Bæjarins besta

Tölublað

Bæjarins besta - 08.01.1992, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 08.01.1992, Blaðsíða 2
2 BÆJARINSBESIA • Miðvikudagur 8. janúar 1992 —Meðal annars— -ásýningarsvæði- MMC Pajero bensín ’88 Ekinn 84.000 km. Verð 1.760.000,- Sk. athugandi. Subam E-12 6 manna 4x4 '91 Ek. 7.000 Verð 970.000,- Skipti athugandi. Subaru station 4x4 '88 Ek. 141.000. Verð 650.000,- Bein sala. MMC Lancer station 4x4 '87 Ek. 98.000 Verð 680.000,- Skipti athugandi. Subaru Hatchback 4x4 '83 Ek. 110.000 Verð 320.000.- Bein sala. Toyota Touring 4x4 '89 Ek. 46.000 Verð 1.190.000,- Skipti á ódýrari 4x4 fólksb. Toyota Touring 4x4 1991 Ek. 3.000 Verð 1.350.000,- Bein sala. Ú Um 900 bílar á skrá, af öll- um gerðum og stærðum. it Mikið úrval af 4x4 fólks- bílum ogjeppum. ■fr Áhersla lögð á traust og ömgg viðskipti. ☆ MIÐSTÖÐ BÍLAVIÐ- SKIPTA Á VESTFJÖRÐUM BÍLASALAN ELDING s/f Skeiði 7, 400 ísafirði sími 94-4455 Bolungarvíkurkaupstaður Félagsmiðstöðin Tópas, Bolungarvík Auglýst er staða forstöðumanns Félagsmiðstöðvarinnar Tópas, Bol- ungarvík. Starfið felst í umsjón og skipulagi æskulýðsstarfs í félagsmiðstöðinni Tópas. Um er að ræða hlutastarf, sem unn- ið er síðdegis og um helgar. Upplýsingar um starfið og launa- kjör gefur bæjarstjórinn í Bolungar- vík í síma 94-7113. Umsóknarfrestur er til 10. janúar 1992. Bolungarvík 6. janúar 1992. Bæjarstjórinn í Bolungarvík. • Hluti nemenda sem útskrifuðust frá Menntaskólanum á ísafírði á laugardaginn. Menntaskólinn á ísafirði: Árshátíð bílstjóra! Árshátíð allra bílstjóra verður haldin í Félagsheimilinu Hnífsdal laugardaginn 11. janúar kl. 20.30. Húsið opnar kl. 19. Matur - skemmtun - dansleikur BG-flokkurinn leikur fyrir dansi. Mikið glens og mikið gaman. Allir með ökuskírteini velkomnir. Rúta fer strætóleið að dansleik loknum. Miðapantanir á Fólks- og vörubílastöðinni í síma 3418. Einn stúdent útskrif- aður á haustönn SÍÐASTLIÐINN sunnu- dag fór fram í hátíðarsal Menntaskólans á ísafírði brautskráning nemenda sem luku stúdentsprófi, verslun- arprófi, vélstjórnarprófi 1. stigs og lokaprófi í rafvirkj- un á haustönn. Alls voru brautskráðir 19 nemendur, 12 á vélstjórnar- braut, 4 á viðskiptabraut, 2 í rafvirkjun og 1 stúdent á náttúrufræðibraut frá öld- ungardeild. Stúdentinn sem útskrifaðist að þessu sinni var Ása Grímsdóttir, kenn- ari við Grunnskólann á Isa- firði. Verslunarprófi frá öld- ungadeild luku fjórar konur, þær Guðrún Aspelund, Oddný Bára Birgisdóttir, Sveinfríður Högnadóttir og Þorgerður Kristjánsdóttir. Skólaprófi í rafvirkjun (þá eiga viðkomandi eftir að taka sveinspróf) luku þeir Henrý Bæringsson og Jón Þór Birgisson. Tólf nemend- ur luku síðan I. stigi vél- stjórnarnáms sem veitir réttindi til að stjórna vélum að 300 hestöflum en það voru þeir Jónas Finnboga- son, Jón G. Magnússon, Lárus Lárusson, Snorri V. Kristjánsson, Björgvin Hlíðar Kristjánsson, Sævar Óli Hjörvarsson, Atli Freyr Guðfinnsson, Atli Geir Atlason, Þorsteinn Geirs- son, Sigmundur Ragúel Guðnason, Sigurður Hreinsson og Steinþór Bragason. Þá má geta þess að einn nýr kennari hefur verið ráð- inn í fulla kennslu við skól- ann en það er Stefán Jör- undsson, byggingatækni- fræðingur sem mun taka að sér stærðfræðikennslu. Þá hefur Hörður Högnason, hjúkrunarforstjóri á FSÍ ver- ið ráðinn í stundakennslu í hjúkrun á sjúkraliðabraut. -s. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI Atvinna Óskum að ráða til starfa nú þegar eða eftir nánara samkomulagi: Aðstoðarmatráðskonu Vaktavinna — frí aðra hverja helgi. Læknaritara Eða starfsmann með góða vélritunarkunnáttu. íbúð óskast Leitum að 3-4ra herbergja íbúð til leigu fyrir starfsmann, á Eyrinni eða í nágranni. Upplýsingar um starf læknarit- ara og leiguíbúð veitir fram- kvæmdastjóri en um starf matráðs- konu, matreiðslumeistari alla virka daga í síma 4500. Iþróttir / sund: Góður árangurá jólamótum Vestra SUNDDEILD Vestra stóð fyrir þremur sund- mótum yfir hátíðarnar sem bæði fóru fram í sundhöll Isafjarðar. Það fyrsta fór fram laugardaginn 28. des- ember síðastliðinn, annað sunnudaginn 29. desember og það síðasta á Gamlárs- dag. Mjög góður árangur varð á mótunum og bættu margir met. Meðal þeirra meta sem slegin voru má nefna að Pálína • Björnsdóttir setti Vestfjarða og ísafjarðarmet kvenna í 200 metra baksundi kvenna er hún synti vegalengdina á tíman- um 2.30.30., cn fyrra metið var 2.32.72. Þá setti Þorri Gestsson ísafjarðarmet í 200 metra baksundi karla er hann synti vegalengdina á tímanum 2.35.30 en fyrra metið var 2.45.67. Edda Jónsdóttir setti ísa- fjarðarmet kvenna í 200 metra bringusundi á tíman- um 3.08.09 en gamla metið var 3.11.72. Jón Smári Jóns- son setti einnig ísafjarðar- met í 200 metra bringusundi karla er hann synti vega- lengdina á tímanum 2.42.85 en gamla metið var 2.45.88. Þá setti Aðalheiður Gests- dóttir Vestfjarða og ísa- fjarðarmet meyja í 200 metra flugsundi kvenna á tímanum 3.12.95 en gamla metið var 3.18.02. Halldór Sigurðsson setti Vestfjarða og ísafjarðarmet karla og pilta í 400 metra bringu- sundi karla á tímanum 5.23.50 en gamla metið var 5.29.26 og Hlynur Tryggvi Magnússon setti Vestfjaröa og Isafjarðarmet pilta í 400 metra baksundi karla á tím- anum 4.52.18 en gamla met- ið var 5.07.80. Sextán önnur Vestfjarða og Isafjarðarmót voru sett á mótunum þremur sem of langt mál yrði að telja upp en Ijóst er að sundfólkið er í stöðugri framför. Níutíu einstaklingssund voru synt og var um bætingar að ræða í 67 þeirra sem er frábær ár- angur. Þá voru sett 27 ísa- fjarðarmet og 16 Vest- fjarðamet. -s.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.