Málfríður - 15.09.1997, Side 4

Málfríður - 15.09.1997, Side 4
Málþing STIL: Námsskrárvinna Laugardaginn 25. október stóð STÍL, samtök tungumála- kennara á íslandi, fyrir málþingi þar sem fjallað var um námskrár- vinnu í erlendum tungumálum. Málþingið var haldið í Kornhlöð- unni og var afar vel sótt. Kolbrún Valdemarsdóttir, for- maður STÍL, setti þingið, fundar- stjóri var Sjöfn Sigurbjörnsdótt- ir og fundarritari Unnur María Figved. Auður Hauksdóttir, formaður forvinnuhóps gerði grein fyrir meginþáttum námskrárvinnunn- ar, áherslubreytingum og stefnu- mótun. Hún sagði forvinnuhóp- inn hafa tekið mið af eftirfar- andi: - Skýrslu stefnumótunarnefnd- ar. - Lögum um grunn- og fram- haldsskóla. - Hvítbók Evrópuráðsins um kennslu erlendra mála. - Rammaáætlun Evrópuráðs- ins um kennslu erlendra mála. - Gildandi námskrám grunn- og framhaldsskóla. - Reynslu nefndarmanna af kennslu á grunn- og fram- haldsskólastigi. - Rannsóknum og kenningum um tungumálanám og kennslu. - Erlendum námskrám í er- lendum málum. Auður kom inn á megintillög- ur forvinnuhópsins. Þriðja mál verði kennt getumiklum nemend- um í 9. og 10. bekk og að nám í þriðja máli í framhaldsskóla miðist við ólíkan undirbúning nemenda við lok grunnskóla. Þannig yrði um tvenns konar stúdentspróf í þriðja máli að ræða. Vegna tilfærslu á ensku, þ.e.a.s. þegar hún hefur verið gerð að fyrsta erlenda máli, yrði kennsla í þriðja máli aukin í efstu bekkjum framhaldsskólans og þá á kostnað enskunnar. Óneitanlega vöktu þessar tillög- ur mikla athygli viðstaddra. Auður gat þess einnig að ein- stakir skólar gætu boðið upp á nám í tungumálum sem ekki eru kennd nú, en vænta má að hefðu vaxandi þýðingu fyrir íslend- inga, t.d. japönsku, rússnesku, kínversku og jafnvel hindí eða arabísku. Leggur nefndin til að ákveðnir skólar sérhæfi sig í menningu og sögu viðkomandi málsvæða. Til að efla kennsluna í þessum málum, er m.a. lagt til að erlendir sendikennarar kenni tímabundið. Hvað kennsluhætti varðar sagði Auður að áfram yrði byggt á ríkri lestrarhefð íslendinga, en jafnframt verði aukin áhersla lögð á skapandi þætti málnotk- unar, einkum talmál. Orðaforða- tileinkun verði gefinn aukinn gaumur, þannig að orðaforði stuðli að aukinni málfærni nemenda, bæði til að skilja mál- ið og til þess að tjá sig munnlega og skriflega. Þá ætti upplýs- ingatækni og tölvunotkun að nýtast í málanáminu og nem- endur ættu að verða færir um að nýta sér þessa miðla til sam- skipta og þekkingaröflunar. Byggja skal áfram á hefð fyrir málfræðikennslu, en leggja jafn- framt aukna áherslu á viðeig- andi málnotkun við ýmsar að- stæður. Enn fremur verði aukin áhersla á verkefnavinnu og sjálf- stæði nemenda í námi. Auður sagði kennslu erlendra tungumála í grunnskóla miðast við tveggja ára kennslutímabil, 5. og 6. bekkur, 7. og 8. bekkur og 9. og 10. bekkur, og að um námsmat gæti verið að ræða við lok hvers tímabils. Kennsla fyrsta erlenda tungumáls hæfist í 5. bekk, annars máls í 7. bekk og þriðja máls í 9. bekk. Mennt- un tungumálakennara á grunn- og framhaldsskólastigi verði stórefld. Að lokum kom Auður inn á samræmd próf. Hún sagði að taka þyrfti upp munnlegt próf í samræmdum prófum og að lögð yrði meiri áhersla á að nem- endur gætu notað málið á skap- andi hátt, en ekki einungis sett krossa í reiti. Næst talaði Gerður Guð- mundsdóttir, faglegur umsjónar- maður verkefnisins. Skýrði hún frá markmiðslýsingum í erlend- um tungumálum og vinnu þar að lútandi. Gerður sagði hópinn hafa haft að leiðarljósi það sem vel hefur gefist hérlendis en horfa einnig til framtíðar. Hefð væri 4

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.