Málfríður - 15.05.1994, Blaðsíða 4
FÉLAG DÖNSKUKENNARA
25 ÁRA
Hinn 13. nóv. sl. hélt Félag
dönskukennara veglega hátíð í
tilefni aldarfjórðungsafmælis
síns. Hátíðin hófst með kvik-
myndasýningu í Háskólabíói þar
sem frumsýnd var á Islandi hin
þekkta danska mynd, Det for-
sömte forár. Síðan efndi danski
sendiherrann á íslandi, Klaus
Otto Kappel, til veglegrar mót-
töku í bústað sínum á Hverfis-
götunni og um kvöldið var sam-
koma í Hafnarfirði þar sem
snæddir voru danskir réttir,
ræður haldnar, fyrsti formaður
félagsins gerður að heiðursfé-
laga, dans stiginn, og ýmislegt til
gamans gert. Undirrituð var
skikkuð til að halda hátíðarræð-
una og fer hér á eftir útdráttur
úr því sem hún sagði eða vildi
sagt hafa.
Það gæti verið fróðlegt að lit-
ast um á íslensku þjóðarskút-
unni eins og hún var árið 1968.
Þá var viðreisnarstjórnin búin
að ríkja í hartnær áratug og
hafði leyst ýmis öfl úr viðju.
Áfangakerfi framhaldsskóla var
á næsta leiti og þar með fylgj-
andi breytingar í öllu skólakerf-
inu. Margs konar fjárhagshöft
höfðu einnig verið afnumin bæði
til góðs og ills en aflabrestur og
atvinnuleysi hafði nú dunið yfir
og hrakið fjölda manns úr landi.
Aðallega til Svíþjóðar.
Þetta var líka tími bítla og
blómabarna og andstöðu við
hefðir og yfirvöld og þar með
kennara. Engilsaxneskar þjóðir,
sigurvegararnir úr síðari heims-
styrjöld, höfðu náð að reisa við
efnahag sinn og stuðluðu mjög
að útbreiðslu engilsaxneskra
áhrifa með framleiðslu góðs
kennsluefnis, og myndbönd,
sjónvarpsútsendingar og tónlist
þessara þjóða gisti nú hvert
heimili alla daga ársins.
Á þessum tíma var einnig ver-
ið að færa tungumálakennslu
niður í yngri bekki þannig að
danska átti að byrja í 10 ára
bekk og enska í 12 ára bekk.
Þetta var stóri sannleikur þess
tímabils. Ekki var þó heildar-
tímafjöldi aukinn heldur teygður
yfir fleiri ár þannig að tíðni
kennslustunda varð alltof lítil og
hinn glæsti árangur lét á sér
standa.
En það hafði fleira gerst á
íslensku þjóðarskútunni. Mála-
kennsla í Háskólanum og Kenn-
araskólanum hafði eflst til muna
og kennurum sem litu á sig sem
fagfólk í dönskukennslu fór fjölg-
andi. Einnig hafði það gerst að
háskólamenntaðir kennarar
höfðu sagt skilið við gömlu
kennarafélögin og stofnað eigin
samtök til að berjast fyrir bætt-
um kjörum. Og í huga mínum og
ýmissa annarra vantaði sameig-
inlegan umræðuvöll fyrir alla þá
sem að dönskukennslu störfuðu.
Árið 1968 var Preben Meu-
lengracht Sorensen danskur
sendikennari við Háskóla Is-
lands. Hann og Haraldur Magn-
ússon störfuðu að því að semja
íslensk - danska orðabók. I sam-
tölum okkar bar það oft á góma
að gera þyrfti eitthvað til að
styrkja stöðu dönskukennslu á
íslandi, efla kennsluefniskostinn
og bæta möguleika dönskukenn-
ara til lengra náms og nám-
skeiða. Væri það gert myndi fag-
leg vitund og starfsstolt dönsku-
kennara dafna. Þá kviknaði sú
hugmynd að stofna þetta félag
og við Haraldur ákváðum að láta
til skarar skríða og hringdum í
fjölda dönskukennara og stefnd-
um þeim í Norræna húsið að
kvöldi áttunda okt. 1968. Þar var
ákveðið að stofna félagið og
gengu 25 í félagið strax. Undir-
búningsnefnd var kosin. í henni
voru Haraldur og Hörður Berg-
mann, ásamt undirritaðri. Undir-
búningurinn gekk vel og hinn 14.
nóv. 1968 var félagið stofnað í
Þjóðleikhúskjallaranum. Þar
voru lög félagsins rædd og sam-
þykkt. Sjö gengu í félagið til við-
bótar og voru því stofnfélagar
alls 32. Fundarstjóri á báðum
þessum fundum var Ólafur Jens
Pétursson.
Fyrsti formaður félagsins var
kosinn Ingólfur Þorkelsson, sem
síðar var lengi skólameistari í
Menntaskólanum í Kópavogi, en
Haraldur Magnússon og undir-
rituð voru meðstjórnendur.
Ingólfur var formaður fyrstu
fjögur árin, þ.e. til 1972. Það var
mikil gæfa fyrir nýtt félag að fá
svo reyndan mann í félagsmál-
um, sem Ingólfur er, til að stýra
félaginu fyrstu árin.
Á stofnfundi var tilgangur fé-
lagsins talinn þessi:
„1. Að efla samstarf dönsku-
kennara.
4