Málfríður - 15.11.1991, Page 18

Málfríður - 15.11.1991, Page 18
mikið og hægt var af töflu sem þeim var afhent. Að því búnu var hópunum skipt upp, þannig að hver nýr hópur samanstóð af full- trúum frá öllum hópunum og síð- an voru bækur bornar saman. Ekki skal hér fjallað nákvæmlega um í hverju verkefnið fólst, en það sem vakti athygli var að þar var notast við einföld, gamaldags mónó kassettutæki og með sér- stöku millistykki mátti tengja allt að sex heyrnartól í hvert tæki. Þennan einfalda útbúnað má panta frá Englandi, en með hon- um opnast möguleiki til hóp- vinnu við hlustun í kennslustund, þar sem hóparnir geta unnið með sitt efni hver án þess að trufla aðra. Þetta hefur vitaskuld í för með sér einhvern stofn- kostnað, en einföld heyrnartól eins og notuð eru við vasadiskó eru ekki dýr og margir skólar eiga sjálfsagt enn gömul segul- bandstæki sem tekin hafa verið úr almennri notkun. Annað skemmtilegt hlustunar- efni var úr kennslubók sem nefn- ist Oxford Supplementary Skills: Listening Advanced og fjallaði um kvikmyndir. Byrjað var á að hlusta á stutt kafla úr kvikmynda- tónlist og nemendur áttu að ræða hvaða hugrenningartengsl vöknuðu með þeim við að heyra tónlistina, hvers konar kvikmynd var um að ræða, hvað þeir sáu fyrir sér, það er, svið, persónur, klæðnað, tímabil og svo framveg- is. A eftir kom nánari umfjöllun um kvikmyndagreinar (genre), með frekari orðaforða-, tal- og hlustunaræfingum. Blönduð kennsla „Blönduð kennsla", eða hvern- ig kenna megi misfærum nem- endum í sama bekk eða hóp er vandamál sem flestir kennarar kannast við. Mál þetta bar oft á góma í Edinborg og sýndu kenn- arar okkar nokkur dæmi um hvernig útbúa mætti sama verk- efnið þannig að það gæti hentað misgóðum nemendum. Eitt slíkt var hlustunarefni þar sem kenn- ari les upp stutta frásögn, sem þó er allflókin með margvíslegum smáatriðum. Bekknum er skipt upp í fjóra hópa og má þá skipa þeim bestu og lélegustu saman svo lítið beri á, og fær hver hóp- ur verkefni við hæfi. Allir hóparn- ir eiga að endursegja söguna. Erf- iðasta verkefnið felst einfaldlega í að endursegja sögnuna án nokk- urs að styðjast við, en því auð- veldasta fylgir grind með orða- forða úr sögunni. Verkefnablöðin þar á milli eru með spurningum og/eða nokkrum lykilorðum. Kennarinn fer yfir helstu þætti sögunnar með öllum bekknum á töflu í lokin og er þá mikilvægt að fá helstu lausnir frá öllum hópun- um. Þar gefst gott tækifæri til að fara í orðaforða, stafsetningu, málfræði og fleira sem kann að koma upp, auk þess að fá rétt at- riði sögunnar. Annað dæmi um slíka blandaða kennslu er myndstíll, þar sem nemendur í einum hóp fá hver sína mynd sem þeir mega ekki sýna hinum, aðeins lýsa. I öðrum hópnum fá allir að sjá myndaröðina, og í þeim þriðja fá nemendur bæði myndaröð og setningar sem þeir eiga að velja úr og raða í rétta röð. Einnig má breyta þessu meira til að fá enn meiri breidd í verkefnin, til dæmis með því að gefa orð eða grófa efnisgrind. Lokaútkoman ætti að verða nokkurn veginn hin sama. Sál- fræðileg áhrif eru að líkum já- kvæð, því svo framarlega sem ekkert er gefið upp um að hóp- arnir hafi fengið miserfið verkefni ætti öllum að finnast sem þeim hafi tekist að leysa það vel af hendi. Gæta verður þess að breyta hópaskiptingunni reglu- lega til þess að vinna gegn möguleikunum á neikvæðum „stimplum", og einnig er rétt að minnast þess að stundum er betra að hafa misgóða nema sam- an í hóp. Einnig er rétt að hafa í huga við skiptingu í hópa að nemendur eru ekki aðeins mis- jafnlega færir í málinu, heldur að þroska, áhuga og persónuleika, og allt getur það skipt máli. Lestur Varðandi lestrarkennslu var mest áhersla lögð á að lesturinn virðist þjóna einhverjum tilgangi fyrir nemandann, jafnvel þótt hann sé venjulega tilbúinn. Til- gangurinn getur verið margs kon- ar svo sem leita svara við ein- hverju, leita upplýsinga, leita staðfestingar eða svala forvitni eða fróðleiksþorsta. Lestraræf- ingar geta krafist misvandlegs lesturs, verið einar og sér eða fléttaðar inn í margþætta æfingu ásamt tali og ritun. Meðal skemmtilegra lestraræfinga sem lagðar voru fyrir á námskeiðinu var upphitunaræfing sem fólst í hraðlestri og leit að upplýsing- um. Bekkjarhópnum er skipt upp í nokkur lið sem keppa um hvert verður fyrst að finna réttu lausn- irnar. Kennari hefur áður klippt tíu ferðaauglýsingar frá ýmsum stöðum í heiminum út úr tímarit- 18

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.