Bæjarins besta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bæjarins besta - 08.01.1992, Qupperneq 4

Bæjarins besta - 08.01.1992, Qupperneq 4
4 BÆJAMNSBBIA ■ Miðvikudagur 8. janúar 1992 Óháð vikublað á VestQörðum. Útgefandi: H-prent hf. Sólgötu 9, 400 ísafjörður S 94-4560. Ritstjóri: Sigutjón J. Sigurðsson S 4277 & 985-25362 Abyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson © 4101 & 985-31062. Blaðamaður: Gísli Hjartarson © 3948. Útgáfudagur: Miðvikudagur. Upplag: 3800 eintök. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Sólgötu 9, © 4570 • Fax 4564. Setning, umbrot og prentun: H-prent hf. Bæjarins besta er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið. r---------------------------1 Leiðarinn: ! Með raunsæi jog réttsýni... í Sá siður, að strengja heit um áramót er í heiðri hafð- i | ur af mörgum. Öllu jafnan eru áramótaheitin af hinu | I góða. Menn lofa sjálfum sér bót og betrun á einu eða I I öðru sviði. Við áramót líta stjórnmálaforingjar um öxl. Ara- • I mótahugleiðingar flokksformanna og leiðtoga þykja | I jafn sjálfsagðar og ræða útvarpsstjóra að loknu ára- I | mótaskaupinu. Atburðir ársins eru tíundaðir. Misjafn- i lega tekst þeim upp eins og gengur. Verst af öllu er þó, j I að þeir skuli sjaldnast finna eigið ágæti annars staðar en I | í niðrandi ummælum um andstæðingana. Áramótin eru tími spámannanna. Völvurnar hand- | ■ fjatla kristalkúlurnar og ábyrgðarmenn vinnumarkaðar- , ins ausa úr brunnum viskunnar um gengi á komandi ári. [ I Æði margir þeirra steyta á sama þröskuldinum og I | stjórnmálamennirnir. Eigin skoðunum verður ekki | j komið á framfæri nema lítilsvirða afstöðu annarra. Á Prettándanum fór síðasti jólasveinninn til fjalla. . • Að gömlum og góðum sið kvöddu menn þá jólin. Á I I Þrettándanum staðfestum við nábýlið við íbúa Huldu- | I heima, bjóðum þá velkomna til Mannheima, fögnum | i tignum gestum og setjum það ekki fyrir okkur þótt i nokkrar leiðindaskjóður hafi slegist í hópinn. íslending- . • ar hafa í aldir búið að mestu í sátt og samlyndi við I I huldufólkið, þótt einstaka sagnir fyrri tíma hermi að | stundum hafi slettst upp á vinskapinn. Við skulum | I halda fast í þá hefð að fagna með þessum grönnum okk- i J ar á Þrettándanum. I Jólin eru liðin. Hversdagsleikinn tekinn við. Störf I | morgundagsins eru mörg og margvísleg. Árið sem var | j að kveðja gaf tóninn. Á nýja árinu verður ekki setið | ■ með hendur í skauti. Verkefnin krefjast þess að allir . I leggist á árar. En til að svo megi verða þurfa leiðtogar I I okkar, hvort heldur þeir sitja á Alþingi eða í sveitar- | I stjórnum, að gefa fordæmið; fordæmið sem fellst í því, I | að byrðunum sem þegnarnir komast ekki hjá að axla i verði réttlátlega skipt. Það er eina leiðin til að við náum [ I saman nýrri þjóðarsátt. Með raunsæi sem kjölfestu og réttsýni að leiðarljósi | j náum við örugglega að sigla út úr ölduróti skerjagarðs- | [ ins, sem undanfarið hefur gefið á bátinn. s.h. I I__________________________________________________I Til leigu er helmingur af fólks- og vörubílastöðinni, við Sundahöfn, u.þ.b. 60 m2. Hentugt sem geymsluhúsnæði. Upplýsingar í símum 4184 og 3392 eftir kl. 19 á kvöldin. • Núverandi stjórn íshúsfélags ísfirðinga ásamt framkvæmdastjóra. F.v. Guðmundur Guðmundsson, Þorleifur Pálsson, stjórnarformaður, Jóhannes G. Jónsson, framkvæmdastjóri og Ásgeir Guðbjartsson. ísafjörður: / / Ishúsfélag Isfirðinga hf. 80 ára s IGÆR, þriðjudaginn 7. janúar varð Ishúsfélag Isfirðinga hf. á ísafirði 80 ára. Fyrirtækið hefur um áratuga skeið verið burðarás í atvinnuiífi ísfirðinga ásamt öðrum fisk- vinnslufyrirtækjum á ísafirði en í dag vinna hjá fyrirtækinu 100-140 manns, en fjöldinn fer nokkuð eftir árstíðum. Nú- verandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Jóhannes G. Jónsson og yfirverkstjóri Jón Kristmannsson, en hann hóf störf hjá fyrirtækinu árið 1958. Lítum aðeins nánar á sögu fyrirtækisins. íshúsfélag ísfirðinga hf. var stofnað 7. janúar 1912 og voru stofnendur flestir úr hópi útgerðarmanna og sjó- manna á ísafirði. Stofnun félagsins átti sér nokkurn aðdraganda og má rekja hana til þeirrar byltingar, sem varð í íslenskum sjávar- útvegi á síðasta áratug 19. aldar og kenna má við íshús- in. Með tilkomu þeirra varð útvegsmönnum kleift að frysta síld og aðra beitu ferska og geyma síðan til vertíðar. í fyrstu stjórn þess voru kjörnir þeir Ólafur F. Dav- íðsson, verslunarstjóri versl- unar Leonh. Tang í Hæsta- kaupstað, formaður, Jón B. Eyjólfsson, ritari og Árni Gíslason, meðstjórnandi. Gjaldkeri var kjörinn Jó- hann Þorsteinsson, kaup- maður og útgerðarmaður og hafði hann með höndum daglega stjórn félagsins fyrstu árin. Íshústímabil og hraðfrysti- tímabil Starfssögu Ishúsfélags Is- firðinga hf., má með mikl- um rétti skipta í tvö megin- tímabil: fshústímabilið, 1912-1936 og tímabil hrað- frystingar, frá 1936 og fram til þessa dags. Fyrsta verk- efni félagsins var bygging ís- húss, sem reis af grunni sumarið 1912 á sömu slóð- um og hraðfrystihús félags- ins stendur nú. Allt íshús- tímabilið var beitufrysting meginverkefni íshússins og fór hún þannig fram að á vetrum var ís tekinn af Poll- inum og tjörnum og honum safnað í húsið. Sumarið 1929 voru frystivélar keypt- ar í fshúsið, sem þá hafði verið stækkað og lagðist þá ístaka af að mestu. Rekstur íshúsfélags ís- firðinga gekk vel fram yfir 1930 en heimskreppan, sem hófst haustið 1929, hafði hins vegar í för með sér mikla erfiðleika í íslenskum sjávarútvegi og bitnuðu þeir m.a. á íshúsunum. Árið 1933 var svo komið að for- ráðamenn félagsins voru teknir að íhuga í fullri al- vöru, hvort nauðsynlegt gæti reynst að slíta félaginu, en svo fór ekki. Til hagræð- ingar var tekið upp náið samstarf við íshúsfélögin Glámu og Jökul, sem stofn- uð voru nokkru seinna en íshúsfélag ísfirðinga, og störfuðu í næsta nágrenni þess. Þrjú ísfélög sameinast í kjölfar stofnunar Fiski- málanefndar árið 1935, sem ætlað var að hafa forgöngu um nýjungar og nýsköpun í sjávarútvegi vaknaði áhugi á að breyta íshúsi íshúsfé- lags ísfirðinga í hraðfrysti- hús. Varð að ráði, vorið 1936 að íshús íélaganna þriggja, íshúsfélags Isfirð- inga hf., Glámu og Jökuls, voru sameinuð í eitt fyrir- tæki, íshúsfélag ísfirðinga hf. Hið nýja fyrirtæki festi strax kaup á tækjum til hraðfrystingar á fiski og hófst hraðfrysting á vegum félagsins í febrúar 1937. Um leið var allur rekstur félags- ins mun umfangsmeiri en áður og reyndist því nauð- synlegt að ráða sérstakan „framkvæmdastjóra út- ávið“, eins og það var kallað. Var það Jón Auðunn Jóns- son, alþingismaður. Fór hann m.a. til Bretlands á ár- inu 1938 til að selja fram- leiðslu hússins, auk þess sem hann átti drjúgan þátt í undirbúningi að stofnun Sölumiðstöðvar Hraðfrysti- húsanna, en íshúsfélagið hefur verið aðili að þeim samtökum frá upphafi eða frá 1942. Á styrjaldarárunum gekk rekstur frystihússins mjög vel og tóku þá ýmsir að renna hýrum augum til hlutabréfa í félaginu. Marg- ir hinna eldri hluthafa voru fúsir að selja sína hluti og árið 1943, var afráðið að selja Guðjóni E. Jónssyni útibússtjóra Landsbankans á ísafirði, og nokkrum fé- lögum hans meirihluta hlutabréfanna. Þar með hófst að vissu leyti nýtt skeið í sögu félagsins. Fyrir- tækið var leigt Karli Bjarna- syni, sem rak það um skeið, en eftir hann höfðu þeir Böðvar Sveinbjarnarson og Jón Kjartansson, oft kennd- ur við sælgætisgerðina Vík- ing í Reykjavík, reksturinn með höndum. Bæjarsjóður kaupir meirihluta hlutabréfa í apríl 1952 keypti Bæjar- sjóður ísafjarðar mikinn meirihluta í félaginu og tók Eyjólfur Jónsson við stjórn þess og hafði hana með höndum fram á mitt ár 1954 en þá var Baldur Jónsson ráðinn framkvæmdastjóri félagsins. Síðla árs 1957 seldi svo Bæjarsjóður ísa- fjarðar 5/6 hluta af hlutafé sínu í Ishúsfélagi ísfirðinga hf., eftirfarandi útgerðarfé- lögum í bænum, Gunnvöru hf., Hrönn hf., Magna hf., Samvinnufélagi ísfirðinga og Togaraútgerð ísafjarðar hf. Á árunum 1960 til 1970 keyptu Gunnvör hf., og Hrönn hf., hluti Samvinnu- félags ísfirðinga og Magna hf., og hafa síðan ráðið rekstri fyrirtækisins, aflað því hráefnis og eflt það mjög. Árið 1989 keypti svo Gunnvör hf., nýtt skip, sem gert var að frystitogara og missti þá Ishúsfélagið á þriðja þúsund tonn af hrá- efni, sem togari Gunnvarar hf., hafði áður skaffað því. Á því ári stofnaði íshúsfé- lagið og Fáfnir hf., á Þing- eyri Arnarnúp hf., sem keypti togarann Framnes og hefur gert hann út síðan. Einnig stóð íshúsfélagið að stofnun Magna hf., á ísa- t'rði, sem keypti bv. Fróða frá Ólafsvík, sem nú heitir Hafdís ÍS 25. Þetta er liður í því að bæta félaginu það hráefnistap, sem það hafði orðið fyrir. Árið 1991 keypti Hrönn hf., hluti bæjarsjóðs ísafjarðar og Togaraútgerð- ar Isafjarðar hf., í Ishúsfé- laginu og á þá 62% af hluta- fé félagsins, sem nú er 60 milljónir króna. Framleiðslu- verðmæti rúmur hálfur milljarður

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.