Bæjarins besta

Tölublað

Bæjarins besta - 08.01.1992, Blaðsíða 3

Bæjarins besta - 08.01.1992, Blaðsíða 3
BÆJARINSBESIA • Miðvikudagur 8. janúar 1992 3 Afrekaskrá Helgu fyrir árið 1991 Mars: íslandsmeistari innanhúss í 50 metra, 100 metra og 200 metra skriðsundi, íslands- meistari í 200 metra fjór- sundi og silfurverðlaun í 400 metra skriðsundi. April: A og B úrslit í heimsbik- arkeppni í sundi sem haldin var i Kanada. Maí: Gullverðlaun á Olympíu- leikum Smáþjóða í 50 og 100 metra skriðsundi, í 4x100 og 4x200 metra skrið- sundi og 4x100 metra fjór- sundi. Pá vann hún til silfur- verðlauna í 200 metra skriðsundi. Júní: Alþjóðlegt sundmót sem fram fór í Cannes í Frakk- landi. 3. sæti í B-úrslitum í 100 metra skriðsundi og 7. sæti í A- úrslitum í 50 metra skriðsundi. Þá vann hún gullverðlaun í 100 metra skriðsundi á alþjóðlegu sundmóti Ægis í Reykjavík og silfurverðlaun í 200 metra skriðsundi. Júlí: íslandsmeistari utanhúss í 100 metra skriðsundi og bronsverðlaun í 100 metra baksundi. Ágúst: Þátttakandi í Evrópu- meistaramótinu í sundi sem fram fór í Aþenu. Árangur: 25. sæti í 200 metra skrið- sundi. 24. sæti í 100 metra skriðsundi og 23. sæti í 50 metra skriðsundi. Nóvember: Háskólamót í Rama Jama í Alabama í Bandaríjunum. 4. sæti í 200 metra skrið- sundi, 4. sæti í 100 metra skriðsundi og 6. sæti í 50 metra skriðsundi. Þess má geta að á þessu móti keppti margt besta sundfólk heims- ins, þar á meðal Angel Mayers sem er hraðasta skriðsundskona heimsins í dag, en hún æfir með sama liði og Helga í Alabama. Helga hefur sett stefnuna á Olympíuleikana næsta sum- ar og mun hún reyna viö lág- mörkin í febrúar næstkom- andi. • Foreldrar Helgu Sigurðardóttur, íþróttamanns ísafjarðar 1991, Helga Jóakimsdóttir og Sigurður B. Þórðarson taka við viðurkenningunni fyrir hönd dóttur sinnar. Það var Einar Garðar Hjaltason forseti bæjarstjórnar Isafjarðar sem afhenti bikarinn. Iþróttir / sund: Helga Sigurðardótjir kjörin íþróttamaður ísa fjarðar í fjórða sinn • Helga Sigurðardóttir. FIMMTUDAGSKVÖL- DIÐ 2. janúar síðastlið- inn fór fram á Hótel Isafirði kjör íþróttamanns Isafjarðar fyrir árið 1991. Að sögn að- standenda valsins komu margir til greina við útnefn- inguna en niðurstaðan varð sú að Helga Sigurðardóttir sundkona úr Vestra hlaut titilinn „íþróttamaður Isa- fjarðar 1991“. Er þetta í fjórða sinn sem Helga hlýt- ur þennan titil en fyrst var hún kjörin árið 1986, þá 1989, 1990 og núna 1991. Engum dylst um það að Helga er vel að þessari nafn- bót komin eins og afreka- skrá hennar sýnir. Helga hefur verið í stöðugri fram- för og æfir nú stíft í Ala- bama þar sem hún stundar nám. Helga gat ekki verið viðstödd útnefninguna að þessu sinni og tóku foreldrar hennar Helga Jóakimsdóttir og Sigurður B. Þórðarson við viðurkenningunni fyrir hennar hönd. Tíu aðrir ísfirskir afreks- menn fengu einnig viður- kenningu við útnefninguna en til þess að hljóta viður- kenningu þurftu þeir að hafa sett íslandsmet á árinu, hafa orðið fslandsmeistarai eða hafa verið valdir í lands- lið í sinni íþróttagrein. Þeir sem hlutu viðurkenningu að þessu sinni voru skíðafólkið Arnar Pálsson, Daníel Jak- obsson, Gísli Árnason, Arn- ór Þ. Gunnarsson, Ásta Halldórsdóttir og Sigurður Friðriksson og sundfólkið Helga Sigurðardóttir, Pálína Björnsdóttir, Hall- dór Sigurðsson og Hlynur Tryggvi Magnússon. Bæjarins besta óskar af- reksfólkinu til hamingju með viðurkenningarnar og Helgu með sæmdarheitið „íþróttamaður ísafjarðar 1991“. ísafjarðarkaupstaður Skíðasvæðið Seljalandsdal Starfsmann vantar á skíðasvæðið frá 20. jan. - 1. maí 1992. Upplýsingar í síma 3793-3722. Um- sóknarfrestur er til 17. jan. 1992. Skíðasvæðið. Bakkaskjól - leikskóli Óskum eftir að ráða starfsmann í 50% starf eftir hádegi. Nánari upplýsingar gefur leikskóla- stjóri í síma 3565. Laust starf Óskum að ráða starfsmann til starfa nú þegar á skrifstofu félagsmálastjóra. Um er að ræða 50% starf fulltrúa fél- agsmálastjóra. Æskilegt er að umsækj- endur hafi kennara- eða fóstrumennt- un. Allar nánari upplýsingar gefur fél- agsmálastjóri á skrifstofu sinni eða í síma 3722. Félagsmálastjóri. Vantar þig vinnu? Við leitum að hressum starfskrafti til af- greiðslustarfa nú þegar, eða eftir samkomulagi. Vinnutími fyrir hádegi, eftir hádegi eða allan daginn. Einnig vantar starfskraft til ræstistarfa. Upplýsingar gefur Ruth. Gamla bakaríið Aðalstræti 24 ísafirði, sími 3226 Þakkir Ég vil senda öllum þeim sem sýndu mér vinarhug með gjöfum, blómum, skeytum og heimsóknum á 70 ára afmœli mínu þann 5. janúar sl., mínar innilegustu þakkir. Sigríður Aslaug Jónsdóttir Hlífll, ísafirði. TIL SÖLU! í þessu húsi, sem er að Sindragötu 6, ísafirði er til sölu pláss sem er 16 m. langt og 5 m. breitt. Lofthæð um 7 metrar. Upplagt pláss fyrir rútu- eða vörubílaeigendur. HANDTAK HF. sími3853 □ 0 ESSO n ™ ESSO 0 0 0 r F TILSOLU r □

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.