Málfríður - 15.11.1991, Síða 15

Málfríður - 15.11.1991, Síða 15
NAMSKEIÐ FYRIR FRÖNSKUKENNARA HALDIÐ í MONTPELLIER > Samkomulag hefur verið gert milli íslendinga og Frakka um námskeið fyrir frönskukennara á Islandi. Námskeiðin verða fjögur og haldin á jafn mörgum árum. Það fyrsta var haldið á Islandi haustið 1990. I sumar dagana 10.-21. júní 1991, var svo nám- skeið númer tvö. Það var haldið í Montpellier í Frakklandi og var öllum starfandi frönskukennur- um á Islandi boðið að taka þátt. Þátttaka var mjög góð, 28 kennar- ar af um 40 sem eru í Félagi frönskukennara. Húsnæði og fæði var kostað af frönskum yfir- völdum, fyrir tilstuðlan menning- ardeildar franska sendiráðsins og kennara við útlendingadeild háskólans í Montpellier (Uni- versité Paul Valéry). Það var álit kennaranna í Montpellier að nota skyldi tæki- færið, þar sem við vorum á staðnum og gefa okkur kost á að kynnast sem flestum kennurum og aðferðum þeirra við kennslu á frönsku fyrir útlendinga. A þess- um 10 dögum sem við vorum í skólanum, hittum við 11 kennara. Námskeiðinu var skipt niður í þrjár meginstefnur: 1. „approche communicative“ í kennslu, 2. mikilvægi þjóðfélags- og menningarhátta í tungumála- kennslu, 3. málfræðikennsla. Fjallað var um hvern þátt út frá þremur sjónarhornum: a. fræðilega, b. kennsluaðferðir, c. verklega. Margar góðar hugmyndir í sambandi við kennslu komu fram á námskeiðinu. Má þar t.d. nefna kynningu á notkun myndbanda við málakennslu. Okkur voru sýndir nokkrir kaflar úr nýút- komnu námsefni sem saman stendur af lesbók, æfingabók og myndbandi, þar sem textar les- bókarinnar eru leiknir. Og í fram- haldi af þvf var okkur sýnt hvern- ig nota mætti annað myndefni, t.d. kvikmyndir. Við vorum sett í spor nemenda og brugðum á leik. Sýndur var smábútur úr gamalli kvikmynd. Nemendum er skipt í tvo hópa, annar situr fyrir framan sjónvarpið, en hinn fyrir aftan. Talið er tekið af og hópur- inn fyrir framan tækið rekur at- burðarásina. Síðan er tækinu snúið við og hinn hópurinn rekur sömu atburðarás. Ætlast er til að hann betrumbæti það sem áður var sagt af hinum hópnum. Loks er svo öllum sýndur búturinn með tali. Getur þetta verið mjög góð talæfing. Mjög áhugaverðir voru tímarn- ir hjá ,,brandarakarlinum“ Cerel um hvernig kynna megi þjóðfé- lags- og menningarhætti í tengsl- um við tungumálakennslu. Mikil áhersla var lögð á notkun raun- texta og þeir hafðir sem fjöl- breytilegastir, t.d. nýlegar blaða- greinar, auglýsingar, kannanir, teiknimyndasögur, skrýtlur, söngtextar og raunar allt það sem til fellur. I þessum textum koma þjóðfélags- og menningar- hættir skýrt fram. Fara má í text- ana á ýmsan veg, t.d. að skoða myndir og lesa merkingu úr þeim eða að kafa djúpt ofan í skrifaðan texta. Þannig mætti t.d. kynna sögu Frakklands á dögum Róm- verja í gegnum myndasögurnar um Ástrík. Merkileg tilraun var í gangi við útlendingadeildina sem vakti mikla hrifningu hjá okkur. Nem- endur ásamt kennaranum settu á svið eitt valið franskt leikrit. Nemendur æfðu verkið í eina önn og buðu síðan félögum sínum og öðrum sem áhuga höfðu á leik- sýningu í lokin. Okkur var boðið á uppfærslu þeirra á leikriti Moliéres, Imyndunarveikinni. Það var ótrúlegt að sjá hversu vel nemendur, sem jafnvel höfðu aðeins lært frönsku í nokkra mán- uði, gátu tjáð sig á frönsku og hversu sjálfsöruggir þeir voru. Ekki var hægt að sjá hvorir skemmtu sér betur, áhorfendur eða leikarar. Ekki er hægt að segja annað en að við höfðum bæði gagn og gam- an af þessu námskeiði. Móttökur voru frábærar og umhverfið mjög skemmtilegt. Það að vera öll saman á einum stað gaf okkur nýliðunum einnig kost á að kynn- ast hinum frönskukennurunum. Viljum við enn og aftur þakka franska menningarfulltrúanum á Islandi og kennurunum í Frakk- landi fyrir vel heppnað nám- skeið. Við hlökkum til þess næsta. Ingibjörg Halla Hjartardóttir, Ingunn Garðarsdóttir, tjölbrautaskólanum við Armúla 15

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.