Bæjarins besta

Tölublað

Bæjarins besta - 08.01.1992, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 08.01.1992, Blaðsíða 8
— klorfrir ★ Launaseðlar fyrir öll algengustu launaforritin Lítið inn eða hringið, áður en þið leitið annað ■PRENT H SÓLGÖTU 9 ÍSAFIRÐI F S 4560 S 4570 Pöbbinn opinn föstudagskvöld kl. 23-03 Pöbbinn opinn laugardagskvöld kl. 23-03. Verið velkomin Víkurbær Skemmtistaður BolungarvíkS7130 ísáfjörður: Lögreglumálum fjölgaði á síðasta ári LÖGREGLAN á ísa- firði hefur tekið sam- an skýrslu yfir fjölda mála í umdæmi hennar fyrir árið 1991 og kennir þar ýmissa grasa. Þar kemur m.a. fram að innbrotum fækk- aði úr 51 máli árið 1990 í 44 á síðasta ári en þjófnaðar- málum fjölgar aftur á móti um 15 mál úr 36 í 51 árið 1991 og munar þar mest „almenna“ þjófnaði og nytjastuld á reiðhjólum en heildarfjöldi mála sem lög- reglan þurfti að hafa af- skipti af jókst um 271 mál á milli ára, úr 1.211 málum árið 1990 í 1.482 mál árið 1991. Líkamsárásum fjölgaði um þrjár úr 36 í 39 og vekur þar athygli að meiriháttar líkamsárásum fjölgar um 6 á milli ára sem bendir til að hrottaskapur sé meiri áber- andi nú en áður. Eldsvoðar stóðu í stað á milli ára og komu 16 mál tengd eld- svoðum af einhverju tagi inn á borð lögreglunnar. Mannslátsmálum fækkaði um fjögur, úr 6 í 2 og fjár- svika- og skjalafalsmálum fjölgaði um tvö úr 30 í 32. Vestfirðir: Málum vegna skemmd- arverka fækkaði mikið á ár- inu miðað við árið 1990. Á árinu komu inn á borð lög- reglunnar 56 mál tengd skemmdarverkum af ein- hverju tagi á móti 91 máli árið 1990. Munar þar mest unr fækkun á rúðubrotum en þau voru 28 á árinu 1991 á móti 50 málum árið 1990. Vinnuslysum fækkaði úr 8 málum árið 1990 í 5 nrál á síðasta ári en fíkniefnamál jukust um rúman helming úr7málum í 15. Flestmálin voru vegna kannabisefna 10 og þá komu 2 amfetamín mál inn á borð lögreglunn- ar og tvö önnur þar sem um var að ræða önnur efni eða lyf. -.9. Fyrsta barn ársins 1992 FYRSTA barn ársins á Vestfjörðum og jafn- framt annað barn ársins á öllu landinu kom í heiminn á Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði klukkan 02.51 á nýársnótt. Fyrsti Vestfirðingurinn að þessu sinni var stúlka sem reyndist vera 3.770 gr. og 52 cm. en foreldrar hennar eru þau Hildur M. Guðmunds- dóttir og Óðinn Baldursson, Fjarðarstræti 55 á ísafirði. Að sögn Kristínar Jóns- dóttur, Ijósmóður fæddust 69 börn á FSÍ á síðasta ári eða 13 færri en árið áður en þá voru þau 82 sem er með því mesta frá upphafi. Á Patreksfirði fjölgaði fæðing- um aftur á móti um þrjár úr 7 árið 1990 í 10 árið 1991. -s. • Jóhann Kárason, formaðurfélags hjartasjúklinga á Vestfjörðum tekur við gjafabréfinu úr hendi Karvels Pálmasonar. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra: Gefur 700 þúsund til kaupa á hjartalínuritstæki DAGINN fyrir Gamlárs- dag kom Karvel Pálmason fyrir hönd heil- brigðis- og tryggingamála- ráðherra færandi hendi á Fjórðungssjúkrahúsið á Isa- firði og afhenti formanni Félags hjartasjúklinga á Vestfjörðum, Jóhanni Kára- syni gjafabréf upp á kr. 700 þúsund. Peningunum er ætlað að verja til kaupa á hjartalínu- ritstæki sem mun auðvelda mjög allar álagspröfanir fyr- ir hjartasjúklinga. Við þetta tækifæri afhenti Jóhann Kárason Rauða krossinum kr. 30 þúsund til kaupa á hinum nýja sjúkrabíl sem nýlega var tekinn í notkun á Isafirði. -s. • Fyrsti Vestfirðingurinn sem kom í heiminn á árinu 1992 ásamt foreldrum sínum, þeim Hildi M. Guðmundsdóttur og Óðni Baldurssyni. • Hafdís ÍS skipti um eig- endur rétt fyrir áramótin er Hrönn hf. keypti skipið af Magna hf. ísafjörður: Hrönn eignast Haidísi s UTGERÐARFYRIR- TÆKIÐ Hrönn hf. gekk 27. desember síðast- liðinn frá kaupum á m/b Hafdísi IS, sem var í eigu útgerðarfélagsins Magna hf., en eigendur hlutabréf- anna sem seld voru, áttu Gunnvör hf., Ishúsfélag ísfirðinga hf., Bakki hf. og Eiríkur og Einar Valur sf. en áður hafði Hrönn hf. keypt hlutabréf Netagerð- ar Vestfjarða hf. Að sögn Þorleifs Páls- sonar hjá Hrönn hf., er ætlunin að reka skipið með sama hætti og gert hefur verið en það hefur einkum stundað línuveiðar. Með kaupunum hyggjast þeir Hrannar menn renna styrkari stoðum undir hráefnisöflun fyrir Ishús- félag ísfirðinga hf.. en Hrönn á meirihluta í því fyrirtæki. Blizzard skíði Nordica skíðaskór Look búningar R RAFSJÁ HÓLASTÍG 6 S 7326 Faxpappír SS Ódýr og vandaður. ÁvalK á lager. H-PRENTHF. 30,50 og 100 metrar á rúllu. Sólgötu 9 - ©4560 RITSTJÓRN S 4560 • FAX S 4564 • AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT S 4560

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.