Málfríður - 15.09.1997, Blaðsíða 20
Sögunni trúr, aí hjartans innlifun. Ungir Eyfirðingar fylgjast með - greinarhöfund-
ur hvílist og hallast upp að hurð!
skoskri menningu og sögu, þótt
ég segi líka mikið af ævintýrum
og sögum af trúarlegum toga. En
þessar sögur, þær skosku, kelt-
nesku og írsku opna þeim heim
eigin sögu á ljóslifandi hátt og
skapa tengsl við ræturnar.
Sagnamennskan felur ekki að-
eins í sér frásögnina sem slíka,
heldur stuðlar maður í hvert
sinn að fagurfræðilegri og list-
rænni upplifun áheyrendanna
með því að „sýna“ þeim á skýr-
an hátt, með orðum, hvernig
upphafsþræðir sögunnar vefast
og með því að ljúka vefnum á
jafnskýran hátt. Og síðar verður
þetta þeim hvatning til að reyna
að „vefa sjálf sinn eiginn dúk“.
Það þarf vart að fjölyrða um nyt-
semi slíks fyrir hugann, tung-
una, sjálfstraustið og ímyndun-
araflið. Annað sem gerist líka er
að þarna er fólk að hlusta - í
raun og veru. Og það er ekki til
nein dýpri aðferð við að leita
hlutanna og finna en sú sem
felst í algerri, djúpri hlustun.
Þessu má helst líkja við að verið
sé að borða eitthvað af nautn og
innlifun! Og það merkilega er,
hafi slík hlustun átt sér stað,
geta þessir áheyrendur endur-
sagt söguna af talsverðri ná-
kvæmni einu til tveimur árum
síðar. En þeir munu ekki geta
sagt hvað var á sjónvarpsskján-
um fyrir tveimur kvöldum af við-
líka nákvæmni. Þetta hafa marg-
ir kennarar sagt mér ítrekað.
Þannig að vald sögunnar er
mikið. Til eru þeir kennarar sem
nota sögur í samhengi við
flestar námsgreinar, stærðfræði,
landafræði o.fl. því þær ein-
faldlega sitja í huga nemend-
anna - svo ekki sé nú minnst á
mannkynssögu og trúarbragða-
fræði. Nemendur sem fá tæki-
færi til að segja sjálfir sögur fá í
kaupbæti þjálfun í að beita tung-
unni og blæbrigðum hennar á
þann hátt sem þjónar sögunni
og gerir hana forvitnilega og
heillandi fyrir áheyrendur.“
Þegar hlustað er á David
fremja hina ævafornu list sína
fer enginn í grafgötur um ást
hans á tungunni og sögunum.
Um það sannfærðust ensku-
kennarar rækilega 30. septem-
ber síðastliðinn þegar þeir áttu
kvöldstund með honum að Óð-
insvéum, þar sem hann fór að
sjálfsögðu á kostum eins og
honum einum er lagið.
„Síðast en ekki síst,“ segir
David, „er það alltaf jafnstór-
kostlegt að verða vitni að því
þegar fólk á öllum aldri uppgöt-
var að það getur skilið sögu á
öðru tungumáli - og jafnvel sagt
sögu sjálft. Það er næstum hægt
að horfa á sjálfstraustið vaxa. Eg
hef líka skipulagt námskeið þar
sem hlustun og listin að segja
sögur, beita málinu, er í fyrir-
rúmi. Sennilega ætti ég líka að
geta hér um gildi þagnarinnar,
svipbrigða og látbragðs? Hvað
hefurðu mikið pláss í blaðinu?"
- Ertnishlátur. - „Og þá á ég
eftir að segja þér frá að stund-
um sem ég sögur og lítil ljóð
nánast eftir pöntun, til að koma
til móts við þarfir þeirra sem í
hlut eiga s.s. gerðist eitt sinn
þegar vekja þurfti fólk til vitund-
ar um umhverfi sitt, líf þess og
verndun. Sögur geta orðið
áheyrandanum endalaus upp-
spretta umhugsunar og sköp-
unar.“ Það þarf vart að geta
þess að tungutak þessa skoska
sagnaþular er geysilega litríkt
og tjáningarmátinn oft þeirrar
gerðar að nær væri að tala um
leiksýningu en „sögustund". Og
það sem meira er, framburður-
inn svo skýr að ekki er minnstu
vandkvæðum bundið að greina
hvert einasta orð, þrátt fyrir að
um hreinræktaðan Skota sé að
ræða.
„En vinna mín í heildina er á
næsta breiðum grundvelli, svo
ekki sé meira sagt. Ég er oft
beðinn að koma á barnaheimili,
dvalarheimili aldraðra, á bóka-
söfn, krár, listahátíðir o.s.frv.
fyrir utan skólana. Það sem bíð-
ur mín á næstunni eru ferðir til
írlands, Kanada, Þýskalands,
Austurríkis og Bandaríkjanna.
Hver veit svo nema íslandsferð
gæti rúmast á dagskránni áður
en of langt um líður?“ - Það er
erfitt að gera grein fyrir öllu því
sem David hefur að segja um hið
margbreytilega hlutverk sagna-
þularins og því verður hér stað-
ar numið. En eitt er víst: enginn
sem á hann hlustar er líklegur til
að gleyma þeirri stund í bráð.
Helga Ágústsdóttir,
kennari við Hrafnagilsskóla.
Sé áhugi á að fá David í skóla-
heimsókn eða njóta listar hans í
öðru samhengi, þá vinsamlegast
hafið samband við greinarhöfund
að Hrafnagilsskóla, Eyjafjarðar-
sveit, sími: 463-1383.
20