Málfríður - 15.11.1991, Qupperneq 27

Málfríður - 15.11.1991, Qupperneq 27
NAMSKEIÐ FYRIR SPÆNSKUKENNARAí BARCELONA Það var með nokkrum kvíða sem haldið var af stað til Barcelona um mánaðamótin júní—júlí og var það ekki einung- is vegna hitans og rakans sem venjulega eru ríkjandi þar á þeim árstíma, heldur líka óvissan um hvað var verið að halda útí Jú, það átti að halda námskeið fyrir spænskukennara víða að úr Evr- ópu á vegum Evrópuráðs, en tím- inn hafði verið mjög naumur til að afla nánari upplýsinga. Okkur hafði verið sent símanúmer skipuleggjanda námskeiðsins, sem reyndist vera rangt og þurfti slátrari nokkur I Barcelona sífellt að neita og þverneita því að hann væri kennari. I þessu eina bréfi sem okkur barst hafði þó verið nefnt að við ættum frátekin her- bergi á hóteli við aðalgötu borg- arinnar, hina frægu Las Remblas. Og þá varð bara að halda þangað og bíða þess að málin skýrðust. Þrátt fyrir aðvarandi orð um að Spánverjar væru frekar slakir í skipulagningu námskeiða, kom á daginn að allt var afbragðsvel skipulagt og farið með okkur kennara eins og höfðingja. Hótel- ið var eitt besta hótel borgarinn- ar (nema að það var engin loft- ræsting!) og starfslið þess það allra besta. Við komuna þangað var okkur afhent þykk mappa með öllum upplýsingum um nám- skeiðið og strax boðið til kvöld- verðar. Þarna dvöldum við öll 18 í þessar tvær vikur og þoldum saman súrt og sætt. Mánudagurinn 1. júlí rann upp hlýr og heiður. I Escuela Oficial de Idiomas, sem er 7 hæða bygg- ing skammt frá Las Ramblas, styttunni af Kristófer Kólumbusi og höfninni frægu, kynntumst við kennurum námskeiðsins og hvert öðru þennan fyrsta dag svo vel að þaðan í frá var eins og við hefðum öll verið kunningjar frá ómunatíð. Isinn var brotinn. Verkefnin voru aðallega tví- þætt. Annars vegar umræða og gerð verkefnis af kennslufræði- legum toga. Hins vegar verkefni við fyrirlestra um stöðu mennta- mála á Spáni, bókmenntir, tón- list, kennslufræðileg málefni eins og stöðu kennarans í skólum í dag og þátt mistaka í kennslunni. Einnig fengum við nokkra fræðslu um málfræðileg efni og daglegt málfar. Til skemmtunar var okkur boðið að heimsækja og fræðast um þinghús og þing Katalana, endurskipulagningu borgarinnar vegna Ólympíuleik- anna á næsta ári og umhverfi Barcelona. Verkefnin voru næg og tíminn ákaflega naumur, enda kom á daginn að við flest okkar unnum allt upp í 10 tíma á dag. Öll vinna var unnin í hópum og fylgdust kennarar ákaflega vel með framvindu hvers verkefnis með því að afhenda okkur blöð til útfyllingar fyrir hvert stig verk- efnis. Til dæmis má nefna blað 1: áhugamál á sviði kennslufræði; blað 2: áhugamál á sviði félags- og menningarmála; blað 3: hvar á að byrja þegar vinna á verkefni? Við kennarar þurftum síðan að standa upp og leita að þeim sem höfðu valið sambærileg verkefni og mynda þannig hópa. Við úr- vinnslu verkefna fengum við stöðugan straum af blöðum og fannst sumum okkar nóg um, en það er augljóst að af þessum vinnubrögðum má læra mikið, t.d. geta skipuleggjendur fylgst vel með allri framvindu og dæmt um hvort rétt hafi verið farið að og við nemendurnir vorum mjög meðvitaðir um hvert einstakt stig vinnunnar, sem oft vill gleymast í önnum kennslunnar. Að vísu má segja að vinnan tafðist dálítið við þessa skýrslugerð, því oft þurfti dálítið að samræma hugmyndir okkar um verkefnin og aðferðirn- ar og reyndi oft á þolrif Islend- ingsins í hópnum sem vanur var að vinna einn síns liðs! En við höfðum gott af þessu. Fyrra hópverkefni undirritaðr- ar fjallar um samskipti í tímum á milli kennara og nemenda og nemenda sín á milli og gagnrýni á kennslubókum út frá samskipta- möguleikum. Þarna gafst í fyrsta skipti tækifæri til að skiptast á skoðunum um þessi málefni og sjá hvaða bækur féllu vel til þess að örva samskipti. Var þessi þátt- ur einkar gagnlegur því við hérna á Islandi höfðum verið nokkuð einangruð og ekki átt kost á því að skoða vel hvað er í boði í kennslugögnum. Kom í Ijós að á undanförnum árum hafa Spán- 27

x

Málfríður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.