Bæjarins besta

Tölublað

Bæjarins besta - 08.01.1992, Blaðsíða 1

Bæjarins besta - 08.01.1992, Blaðsíða 1
Landsbanki íslands Réttu megin við strikið, ísafirði S 3022 með Reglubundnum sparnaði • Einar Guðfinnsson hf. Fyrirtækið fékk á Gamlársdag 50 milljónir króna endurlánaðar frá bæjarsjóði Bolungarvík- ur. Aðrar 50 milljónir fær fyrirtækið síðan í þessum mánuði og vonast menn til að þessi fyrirgreiðsla komi fyrirtækinu yfir erfiðasta hjallann. Bolungarvík: Einar Guðf innssson hf. fær 100 milljóna króna lán f rá bæjar- sjóði Bolungarvíkur ÓHÁÐ FRÉITABLAÐ / A VESmÖRÐUM DREffT ÁN ENDURGJALDS AÐHIAÐSAMTÖKUM BÆIAR- OG HÉRAÐSFRÉHABLAÐA Gjaldskrá samþykkt BÆJARSTJÓRN ísa- fjarðar hefur Iagt blessun sína yfir verðskrá fyrir skíðasvæðið á Selja- landsdal sem gilda á fyrir árið 1992 og hefur hún þegar tekið gildi. Verðskráin verður því sem hér segir: Vetrarkort fullorðinna kosta kr. 9.500, vetrarkort barna kr. 5.000., dagskort full- orðinna kr. 800., dagskort barna kr. 400., hálfsdag- skort fullorðinna kr. 650., og hálfsdagskort barna kr. 300. Kvöldkort fullorðinna kosta kr. 650., kvöldkort barna kr. 300., fjölskyldu- kort miðað við tvö börn kr. 23.600., fjölskyldu- kort miðað við þrjú börn kr. 26.000., göngukort fullorðinna kr. 3.500., og göngukort barna kr. 1.600. -s. BÆJARSTJÓRN BoI- ungarvíkur hefur ákveðið að endurlána Einari Guðfinnssyni hf., í Bolung- arvík 100 milljónir króna að uppfylltum ákveðnum skil- yrðum og með þeim óskum að fyrirtækið komist þar með yfir erfiðasta hjallann en eins og kunnugt er hefur Einar Guðfinnsson hf., átt í miklum fjárhagslegum erf- iðleikum undanfarin miss- eri. Á gamlársdag ákvað bæj- arsjóður Bolungarvíkur að endurlána Einari Guðfinns- syni hf., 50 milljóna króna lán sem sjóðurinn hafði fengið frá Byggðastofnun og í þessum mánuði mun annað 50 milljóna króna lán frá Landsbankanum verða end- urlánað til fyrirtækisins. Tíu milljónir króna af lán- inu sem fyrirtækið fékk á Gamlársdag fóru í að gera upp viðskiptaskuldir við bæjarsjóð og hafnarsjóð og hluti af láninu fór í að greiða skyldusparnað starfsfólks og skuldir hjá bæjarfógetanum í Bolungarvík. -s. Notar þú hvaða Ijósritunarpappír sem er í jafn ómissandi tæki og Ijósritunarvélin er? Rekstraröryggi fer eftir gæðum pappírsins. Veldu öruggan og góðan Ijósritunarpappír. Ve/du Ijósritunarpappírinn frá prentsmiðjunni Odda hf. H-PRENT selur pappírinn frá Odda. IIIKAL / PÍPULAGNINGAMÓNUSTA — S 4644 — Prentaður límmiði - óáprentaður límmiði - Rauður límmiði -gulur límmiði -grænn límmiði - blár límmiði - bleikur límmiði -ferkantaður límmiðí - kringlóttur límmiði - sporöskjulaga límmiði - Límmiði með gati - límmiði á disklinginn - límmiði á videospóluna - límmiði á umslagið - límmiði á pakkann -fæst í H-PRENTI í stór- um pökkum eða litlum pökkum, jafnvel á rúllum, allt eftir þínum þörfum. Ef við eigum hann ekki til þá útvegum við hann, skerum hann til eða prentum hann. Isafjörður: Gleðilegt nýtt ár! SAMKVÆMT upplýsingum lögreglunnar á ísafirði voru áramótin með rólegasta móti og bar lítið á ölvun og ólátum. Sömu sögu er að segja frá Þrettándanum sem nú stóð upp á mánudag. Skátafélögin á ísafirði og kvenfélagið Hlíf gengust fyrir álfadansi síðast- liðinn sunnudag og var margt manna mætt á svæðið til þess að sjá hinar furðulegustu skepnur sem láta sig ekki vanta á þessum tímamótum. Að álfadansinum loknum fór fram mikil flugeldasýning sem skátarnir sáu um og var hún hin glæsilegasta. Einn af ljósmyndurum blaðsins, Eyþór Hauksson var staddur í Stóruurð er Ijósadýrðin byrjaði og tók þá meðfylgjandi mynd. Bæjarins besta óskar lesendum sín- um nær og fjær gleðilegs árs og þakkar samskiptin á síðastliðnu ári. -s. Veisluþjónusta Nú fara árshátíðii og aðrir marmíagnadir að hefjast. Bjóðum ykkur upp á veisluþjónustu, ostabakka, ostapinna og veislu- bakka. Sama verð og í Reykjavík. Höfum verðlista. Nánari upplýsingar í sima 4368 (Guðrún) og 4483 (Guðbjörg). Mjólkursamlag lsfirðingaS3251 RITSTJÓRN S 4560 • FAX S 4564 • AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT S 4560

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.