Málfríður - 15.05.1994, Blaðsíða 24

Málfríður - 15.05.1994, Blaðsíða 24
H U G D A B A N K I í hugmyndabankanum í þetta sinn er ritunarverkefni sem tengist þemanu um ævintýri. Hugmyndin er frá Þórhiidi Þórhallsdóttur, nema í uppeldis- og kennslufræði við HÍ. Svo er hér einnig bráðsnjöll hugmynd sem tengist Macbeth, frá Evu Hallvarðsdóttur. RITUNARVERKEFNI FRÁ NEMA í UPPELDIS- OG KENNSLUFRÆÐI Nemendur í uppeldis- og kennslufræði fá oft góðar hug- myndir. Hér á eftir er eitt slíkt, ritunarverkefni eftir Þórhildi Þórhallsdóttur sem miðast við annað ár í framhaldsskóla - þýsku 302. Verkefnið felst í því að nem- endur eiga að færa seinni hluta ævintýrisins um Oskubusku í nútíma sögubúning en fyrri helminginn (sem ber heitið „Annas Geschichte“) fá þeir í hendur í nútíma söguformi; þeir eiga sem sagt að nota ímyndun- araflið og „prjóna" við ævintýr- ið. Ritunin sem er ferlismiðuð fer fram á eftirfarandi hátt: 1. Umræður með öllum bekknum: Spurt er: Ef við reyn- um að yfirfæra ævintýrið um Öskubusku til nútímans, hver gæti þá sögustaður og sögutími verið, hverjar væru persónurnar og einkenni þeirra? Hugsun og ímyndunarafl nemenda er hér örvað. Kennari skrifar stikkorð / glósur á töfluna og flokkar upp- lýsingarnar í fjóra flokka, ja.e. sögutíma, sögustað, persónur og einkenni þeirra. Dæmi um það sem gæti staðið á töflunni er eft- irfarandi: Handlungszeit Handlungsort 1994 Personen Reykjavík Hamburg Eigenschaften Vater „blind“ Tochter traurig, einsam Stiefmutter anspruchsvoll Stiefschweste frech, egoistisch Freund/in sympathisch 2. Nemendur fá í hendur nú- tíma útgáfu af fyrra helmingi æv- intýrisins um Öskubusku. Nem- endur eiga á þessu stigi að velta fyrir sér hvað gæti gerst næst, hvaða persónur koma við sögu og hvernig þeir vilji að sagan endi. Nemendur fá 5 mín. til að skrifa niður stikkorð þar sem þeir eiga ekki að hafa áhyggjur af mál- fari eða málfræði. Sem sagt þankahríð. Nemendur punkta hugsanir sínar niður á blað. Glósur af töflunni gætu hugs- anlega hjáipað nemendum hér. 3. í framhaldi af þessu eru nemendur svo settir í fjögurra manna hópa. Nemendur eiga að bera saman hugmyndir sínar og síðan að koma sér saman um eina útgáfu. Með þessari hópa- vinnu er markmiðið að nemend- ur vinni saman, velji úr hug- myndum og ákveði sjónarhorn. Hlutverk kennara á þessu stigi er að ganga á milli hópanna og leiðbeina nemendum, þ.e. að vera til staðar ef nemendur þurfa á honum að halda. 4. Nemendur hjálpast að við að skrifa fyrsta uppkast. Hver nemandi á að skrifa uppkast til að tryggja virkni allra og til að koma í veg fyrir að 1-2 nemend- ur geri alla vinnuna. Kennari gengur á milli. Nemendur fá að vita að þegar allir hóparnir hafa skrifað sína sögu á hver hópur að lesa sína sögu upp fyrir hina hópana. Viðtakendurnir eru þannig hinir hóparnir / nemend- ur í bekknum. Að loknum upp- lestri eiga svo hóparnir að velja bestu söguna að þeirra mati. 5. Nemendur endurskoða fyrsta uppkast, bæta inní text- ann og byggja hann upp á nýjan leik með nýjum orðum og orða- samböndum eins og / ef þurfa þykir. Kennari velur úr orð og orðasambönd sem hann hefur séð hjá nemendum, skrifar þau upp á töflu og þannig eru hug- myndir einstakra hópa nýttar í þágu allra. 24

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.