Málfríður - 15.11.1991, Síða 28

Málfríður - 15.11.1991, Síða 28
verjar sjálfir lagt sig mikið fram um að semja góðar kennslubæk- ur handa útlendingum. Langar mig að nefna þar Intercambio eft- ir Lourdes Miguel og Neus Sans, sem virðist sérlega vel samin ef samskipti og talörvun eru höfð í huga. Onnur bók, sem reyndar er samin af tveimur kennurum nám- skeiðsins ásamt fleirum, fannst okkur líka nokkuð góð. Heitir hún Para empezar. Seinna verkefnið fjallar um kvikmyndir seinni ára. Akaflega viðamikið verkefni sem vinna þurfti á þremur dögum. Varð nið- urstaðan sú að við völdum tvær myndir til umfjöllunar út frá mannlegum samskiptum, sérstak- lega samskiptum kvennanna og skoðuðum við stöðu þeirra á tveimur ólíkum tímabilum í sögu Spánar eins og þær eru túlkaðar í myndunum tveimur. Fyrri mynd- in La Colmena er gerð eftir bók Camilo José Cela og fjallar um Spán eftirstríðsáranna. Sú síðari ,;Qué he hecho yo para merecer esto? eftir Pedro Almodovár fjall- ar um líf konu í úthverfi Madrid- borgar á níunda áratugnum. Var þetta ákaflega fræðandi umfjöll- un og ein niðurstaðan sú að gleðikonurnar í myndunum voru þær sem ánægðastar voru með hlutverk sitt og eðlilegastar í samskiptum. Má gera þá athuga- semd hér að leikstjórar og höf- undar beggja handrita eru karl- menn! Það var ákaflega þreyttur hóp- ur sem hélt heim á leið eftir vik- urnar tvær í höfuðborg Katalón- íu. Ibúar Barcelona höfðu tekið ákaflega vel á móti okkur og veitt okkur vel og af mikill gestrisni. Hafi þeir kærar þakkir fyrir. Við höfðum haft tækifæri til að stunda fag okkar mitt í þessu tví- mála héraði og séð að þar er hægt að læra spænsku um leið og við sáum að katalónskan er málið sem blífur. Var þetta ákaf- lega frumleg hugmynd og snjöll af hálfu menntamálaráðuneytis- ins spænska. Guðrún H. Tulinius M.H. Frönsk-íslensk orðabók Árið 1950 gaf ísafoldarprent- smiðja út íslensk-franska orða- bók eftir Belgann Gérard Boots og þremur árum síðar fransk- íslenska orðabók. Áriðl973 var svo gefin út hjá Orðabókaútgáf- unni frönsk-íslensk og íslensk- frönsk vasaorðabók eftir Gérard Chinotti og Elínborgu Stefáns- dóttur. Hafa þessar orðabækur gagnast Islendingum við frönsku- nám og -þýðingar í mörg ár. Lengi hefur þó legið ljóst fyrir að orðabækur þessar eru ekki nógu ítarlegar og oft hefur verið bent á mikla nauðsyn þess að vinna að nýjum orðabókum og gefa þær út. I byrjun árs 1989 valdi Félag frönskukennara fimm manna orðabókarnefnd og skyldi hún vinna að því að finna útgefendur að nýrri fransk-íslenskri orðabók. Bjartsýni ríkti um framgang þessa máls því árið 1983 var gerður samningur milli Frakk- lands og Islands um samvinnu á sviði menningar og vísinda og vonuðust menn til að gerð nýrrar orðabókar rúmaðist innan hans. Enda fór svo að franska og ís- lenska ríkið ákváðu að veita styrk til verksins. Samkomulag náðist við Bókaútgáfuna Örn og Örlyg sem sér vinnuhópnum fyrir vinnuaðstöðu og faglegri ráðgjöf. Bókaútgáfan keypti einnig á tölvudiskettum frönsk-frönsku orðabókina MICRO-ROBERT sem ákveðið hafði verið að styðjast við við gerð nýrrar fransk- íslenskrar orðabókar. í byrjun janúar 1991 hófu tveir starfsmenn vinnu við orðabókina og í ágúst bættust tveir nýjir við. Eru það kennarar sem hafa fengið leyfi frá kennslu til að vinna þetta verk. Áætlað er að það taki fimm starfsmenn þrjú ár að ljúka verk- inu. Reiknað er með að bókin verði 30-35 þúsund flettiorð. Fer vinnan að öllu leyti fram á tölvu og mun þetta vera í fyrsta skipti sem íslensk orðabók er unnin frá upphafi á tölvugrunni. Undirbúningur verksins tók lengri tíma en vinnuhópurinn hafði búist við en samtímis því að lokið er við fyrsta stafinn er einnig lokið við að fastsetja vinnuaðferðir og framsetningu verksins. Áætlað er að bókin komi út á árinu 1994. F.h. ritstjómar Sigríður Anna Guðbrandsdóttir ritstjóri 28

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.