Málfríður - 15.09.1997, Síða 6
Guörún Halldórsdóttir:
„Á móðurmálinu segi ég það
sem ég vil, á nýja málinu
segi ég það sem ég get.“
Að kenna útlendingum íslensku.
Nokkrir punktar um lestækni og málþroska nýbúa.
Árið 1979 kom fyrsta bylgja
flóttafólks frá Asíulöndum til Is-
lands. Fólkið var ekki fyrsta
flóttafólkið sem settist að á ís-
landi, öðru nær, en það fyrsta
sem hlaut sérheitið nýbúar. Þetta
heiti vefst fyrir þeim mörgum og
þeir spyrja: „Hve lengi þarf ég að
búa hér til að hætta að vera
nýbúi?“ Þessi spurning sýnir mál-
þroska sem hverjum manni er
nauðsynlegur og mikilvægi mál-
þroskans er einmitt kjarni þess
sem mig langar að koma á fram-
færi við ykkur, félagar mínir í
stétt tungumálakennara.
Sjálf tæknin að lesa er tiltölu-
lega auðlærð alveg eins og tækn-
in að reikna. Hvoru tveggja
byggist á endalausri endurtekn-
ingu og líkist því að sumu leyti
leikfimi og sundþjálfun og teng-
ist raunar þeirri fimi þ.e. þjálfun
fínhreyfinga.
Þegar víetnamska bátsflótta-
fólkið kom hingað 1979 lögðum
við, sem á móti þeim tóku, höf-
uðáherslu á að kenna fullorðna
fólkinu. Við héldum að börnin
myndu teyga íslenskuna í sig í
samskiptum við íslensk börn í
skóla og leik, en mál íslensku
barnanna er jú barnamál og
orðaforði takmarkaður. Auk
þess höfðu aðkomubörnin til-
hneigingu til að halda hópinn og
þá fóru tjáskiptin mest fram á
þeirra móðurmáli, sem auðvitað
var líka talað heima.
Ingmar Egede skólastjóri
kennaraskólans í Nuuk (Godt-
haab) á Grænlandi kom hingað
fyrir 25 árum og hélt ræðu í Nor-
ræna húsinu um skólamál á
Grænlandi. Hann greindi okkur
frá því að þar í landi færi
kennsla barnanna fram á
dönsku og heima töluðu þau
grænlensku, væru svo stundum
í heimavist í skólanum og því
miklu minna með sínu fullorðna
fólki. Þetta hefði haft þær grát-
legu afleiðingar, að hópar ung-
menna yrðu illa að sér í móð-
urmálinu, töluðu nánast græn-
lenskt barnamál og næðu heldur
ekki tökum á dönsku, dæmdir til
að vera ómenntaðir og illa færir
félagslega. Hann var greinilega
mjög dapur yfir þessari þróun
og frásögnin fékk líka mjög á
okkur sem á hlýddu.
Við gerðum okkur þó ekki
grein fyrir því, að það væru
tengsl milli lítils málþroska í
grænlensku og lélegs árangurs í
dönskunáminu. Enn síður hug-
kvæmdist mér að yfirfæra þessa
vitneskju á örlög víetnömsku
barnanna. Brátt fórum við þó að
sjá að við áttum við líkan vanda
að etja hér heima. Börnin lærðu
einföldustu orð og hugtök, en
urðu síðan strand, vegna þess
að þau skildu ekki inntak orða
sem þau áttu að tileinka sér,
innihaldið var þeim framandi
bæði á gamla og nýja málinu.
í hópi bátsflóttafólksins voru
þrjár konur ólæsar eða illa læs-
ar og það kom í minn hlut að
reyna að kenna þeim bæði tækn-
ina að lesa og íslensku í einu. Ég
greip til gömlu lestrarkennslu-
blaðanna sem ég hafði kynnst í
Kennaraskólanum „Óli á Ösi á ís
..." o.s.frv. Orðin eru stutt og lík
og ætti því að vera einfalt að
læra þetta. En í stuttu máli sagt,
það gekk ekkert. Þá minntist ég
Paolo Freire og kennslu hans
meðal ólæsra í Brasilíu og síðar
í Afríku. Hann notaði miklu
lengri orð og flóknari texta og
náði mjög góðum árangri. Hans
galdur var að nota texta með
innihaldi sem varðaði fólkið
sjálft og það er besta leiðin til
að kenna fullorðnum lestur.
Fólkið hefur tiltæk flókin hugtök
á móðurmálinu og á því ekki
erfitt með að tileinka sér flókn-
ari orð og texta á nýju máli komi
því það við, sem verið er að
fjalla um. Þess vegna bjó ég til
einfaldar setningar úr lífi þeirra
sjálfra og „þá gekk rófan“.
Fyrir þá sem ætla að kenna
börnum og fullorðnum íslensku
er nauðsynlegt að hafa í huga að
höfða til reynsluheims nemenda
og minnast þess að okkar ís-
lenski reynsluheimur er líklega
allfrábrugðinn reynsluheimi
þeirra. Nemandinn, umhverfi
hans, þarfir og reynsla er það
efni, sem sjálfsagt er að nýta
sem og minningar hans frá
heimaslóðum og samanburður
við það sem hann upplifir hér.
Þessir þættir eru óþrjótandi um-
ræðu- og fræðsluefni og í slíkri
kennslustund hafa allir eitthvað
að láta af mörkum.
Það að kenna útlendingum ís-
lensku er ekki einfalt mál. T.d.
áttu þeir nýbúar sem stunduðu
nám í sumarskóla Námsflokka
Reykjavíkur sl. sumar yfir 40
móðurmál. Sumir áttu ekki rit-
mál. En þó ritmálið sé til er ekki
víst að táknin séu vestræn, svo
k.
6