Málfríður - 15.11.1991, Blaðsíða 13

Málfríður - 15.11.1991, Blaðsíða 13
skólinn á Akranesi. Sá síðar- nefndi tók aðeins þátt í hluta námskeiðsins. Tveir oddvitar voru valdir úr hópi kennara til að sækja nokkur námskeið í HÍ. í framhaldi af námskeiðinu reyndu oddvitarnir þessar aðferðir í eig- in kennslu og miðluðu síðar á námskeiðum í skólunum til sam- kennara sinna. Auk þess áttu þeir kennarar sem þátt tóku í nám- skeiðinu reglulega vinnufundi, þar sem þeir miðluðu hver öðr- um af reynslu sinni og unnu sam- an við verkefnagerð. Að lokum benti Auður á að um markverða tilraun væri að ræða, sem hefði tekist vel, og taldi mik- ilvægt að fleiri skólar gætu átt kost á að taka þátt í verkefnum af þessum toga. Til dæmis gæti ver- ið áhugavert að bjóða upp á slík námskeið þvert á skólastig. Claus von Bamekov, sendi- fulltrúi Dana, ávarpaði ráð- stefnugesti og fjallaði m.a. um mikilvægi þess að viðhalda nor- rænu samstarfi vegna sameigin- legs uppruna og líkrar menning- ar. í lok erindis síns gladdi Claus ráðstefnugesti með því að bjóða þeim til mannfagnaðar í danska sendiráðinu eftir ráðstefnuna. Sigurður Svavarsson, útgáfu- stjóm Máls og menningar, ræddi um námsefnisgerð og norrænt samstarf á því sviði. Hann benti á að mikið af góðu heimatilbúnu námsefni lægi hjá kennurum, en varla væri hægt að ætlast til þess að þeir sæju um námsefnisgerð. Kennsla gæti aldrei verið annað en aðalstarf. Sigurður ræddi jafn- framt um tilraunakennslu nýs námsefnis, sem hann telur for- sendu þess að nýtt og ,,gott“ námsefni nái fótfestu í skólum og að ekki laumist „lélegt" kennslu- efni inn í skólana. Síðan ræddi Sigurður um kennslubókaútgáfu og gerði grein fyrir verðmyndun kennslubóka. Höfundur fær 16%, bóksali 25%, forlag 25%, útlit 10%, prentunarkostnaður 24%. Hann ítrekaði gildi góðrar sam- vinnu kennara og útgáfufyrir- tækja og sagði að nauðsynlegt væri að fylgjast með útgáfu í Dan- mörku. Eftir framsöguerindin sátu full- trúar menntamálaráðuneytisins og Námsgagnastofnunar fyrir svörum. Af hálfu menntamála- ráðuneytisins voru mætt þau Gerður G. Óskarsdóttir og Hörð- ur Lárusson og frá Námsgagna- stofnun komu Asgeir Guðmunds- son og Ingibjörg Ásgeirsdóttir. Ráðstefnugestir létu spurningum rigna yfir gestina og var mörgum heitt í hamsi. Það var m.a. gagn- rýnt að námstjórastaðan í dönsku hafði verið lögð niður, mikið var rætt um námsefni Námsgagnastofnunar og sýndist sitt hverjum. Fram kom óánægja hjá mörgum með úthlutunarbæk- ur stofnunarinnar í dönsku og hvernig stofnunin hefur staðið að námsefnisgerð í dönsku. Fulltrú- ar Námsgagnastofnunar bentu á að nú væri nemendum í grunn- skólum bannað að greiða sérstak- lega fyrir námsefni. Skólinn þyrfti því að greiða þetta ef vel ætti að vera. Áður hefðu nemendur greitt 25-30 milljónir í bækur. Námsgagnastofnun hafi fengið 10 milljónir til aukabókakaupa og stofnunin veiti nú 10,5 milljónum króna til að koma til móts við kröfu skólanna um efni annars staðar frá. Vonandi fengist meira fé til námsefnisgerðar í framtíð- inni. Ráðstefnugestir gagnrýndu líka þá ákvörðun að opna fram- haldsskólann öllum, án þess að viðhlítandi ráðstafanir hefðu ver- ið gerðar til að mæta auknum fjölda nemenda. Gerður taldi að það hefði ekki verið ótímabært, en framhaldsskólarnir hefðu þurft að vera betur undir það búnir. Hún sagði enn fremur, er spurt var hvernig ætti að leysa vandamál þeirra sem lentu í 0- áföngum, að þau vandamál yrði að leysa í skólunum og að þar væri í gangi starf til að mæta þörfum þessara nemenda, sem áður komu ekki inn í framhalds- skólana. Margt fleira kom að sjálf- sögðu fram en við látum hér staðar numið. Almennt kom fram mikil á- nægja meðal fundarmanna með ráðstefnuna en þó má gagnrýna að tímaáætlun var of stíf, svo ekki gafst tími til fyrirspurna milli erinda. I tengslum við ráðstefnuna var bókasýning á vegum Máls og Menningar, Bókaverslunar Sigfús- ar Eymundssonar og Námsgagna- stofnunar og kunnu ráðstefnu- gestir vel að meta þetta framtak bókaútgefenda. 12. apríl voru haldnir deildar- stjóra- og fagstjórafundir. Þetta var í fyrsta skipti sem slíkt var gert og mæltist vel fyrir ekki hvað síst hjá grunnskólakennur- um. Eftir sameiginlega fundar- setningu skiptist fólk í tvo hópa fagstjóra og deildarstjóra. Á deildarstjórafundinum var m.a. rætt um nemendaskipti, stöðu- próf og dönskukennslu og for- nám. Miklar og góðar umræður urðu og eftir hádegi var unnið að tillögum um tilhögun stöðuprófa. Á vegum menntamálaráðuneytis- ins fer nú fram endurskoðun á stöðuprófum. FDK tekur þátt í þessari endurskoðun og er þar tekið mið af þeim hugmyndum sem fram komu á deildarstjóra- fundinum. Á fagstjórafundinum var m.a. rætt um byrjenda- kennslu í dönsku, námsefnisgerð í dönsku, samræmd próf og námsstjórastöðuna. Unnið var í hópunum. Fjörugar umræður spunnust um þessi mál og gætti mikillar reiði meðal fundarmanna vegna þeirrar ákvörðunar menntamálaráðuneytisins að leggja niður námsstjórastöðuna í dönsku. Deildarstjórar og fag- stjórar hittust seinni part dags og fóru yfir störf dagsins. Að lokum þetta: Það liggur mikil vinna að baki undirbúnings ráðstefnu og funda af þessu tagi. Stjórn FDK naut aðstoðar þeirra Magnúsar V. Magnússonar, Rétt- arholtsskóla, Ósu Knútsdóttur Menntaskólanum við Sund og Þyríar Árnadóttur Menntaskólan- um í Reykjavík við undirbúning- inn. Þau unnu mikið og óeigin- gjarnt starf og kunnum við í stjórn FDK þeim bestu þakkir fyr- ir. Málfríður Þórarinsdóttir, Vilborg ísaksdóttir. 13

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.