Málfríður - 15.09.1997, Blaðsíða 14
sjálfir og eftir það lítur ljóðið
nokkuð öðruvísi út:
Elle n’est pas dans ses yeux.
Elle n’est pas dans sa voix.
EUe n’est pas dans son ombre.
Elle n’est pas.
Einnig mætti taka út nafnorð-
in og setja önnur í staðinn:
Tu n’es pas dans ta ville.
Tu n’es pas dans ton monde.
Tu n’es pas dans tes réves.
Tu n’es pas.
Margt fleira mætti gera með
þetta stutta einfalda ljóð og er
um að ræða vinnu sem byrjend-
ur gætu ráðið vel við.
b. Nemendur semja ljóð eftir
fyrirmyndum. Þeir nota sömu
uppbyggingu og setningaskipan
og þurfa því ekki að vera hrædd-
ir um að fara út fyrir þau mörk
sem málið setur þeim. Hér er
dæmi um slíka vinnu með ljóð
eftir Jacques Prévert:
Une pierre
deux maisons
trois ruines
quatre fossoyeurs
un jardin
des fleurs
Hér er um að ræða eins ein-
falt ljóð og hægt er að hugsa
sér, einungis upptalningu á hlut-
um, enga sögn. En þetta er engu
að síður ljóð því í því er hrynj-
andi og ljóðmyndir. Nemendur
geta sett hvaða nafnorð sem eru
í stað þeirra sem mynda ljóðið.
B) Frjáls ritun
(Écrire en tous sens)
Ekki eru notaðar fyrirmyndir í
slíkri ritun, nemendur nota sína
eigin sköpunargáfu og ímynd-
unarafl við ritunina. Kennarinn
gegnir þó mikilvægu hlutverki
sem verkstjóri og ekki síst í því
að koma rituninni af stað. Það
gerir hann með því að leggja til
það sem kalla má miðil sem
byggir á málinu..
- Málmiðlun (support linguis-
tique) má skipta í tvo flokka:
a. Ljóðaleikir Qeux poé-
tiques). Hér mætti taka fyrir
sérstaka hrynjandi í t.d. þremur
ljóðlínum með mismunandi at-
kvæðaskipan þar sem nemend-
ur skapa innihaldið sjálfir, s.s.:
Le vent et le soleil rient,
Les nuages pleurent,
Les gens brillent.
Það er þó alls ekki nauðsyn-
legt að ákveða fyrir fram at-
kvæðaskipan, það er nemendum
í sjálfsvald sett sem og fjöldi
ljóðlína.
Einnig mætti nota svokallaða
súrrealíska leiki þar sem merk-
ingin er aukaatriði og útkoman í
raun er skemmtileg merkingar-
leysa. Dæmi um slíkan leik:
Nemendur vinna í pörum
með vissa formúlu, t.d. S’il y
avait ce serait... (Ef það
væri..., þá væri það...). Hvor
nemandi um sig hugsar upp
nafnorð með lýsingarorði og
skrifar það inn í fyrri eða seinni
hluta formúlunnar eftir því sem
ákveðið er fyrir fram. Þeir bæta
svo inn frá hinum og útkoman
getur orðið hin skemmtilegasta,
s.s.: „Ef það væri stór hundur,
þá væri það bleik appelsína."
Allt er leyfilegt og nemendur
uppgötva að það má vel
„steypa“ á erlenda tungumálinu
eins og á móðurmálinu.
b. Orð eða setningar sem
hrinda af stað ritaðri frásögn
(déclencheurs de récits). Kenn-
arinn getur lagt byrjunina fram
sjálfur eða beðið um tillögur úr
bekknum. Hann setur ekki nauð-
synlega fram kröfur um lengd
frásagnarinnar, aðalatriðið er að
nemendur skrifi eitthvað. Byrj-
unin gæti verið t.d.: „í Kfna í gær
sá ég ..." eða eitthvað einfaldara,
jafnvel súrrealískt s.s.: „Græni
hundurinn...“.
- Annars konar miðlar eru þeir
sem ekki byggja á málinu
heldur á skilningarvitum, t.d.
því sjónræna, því hljóðræna,
á lykt eða einhverju sem nem-
endur hafa þegar upplifað.
í þessu sambandi má leggja
fram ljósmyndir, myndir af lista-
verkum, teikningar, tónlist eða
hávaða o.m.fl. Nemendur lýsa
því sem þeir sjá/heyra/finna en
einnig getur kennari komið af
stað þankahríð í bekknum með
jafnvel einu orði. Segjum að
kennari nefni ákveðinn lit og
biðji nemendur að nefna það
sem kemur í hugann. í framhaldi
af því má setja upp lista á töfl-
una, jafnvel þrískiptan lista,
nafnorð, sagnir og lýsingarorð
aðskilin. Út frá listanum gætu
nemendur skrifað frásögn.
Það sem fjallað hefur verið
um hér að ofan hentar vel til að
fá nemendur til að skrifa stuttar
frásagnir, örsögur eða ljóð. í
sumum tilvikum, t.d. þegar nem-
endur skrifa ljóð, má ætla að
einstaklingsvinna gefist best en í
öðrum má vel útfæra ritunina
sem tvímennings- eða hópa-
vinnu.
Fyrir nemendur sem eru
lengra komnir mætti líka koma
af stað ritun á lengri textum,
t.a.m. smásögum. Til að nem-
endur fái tilfinningu fyrir form-
inu, gæti kennari lagt fram smá-
sögur til lestrar áður en verkið
er hafið. Desmougin benti á að
ritun smásögu gæti átt sér stað
á löngum tíma, þ.e. að kennari
gerði ráð fyrir að nota tvær til
þrjár kennslustundir á eins til
tveggja mánaða fresti þar sem
slíkt er mögulegt en að sjálf-
sögðu yrði að haga málum á
annan veg þar sem slíkt fyrir-
komulag hentar ekki (t.d. í
áfangaskólum).
Desmougin notaði síðustu
klukkustundir námskeiðsins til
að fjalla um lokahluta ritunar-
ferlisins, þ.e. að kenna nemend-
um að fara sjálfir yfir ritaðan
texta.
í þessu sambandi er gott að
byrja á að láta nemendur fara
yfir rauntexta, skrifaðan af inn-
fæddum, en sem kennari hefur
breytt á þann hátt að yfirferðar
og leiðréttingar er augljóslega
þörf. Það mætti taka kafla úr
skáldsögu eða smásögu og
breyta honum þannig að hann
verði erfiður og/eða óspennandi
aflestrar, t.d. vegna þess að
sama persónufornafnið er of oft
endurtekið í stað þess að nota
nafnorð. Ef nemendur átta sig á
14