari spurningum úr efninu, en nauðsynlegt sé að prentaðir textar fylgi öllu hljóð- efni sem annars kynni að vera nemendum of erfitt og þeir geti þá borið saman talaða og ritaða mynd orðanna og flett upp í orðabók eftir þörfum. Þjálfun í notkun orðabókar er að sjálfsögðu nauðsynleg og góð orðabók er ómissandi hjálpar- gagn við hvers konar sjálfsnám. Á bókasafni FÁ liggja frammi eyðublöð þar sem nemendur eru hvattir til að skrifa niður hvað þeir hafi verið að hlusta á og hvað þá langi mest til að heyra. Hlustunaraðstaðan var talsvert mikið notuð og í ljós kom eftir fyrsta veturinn að nemendur höfðu mestan áhuga á efni sem var á námsskránni. Nemendur voru einnig hvattir til að skrifa at- hugasemdir og segja álit sitt á þessu fyrirkomulagi. Einn sagði: ,,Það er sniðugt að geta gengið að þessu svona og svo finnst mér að ætti að vera hægt að leigja út spólur." Og annar sagði: „Eg er mjög ánægð með að geta bæði hlustað og um leið fylgst með á bók. Efnið verður skemmtilegra og maður lifir sig meira inn í at- burði." Smásögur henta einkar vel til hlustunar af þessu tagi og einnig reynist nemendum gagn- legt að hlusta til dæmis á fyrsta kaflann í lengri skáldverkum. í ár bjóðum við upp á sama fyrirkomulag og í fyrra. Hver þró- unin verður er óráðið. Plássleys- ið á bókasafninu setur okkur þröngar skorður og einnig á skól- inn eftir að marka skýra stefnu í þessum málum. Ef skilyrði verða sköpuð til þess væri vissulega gaman að byggja upp góða gagnamiðstöð, þótt í smáum stíl væri. Nota mætti aðstöðuna til aukins einstaklingsbundins stuðnings við nemendur og til frjálsra afnota. Ef enskudeildin eykur framboð efnis, þá teldi ég heppilegast til að byrja með að allir kennarar deildarinnar ynnu saman að því í nokkra daga að útbúa verkefni við hæfi, til dæmis í málfræði, hlustun og lestri. Þá yrðu þeir all- ir handgengnir gagnamiðstöðinni og samábyrgir þátttakendur í þróuninni. Hafa þarf að leiðar- ljósi að auðvelt sé að finna efnið, skýrar leiðbeiningar fylgi því og möguleiki sé til þess að meta ár- angurinn. SRA kassarnir, sem flestir enskukennarar þekkja, innihalda lesefni flokkað eftir þyngd, ásamt verkefnum og svörum. Þeir eru kjörnir til sjálfsnáms og eiga heima í opnum gagnamiðstöðv- um. Á bókasafninu í FÁ eru þrjár tölvur sem nemendur hafa frjáls- an aðgang að, svo möguleikarnir eru fyrir hendi og finna má hug- búnað sem kæmi að gagni við einstaklingsbundið nám. Einnig væri æskilegt að nem- endur hefðu frjálsan aðgang að myndbandstæki með heyrnartól- um því skólinn á allgott safn myndbanda. En eins og fyrr sagði setja þrengslin okkur þröngar skorður. Núna á tímum örra breytinga er mikilvægt að kunna að leita sér þekkingar. Opnar gagnamið- stöðvar geta veitt mikilvæga þjálfun á því sviði og eru þess vegna spor í rétta átt. Heimildir: Sheerin, Sue. „Self-Access in Teacher Training,“ Bell at IATEFL. Academic Reports. Cambridge: Bell Educational Taust, 1989. Sheerin, Susan. Self-Access. Oxford: Oxford University Press, 1990. Rannveig Jónsdóttir FÁ 11

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.