Málfríður - 15.05.1994, Blaðsíða 5
2. Að vinna að bættri að-
stöðu til dönskukennslu á Islandi.
a) Með því að vera aðili, sem
fræðsluyfirvöld hafi með í ráð-
um um dönskukennslu í skólum,
val og kaup á kennslutækjum,
námskeið, styrkveitingar o.fl.
b) Að veita upplýsingar
dönskum fræðsluyfirvöldum,
skólum, sjóðum, svo og danska
sendikennaranum við Háskóla
Islands. Og enn fremur þeim er
leggja vildu stund á dönskunám
í Danmörku.
c) Félagið skal halda uppi
fundastarfsemi þar sem dönsku-
kennarar geta skipst á skoðun-
um og rætt vandamál dönsku-
kennslunnar.“
Markmiðin voru því ákveðin
innan þeirra marka sem ungt og
lítið félag gat seilst, þ.e. samstarf
allra skólastiga, ráðgjöf fyrir yfir-
völd, upplýsingamiðlun og
fundastarfsemi.
Starfsemi félagsins hefur ætíð
tekið mið af þessum fjórum
greinum. Stjórnin byrjaði á því að
kynna félagið, bæði innan lands
og í Danmörku og sótt var um fé
til að útdeila styrkjum. Einnig fór-
um við fljótlega að gefa út frétta-
bréf - einkum vegna félaga úti á
landi - og efna til samstarfs út fyr-
ir sjálft félagið, bæði innan lands
og í Danmörku. Frá upphafi var
gott samstarf við Norræna húsið
og veitti það félaginu margvís-
lega aðstoð. Fræðslu- og um-
ræðufundir hafa ætíð verið drjúg-
ur þáttur í starfseminni, einkum
reyndum við að rjúfa þá einangr-
un sem hvert skólastig bjó við.
Félagatalan óx jafnt og þétt.
Við nýskipan dönskukennsl-
unnar, þar sem hún var færð
niður í 10 ára bekk í barnaskól-
um varð auðvitað að efna til
mikils námskeiðahalds og tók fé-
lagið virkan þátt í því.
Árið 1972 baðst Ingólfur und-
an endurkosningu og Guðrún
Halldórsdóttir tók við. Hún hafði
verið í stjórn frá upphafi. Starf-
semin var komin á vissan rek-
spöl og hélt hin nýja stjórn
áfram á sömu braut. En mönnun-
um munar annaðhvort aftur á
bak ellegar nokkuð á leið og því
var sífellt reynt að auka við og
finna fleira gagnlegt fyrir
dönskukennslu á Islandi.
Og var nú efnt til námsferða
íslenskra dönskukennara, bæði
til Svíþjóðar og Danmerkur.
Danskir fyrirlesarar og kennarar
fengnir til Islands. Einnig átti fé-
lagið samstarf við önnur íslensk
áhugafélög um norræna sam-
vinnu, svo og Norræna húsið um
að fá aðila til íslands til að kynna
danska menningu (dæmi um það
er t.d. koma söngkonunnar
Trille) og taka á móti dönskum
kennarahópum sem heimsóttu
landið.
Efnt var til samstarfs við önn-
ur málakennarafélög á Norður-
löndum. Það samstarf hófst árið
1977 með því að þrír dönsku-
kennarar tóku þátt í málakenn-
aramóti í Finnlandi. Þar var rætt
um að halda næsta norræna
málakennaramótið á íslandi árið
1980. Það var fífldirfska að lofast
til að reyna þetta en það tókst
með prýði og minnist ég með
þakklæti alls þess fólks sem
vann ómælt starf við undirbún-
inginn. Öll stjórn félags dönsku-
kennara var í undirbúnings-
nefndinni og auk þess einn ti!
tveir fulltrúar frá hverju hinna
tungumálakennarafélaganna. I
stjórn félagsins voru þá auk mín:
Svandís Ólafsdóttir, Stella Guð-
mundsdóttir, Ásthildur Erlings-
dóttir og Peter Rasmussen. Þátt-
takendur í mótinu voru 205 þar
af 85 íslendingar.
Haraldur Magnússon, sem var
annar aðalhvatamaður að stofn-
un félagsins og stjórnarmaður
fyrstu árin, Iét af kennslustörf-
um árið 1979 og sagði sig þá úr
félaginu. Aðalfundur það ár
heiðraði hann með því að færa
honum gullsleginn platta áritað-
an með þökkum félagsins.
Eins og áður segir hafði sam-
starf félagsins við norræna hús-
ið löngum verið mikið og gott.
Þar hafði Félag dönskukennara
þó yfirleitt verið þiggjandi. Árið
1981 - 1982 stóð svo á að rekstr-
arfé Norræna hússins var lítið.
Þá var efnt til samvinnu Nor-
ræna hússins við ýmsa áhugaað-
ila þar á meðal Félag dönsku-
kennara. Þetta var gert á þann
hátt að aðilar slógu saman, hver
gerði það sem hann var færastur
um. E.t.v. man ég ekki alla, en
þarna voru að verki með Nor-
ræna húsinu: Norræna félagið,
sendikennararnir allir, félög
kennd hinum ýmsu norrænu
þjóðum, Alþýðuleikhúsið og
bókaútgáfan Lystræninginn, auk
okkar.
Þetta samstarf náði svo há-
punkti sínum í fræðsludagskrá
og undirbúningi undir þátttöku í
ferð til Grænlands til að taka
þátt í 1000 ára minningarhátíð
um landnám norrænna manna á
Grænlandi.
Eg minnist þessara tveggja
samvinnuverkefna, af því að þau
sýna, hve samstarf og samtaka-
máttur getur gefið okkur mikið.
Samstarf félagsins við hin ís-
lensku tungumálakennarafélög-
in, um undirbúninginn að ráð-
stefnunni stóru 1980, tel ég
einnig vera fyrsta skrefið að
samstarfi því sem nú blómstrar í
STÍL og útgáfu Málfríðar.
Árið 1982 fékk félagið þau
skilaboð að Kennaraháskólinn
og Háskólinn myndu ekki, þetta
ár, hafa aðstæður til að gangast
fyrir námsferð þeirri sem hafði
verið, og er, fastur liður í
dönskukennslustarfi skólanna
og var félagið spurt hvort það
vildi nýta þá styrkmöguleika
sem voru fyrir hendi og efna til
námsferðar félagsmanna til Dan-
merkur. Það varð úr og skipu-
lögðu formaður og sendikennar-
arnir Bent Jacobsen ásamt Claus
Lund, nám, dvöl og ferðir þar,
en formaður og Bent Jacobsen
voru stjórnendur fararinnar.
Rúmlega 20 þátttakendur voru í
ferðinni en námið fór að hluta til
fram í Háskólanum í Kaup-
mannahöfn og að hluta á Jót-
landi. Þema námskeiðsins var
samanburður á borgarmenningu
og landsbyggðarmenningu í Dan-
mörku. Þar kynntumst við fyrst
núverandi prófessor í dönsku
við Háskóla Islands, Lars Brink.
Árið 1982 sótti formaður fé-
lagsins ráðstefnu norrænna
móðurmálskennara í Hárselby-
höll í Svíþjóð og má það telja
upphafið eða fyrsta skrefið í
blómlegu samstarfi sem félagið
hefur í áratug átt í Nordsprák.
Guðrún Halldórsdóttir lét af
formennsku í árslok 1982. Auður
Hauksdóttir var formaður næstu
fjögur ár og má segja að hún og
5