Málfríður - 15.11.1991, Qupperneq 20

Málfríður - 15.11.1991, Qupperneq 20
I síðasta blaði voru birtar hugmyndir frá Sigríði Guttormsdóttur, Reykholtsskóla Biskupstungum. Hún skoraði á Inga Viðar Arnason, Hagaskóla, að koma með góðar hugmyndir. Ingi Viðar brást vel við eins og hér sést. NOTKUN SÖNGTEXTA í ENSKUKENNSLU Einn af þeim þáttum ensku- kennslu sem við höfum jafnan reynt að leggja nokkra rækt við í mínum skóla er þjálfun í hlustun. Mikið er fáanlegt af slíku efni frá enskum forlögum, svo sem Hein- eman, Nelson o.fl. og hefur lengi verið notað í íslenskum skólum. I Hagaskóla hafa enskukennar- ar lengi haft þann hátt á að skipta kennslustundum í ensku þannig að aðalnámsbók er kennd tvær stundir á viku. I einni kennslustund er farið í málfræði og einni eða a.m.k. hálfri viku- stund er varið til hlustunaræf- inga. Auk hefðbundinna hlustunar- verkefna sem byggjast á því að hlusta eftir margs konar upplýs- ingum og fylla inn á eyðublöð, tengja myndir við samtöl eða stutta lýsingu o.s.frv., hefur reynst ágæt og kærkomin til- breyting að koma til móts við nemendur á sviði sem er eins konar „heimavöllur“ þessa aldur- skeiðs, en það eru dægurlög og textar á ensku, bæði eldri og ný. Val á lögum fer fram með tvenns konar hætti. I fyrstu var það kennarinn sem valdi lög og texta en á síðustu árum hefur nemend- um æ meir verið gefinn kostur á að koma með lög og texta sem þeir þekkja, hlusta á og vilja gjarnan kynna félögum sínum. Að sjálfsögðu verður að vanda þetta val — einkum er nauðsyn- legt að textinn sé ,,bitastæður“ og hæfilega orðmargur. Þá verð- ur flutningur að vera nægilega góður, textaframburður skýr og fullnægja framburðarkröfum, og undirleik þannig hagað að hann yfirgnæfi ekki flutning textans. Þessa texta hef ég kallað „Cloze test“ texta og á nokkrum síðustu árum hefur enskudeild skólans eignast góðan stofn slíkra texta, ásamt upptökum á snældum sem eru notaðar í öllum árgöngum. Líkt og gert er í eyðufyllingar- verkefnum eru orð tekin út úr textanum, þó ekki með ákveðnu millibili, t.d. sjöunda hvert orð. í söngtexta ræðst þetta frekar af línunum, þ.e. oftast hentar að hafa eina eða tvær eyður í hverri Iínu. Þá gefst líka möguleiki á að hafa endarímið til stuðnings með því að taka út síðustu orð í lín- um. Hér á eftir eru dæmi um texta sem mér hefur gefist vel að nota á þennan hátt. 20

x

Málfríður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.