Málfríður - 15.09.1997, Blaðsíða 5

Málfríður - 15.09.1997, Blaðsíða 5
fyrir lestrar- og málfræðikennslu en gefa þyrfti nemendum aukin tækifæri til þess að tjá sig. Fyrir utan hlustun, tal, lestur og ritun vill nefndin leggja áherslu á orðaforða og málnotkun annars vegar og menningu og samskipti hins vegar. Sú leið sem valin var er þríþætt: Fyrst eru settar fram megináherslur, þá eru markmið og loks leiðir að markmiðunum. Markmiðin eru miðuð við tvo vetur í senn í grunnskóla en litið er á framhaldsskólann sem eina heild. Einnig ætti eftir að setja markmið fyrir mismunandi nem- endahópa og mismunandi kennsluaðstæður. Markmiðin sem hér væru sett fram, væru metnaðarfull og miðuð við góða meðalnemendur. Þegar hér var komið sögu voru fundarmenn beðnir að skipa sér í vinnuhópa eftir tungumálum. Menn fengu í hendur drög að námskrá fyrir grunn- og framhaldsskóla, hver hópur í sinni grein. Voru hóp- arnir beðnir að kynna sér vel efni þeirra og skila skriflegum athugasemdum með ábending- um um breytingar. Gerður ítrekaði að námskrárvinnan væri enn á vinnslustigi og tekið yrði tillit til athugasemda kenn- ara við endanlega gerð hennar. Að Ioknum hádegisverði í boði menntamálaráðuneytisins gerðu fulltrúar vinnuhópanna grein fyrir niðurstöðum sínum. Almennt var látið mjög vel af starfi nefndarmanna og menn fögnuðu því að hafa fengið þetta tækifæri til að hafa áhrif á nám- skrárgerðina. Áður hafði komið fram athugasemd þess efnis að verkmennta- og starfsnáms- brautir hefðu gleymst. Gerður svaraði því til að svo væri ekki, heldur yrði sú vinna unnin síðar og þá jafnframt hugað að því hvernig tengja mætti nám á þessum brautum við aðrar bók- námsbrautir. Eftir að nefndin hefur skilað skýrslu sinni til menntamála- ráðherra kemur hún á netið. Slóðin er: http://www.ismennt. is/vefir/namskra/ Ritnefnd Málfríðar. Þýska bókasafnið Goethe Institut Tryggvagötu 26 101 Reykjavík Sími 551 6061 Stærsta safn þýskra bóka á íslandi Menningarmiðstöð Sambandslýðveldisins Þýskalands Myndbönd, tónbönd, kennsluefni fyrir þýskukennslu Dagblöð og tímarit Safnið er öllum opið og útlán endurgjaldslaus Opið mánudaga til fimmtudaga frá 14.00-18.00 5

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.