Málfríður - 15.11.1991, Side 25

Málfríður - 15.11.1991, Side 25
Zoom In eftir Henny og Geddes (OUP 1987) og Newsbrief frá BBC Enterprises. Benti Marion Gedd- es á eina aðferð sem styðjast mætti við þegar kennsla með notkun raunverulegra sjónvarps- þátta er skipulögð. ÁÐUR EN HORFT ER 1. Efnið kynnt. 2. Undirbúningur fyrir hlustun og skilning — orðaforði — menningarlegir þættir. 3. Nemendur gerðir virkir. Á MEÐAN HORFT ER 4. Horft með athygli á fyrir fram ákveðin atriði. EFTIR SÝNINGU 5. Umræða um efnið. 6. Áframhaldandi umfjöllun sem felur í sér — lestur — ritun — tal — hlustun. 7. Æfingar í málnotkun. Mjög gagnlegt var að fá í hend- ur lista yfir kennsluefni sem til er á myndböndum ásamt umsögn leiðbeinandans. Undirritaðri fannst einnig ómetanlegt að fá til- sögn í því hvernig hægt er að bera sig við að dæma um kennsluefni sem til er á mynd- böndum með tilliti til markmiða, efnis og kennsluaðferða. Á öðrum degi námskeiðsins skiptu þátttakendur sér í hópa þar sem þeir spreyttu sig á að beita þeim hugmyndum og að- ferðum sem kynntar höfðu verið deginum áður. Einn hópur horfði á hluta af myndbandi og ákvað í framhaldi af því hvaða aldurshóp og getu- stigi hann myndi henta og hvern- ig nota mætti þáttinn í kennslu. Annar hópur undirbjó stuttan hluta úr kennsiustund þar sem myndband var notað og „kenndi“ síðan hinum. Ýmsum þeim að- ferðum sem frá var greint hér að ofan var beitt og tókst mjög vel. Undirrituð kaus að taka þátt í hóp sem tók að sér að skoða hversu vel tiltekið efni félli að kennslu á framhaldsskólastigi. Horft var á hluta af myndbandi sem valið var af handahófi, auk þess sem meðfylgjandi kennslu- bók var skoðuð. Flestir kennarar hafa eflaust orðið fyrir því, að kennslubókin sem pöntuð hafði verið og leit svo vel út í bæklingi útgefandans reyndist ekki svo góð þegar á hólminn var komið. Fengu meðlimir hópsins í hendur atriðalista með nokkuð yfirgrips- miklum spurningum. Þarna var m.a. spurt um helstu áherslu- þættina og þá aðferðafræði sem kennsluefnið byggir á (structural, functional, thematic, situational o.s.frv.), hvers konar mál er not- að (æft, óæft), áhugasvið, gæði myndbands, fjölbreytileika ítar- efnis og kennsluaðferða og þar fram eftir götunum. Listi sem þessi er ómetanlegur við mat á kennsluefni og á án nokkurs vafa eftir að nýtast vel við val á til- búnu námsefni í framtíðinni, sem og við gerð eigin námsefnis. Síðari hluta dagsins ræddi Marion Geddes um það hvernig við getum sjálf notað myndatöku- vélina við kennslu og þá sérstak- lega við verkefnagerð með nem- endum. Nokkrir kennarar greindu frá reynslu sinni á þessu sviði og bar jaeim saman um að gerð eigin myndefnis gæti borið góðan árangur en krefðist jafn- framt góðs undirbúnings og tölu- verðrar handleiðslu af hálfu kennarans, t.d. aðstoð við orða- forða og málnotkun. Bent var á ýmis tæknileg atriði við mynda- töku og hvernig best væri að leið- beina nemendum þannig að út- koman yrði skemmtileg. Hægt er að setja á svið rabbþætti, leika leikrit, eða tala inn á mynd. Marion Geddes benti einnig á hvernig hægt er að gera heimilda- mynd með því að nota myndir úr bókum, póstkort og litskyggnur og klippa saman. Nemendur skrifa síðan eigin texta við mynd- ina og sýna félögum sínum. Onn- ur hugmynd felur í sér að taka mynd af t.d. fjórum aðilum sem svara spurningu og fá síðan aðra nemendur til að geta sér til um hver spurningin var. Einnig er hægt að taka mynd í herbergi, á skrifstofu eða einhverjum öðrum stað og spyrja síðan hvar þetta sé. Nemendur svara á ensku og viðeigandi orðaforði er æfður. Gerð slíkra verkefna þarf ekki að vera svo tímafrek séu þau vel skipulögð og undirbúin og gætu svo sannarlega leyst af hólmi marga ritgerðina, flestum til ó- blandinnar ánægju. Á síðasta degi námskeiðsins var fjallað um samtengingu fjöl- miðlafræði og enskukennslu og notkun myndbanda við bók- menntakennslu. Margir spyrja eflaust hvernig tengja megi fjölmiðlafræði við enskukennslu og hvort þessar greinar eigi yfirleitt samleið. Marion Geddes taldi þarna ó- plægðan akur við að auka á fjöl- breytileika kennslunnar. Við kennum jú bókmenntarýni í efri á- föngum framhaldsskólastigsins, svo því ekki að kenna fjöl- miðlarýni? Hér er um tiltölulega nýja námsgrein að ræða, mál- notkun er þar í fyrirrúmi og hún getur haft hvetjandi áhrif við málanámið. Fréttir og fréttatengt efni er gott dæmi um daglegt mál eins og það er notað af ensku- mælandi fólki um allan heim og er mikilvægt að kynna það fyrir nemendum. Hægt er að fjalla um efnið frá ólíkum hliðum og þarf jDað alls ekki að vera með orða- forðaæfingum eða beinum skiln- ingsspurningum. Til dæmis má fjalia um efni fréttanna frá mis- munandi sjónarhornum í litlum hópum, sem síðan greina öðrum frá niðurstöðum sínum. Hér ber að hafa í huga þá grundvallar- reglu sem frá er greint hér að ofan, að það er ekki alltaf það málfar og sá orðaforði sem er á myndbandinu sem er mikil- 25

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.