Málfríður - 15.11.1991, Side 29

Málfríður - 15.11.1991, Side 29
FRETTIR — FRETTIR — FRETTIR Frá félagi norsku- og sænskukennara Á síðasta aðalfundi Félags norsku- og sænskukennara sem haldinn var 5. desember sl. urðu nokkrar breytingar á stjórn fé- lagsins. Stjórnina skipa nú: Gunnlaug Thorarensen, formað- ur, Ingegard Narby, varaformaður, Birgit Nyborg, gjaldkeri, Björg Á. Juhlin, gjaldkeri, Sigrún H. Hallbeck, ritari, Anne Berit Mörch, meðstjórn- andi. Úr stjórninni gengu: Ingibjörg Sigurðardóttir, María Þorgeirsdóttir. Gunnlaug Thorarensen lauk prófi frá KHI vorið 1980. Réðist sama ár til kennslu í Fjölbrauta- skóla Vesturlands og kenndi þar stærðfræði. Ári síðar flutti hún til Svíþjóðar og bjó þar í 8 ár. I Sví- þjóð stundaði hún kennslu og sótti ýmis námskeið. Hún kennir nú sænsku í 6.-10. bekk í Árbæj- arskóla og Valhúsaskóla. Frá félagi dönskukennara Námskeið í sumar hafa verið haldin tvö námskeið fyrir félagsmenn. Síð- ustu vikuna í júní var haldið NORDSPRÁK-námskeið í Lofthus við Harðangursfjörð í Noregi. Viðfangsefni þessa námskeiðs var Rokkmenning á Norðurlönd- um (Rockkultur i Norden). Fjall- að var um rokkið sem sögulegt, félagslegt og menningarlegt fyrir- brigði. Fimm Islendingar tóku þátt í þessu námskeiði þar sem m.a. Gestur Guðmundsson félags- fræðingur hélt erindi um rokk- menningu og rokkmyndabanda- gerð á Islandi. Dagana 15.-17. ágúst var hald- ið námskeið í málaðgerðum og samtalsgreiningu í Norræna hús- inu. Fyrirlesari var John Edels- gárd Andersen frá háskólanum í Kaupmannahöfn. Þátttakendur voru 20. Um þessar mundir er Jens Hougaard, lektor frá Árósarhá- skóla, staddur hér á landi. Jens hefur boðist til að halda fyrirlest- ur fyrir félagsmenn um „Bókmenntir og kynhlutverk“. Fyrirlestur þessi var haldin í Nor- ræna húsinu laugardaginn 12. okt.. Dagana 26. febrúar til 1. mars 1992 verður haldið námskeið á vegum Nordsprák. Námskeiðið er ætlað fyrir framhaldsskólakenn- ara og verður haldið í Finnlandi. Námskeiðið ber heitið „Den store ábning" og undirheitið „Internationalisering og den nye teknik". Tilgangur námskeiðsins er að fá þátttakendur til að ræða hvaða áhrif þessi hugtök hafa á kennslu norrænna tungumála þegar þau eru kennd sem erlencl tungumál. Ráðgert er að fara dagsferð til Tallinn, höfuðborgar Eistlands. Námskeiðið verður kynnt nánar í næstu fréttabréfum félagsins og í BK-blaðinu. Nýtt myndband I febrúar s.l. var Félagi dönsku- kennara úthlutaður styrkur frá Norrænu ráðherranefndinni til þess að gera myndband til notk- unar í dönskukennslu á Islandi. Hafdís Ingvarsdóttir var fengin til að hafa umsjón með framleiðslu myndbandsins. Handritsgerð og upptaka fór fram í vor og í sumar en myndbandið var fullklárað í september. Áætlað er að láta kennara í 4-5 skólum nota mynd- bandið í haust og einnig verður samið verkefnahefti með band- inu. Áætlað er að gefa út mynd- bandið og heftið fyrir upphaf haustannar 1992. Mál og menn- ing mun sjá um dreifingu og sölu þessa kennsluefnis. Frá félagi frönskukennara Frá félagi frönskukennara er það helst að frétta að haldið var námskeið í Montpellier í júní sl. Að þessu sinni voru kynntir þrír efnisflokkar. 1. Appproche communicative (kennsluaðferð byggð á tjáskipt- um). 2. Compétance socio- culturelle (mál, menning og fé- lagslegt umhverfi námsins). 3. Málfræði og kennsla frönsku sem erlends tungumáls (F.L.E.). Námskeiðið var mjög vel sótt (28 þátttakendur af 40 félögum) og þótti takast í alla staði vel sem var ekki hvað síst franska sendi- ráðinu á íslandi að þakka sem styrkti Félagið. Fulltrúi félagsins í FIPF (Al- þjóðasamtökum frönskukennara) Fanný Ingvarsdóttir sat aðalfund 29

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.