Málfríður - 15.05.1994, Blaðsíða 29

Málfríður - 15.05.1994, Blaðsíða 29
FRÉTTIR - FRÉTTIR - FRÉTTIR Frá félagi frönskukennara Haldinn var vinnufundur 19. febrúar þar sem hópumræður fóru fram og ræddar voru m.a. kennslubækur, kennsluaðferðir og EES samningurinn. Evrópska ritgerðarsamkeppni Alliance Frangaise fór fram 19. mars s.l. 13 framhaldsskólanemendur tóku þátt að þessu sinni frá eftir- töldum skólum, MR, Flensborg, Fjölbrautaskóla Suðurlands, MH og MS. Reglurnar kveða á um að nemendur megi ekki hafa dvalið lengur en 6 mánuði samfellt í Frakklandi og ekki vera af frönskum uppruna. Keppnin fór fram í 34 Evrópulöndum, veitt eru verðlaun í hverju landi (2. og 3. verðlaun eru bókagjafir), 1. verðlaun eru vikudvöl í París og munu sigurvegararnir hittast í París (einn frá hverju landi), dagana 7. til 16. júlí. Að þessu sinni fjölluðu efnin sem hægt var að velja um evrópsk málefni (menningu og pólitík, m.a. menningarsáttmála þann sem Frakkar gerðu í GATT viðræð- unum, fjöldaframleiðslu menn- ingar eða þjóðareinkenni; sam- anburður á skólum, lögum og reglugerðum í viðkomandi landi með tilliti til atburða í Frakk- landi). Rétt er að koma því á framfæri að ritgerðarefnin voru í þyngra lagi og að frönskukenn- arar geta haft áhrif á efnisval, ef þeir koma því á framfæri við Alliance Frangaise í París fyrir 31. desember ár hvert að höfðu samráði við Alliance Frampaise í Reykjavík. Úrslit keppninnar verða kunn í kringum miðjan maí. Það helsta á döfinni á næst- unni er fyrirhugað námskeið sem áætlað er að verði haldið dagana 6.-13. júní n.k. ef næg þátttaka fæst en frestur til að tilkynna þátttöku var til 15. apríl s.l. Námskeiðið ber yfirskriftina „Analyse des fautes“ og áætlað er að fá tvo leiðbeinendur frá Montpellier. Stjórn félagsins vinnur að undirbúningi 20 ára afmælis fé- lagsins á þessu ári en fyrirhugað er að halda upp á það með viðeigandi hætti næsta haust. Petrína Rós Karlsdóttir Frá félagi norsku- og sænskukennara Núverandi stjórn FNOS skipa: María Þorgeirsdóttir formaður, Anne Berit Morch varaformaður, Birgit Nyborg gjaldkeri, Sigrún Hallbeck ritari og meðstjórn- endur eru Bjorg Juhlin og Inge- gjerd Narby. Norska sendiráðið styrkti tvo fulltrúa félagsins til að sækja námskeið í Háskólanum í Ósló, dagana 4. og 5. júní. Þar var fjall- að um norsku sem annað mál og var það mjög áhugavert. í lok ágúst fóru norskukennarar að venju með hóp grunnskólanema til Noregs. Að þessu sinni var dvalist í skólabúðum í Kristian- sand. í byrjun október sóttu tveir félagsmenn kennslubóka- sýningu í Stokkhólmi en til þess fékkst styrkur úr sjóði Per Olof Forshell fyrrverandi sendiherra. Þá fóru tveir félagsmenn á ráð- stefnu og kennslubókasýningu í Ósló í lok október. Félagið stóð síðan fyrir vel heppnuðu námskeiði dagana 15. og 16. október. Þá komu hingað hjónin Lise Iversen og Lars Anders Kulbrandstad frá kenn- araháskólanum í Hamar í Noregi en þau eru bæði þekktir fyrir- lesarar þar í landi. Lise fjallaði um nýjar kenningar um lestur og lesskilning og hvernig auka megi orðaforða nemenda. Lars And- ers nefndi fyrirlestur sinn „Mat kennara á texta nemanda" og þóttu fyrirlestrar þeirra mjög fróðlegir. Mikil ánægja var með nám- skeiðið og sóttu það, auk norsku- og sænskukennara, dönskukennarar, móðurmáls- kennarar og nýbúakennarar. Um þessar mundir er stjórnin að skipuleggja næsta haustnám- skeið félagsins auk ýmissa ann- arra starfa. María Þorgeirsdóttir 29

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.