Málfríður - 15.09.1997, Page 8
Ardís Elíasdóttir:
Tælenskunám
Sumarið 1995 hélt ég út til
ársdvalar í Tælandi. Þar er töluð
tælenska, sem er sínó-tíbeskt
mál og mjög ólíkt indóevrópsk-
um málum. Þar sem Tælend-
ingar tala litla sem enga ensku
var mjög mikilvægt að ná sem
fyrst tökum á málinu og því
ákvað ég að hefja undirbúning
hér heima. Ég fjárfesti því í
Linguaphone námskeiði sem lof-
ar góðum árangri á þremur vik-
um. Ég er líklega nokkuð undir
meðalgreind þar sem þrjár vikur
hafa aldrei reynst mér nægilegar
til að ná góðum tökum á tungu-
máli.
Reynsla mín af tungumálum
hingað til hefur sannfært mig
um að nauðsynlegt sé að skilja
hvernig tungumál eru uppbyggð
til að geta lært þau. Þennan
skilning fáum við að mestu
gefins frá íslensku í dönsku og
ensku en þýskan getur reynst
örlitlu snúnari. í tungumáli, sem
er jafn frábrugðið íslensku og
tælenskan er, er hins vegar best
að ganga að engu gefnu og byrja
frá grunni. Venjuleg tælensk set-
ning er byggð þannig upp:
frumlag-umsögn-sagnfylling.
Þetta er nokkuð líkt íslensku
nema hvað að frumlaginu er oft-
ast sleppt og sögnin er óbeygð
og stýrir ekki falli því fallbeyging
orða er ekki fyrir hendi. Einnig
þarf oft að skjóta inn tíðarorði
til að skilgreina í hvaða tíð setn-
ingin er.
Dæmi: Fara skóli.
Þetta gæti merkt „Ég er að fara í
skólann, ég fór í skólann, ég fer
í skólann, ég mun fara í skólann,“
o.s.frv. Með tíðarorði fæst hins
vegar:
Fara skóli búinn,
sem merkir „Ég fór í skólann".
Spurnarsetningar eru eins og
venjulegar setningar nema að
aftast er bætt við spurnarorði:
Fara skóli ha,
sem útleggst: „Ertu að fara í skól-
ann?/Viltu fara í skólann?" Svar
við slíkri spurningu væri ein-
faldlega: „Fara“ eða „Ekki fara“
(sagnfyllingu og öðrum aukaorð-
um sleppt). Önnur helstu ein-
kenni tælenskrar setningafræði
eru að lýsingarorð standa á eftir
orðunum sem þau lýsa (sbr.
latínu) og neitanir standa á und-
an sögnum (Ég ekki fara
skóli=Ég fer/fór ekki í skólann).
Þegar þessi grunnur er fyrir
hendi er kominn tími til að bæta
við málfræðina og jafnframt orða-
forða. í tælensku er málfræðin
takmörkuð (hvorki fall- né tíð-
beygingar orða) en orðaforðinn
er óhemju viðamikill. í tælensku
eru nefnilega til mörg orð yfir
hvert hugtak og mjög strangar
siðareglur gilda um hvenær á að
nota hvert orð. T.d. er ekki til
neitt „ég“ heldur eru tugir orða
með þá merkingu til. Ef vitlaust
orð er notað getur maður óvilj-
andi móðgað viðmælandann og
fengið á sig orð sem dóni. Ör-
lítið vottar fyrir þessu í íslensku,
t.d. að dýr éta og drepast en fólk
borðar og deyr. Samsett orð í
tælensku eru byggð upp svipað
og íslensk nema að röðin er öfug
(sbr. lýsingarorðin):
húsbíll=bíllhús
bílskúr=skúrbíll
Til að ná sem mestum orðaforða
er nauðsynlegt að lesa mikið
enþaðhefurreynstmérerfittþvíað
tælenskaeröllrituðíeinnibunu og
það með sínu eigin letri. Auk
þess eru siðareglurnar um orð-
notkun til baga því að ritað mál
notar allt annan orðaforða en
það talaða.
Annað sérkenni tælensku,
sem reynist Vesturlandabúum
erfitt, eru tónarnir fimm. Tæ-
lensk orð eru nefnilega borin
fram með mismunandi tónum
(lágur, venjulegur, hár, rísandi,
lækkandi) og hvert hefur sína
merkingu (reyndar er sjaldgæft
að orð sé til í öllum tónunum).
Það er t.d. til orð sem merkir
fótur eða að drepa allt eftir því
hvaða tónn er notaður (að öðru
leyti eru orðin 100% eins). Það
er líka vonlaust að spyrja til veg-
ar ef maður heyrir ekki tóninn
því að „sama“ orð er notað fyrir
langt og stutt! Ég verð að játa
það að eftir eitt ár í Tælandi var
ég ekki enn komin með til-
finninguna fyrir þessu og lét því
vera að spyrja mikið til vegar.
Það er því ljóst að við tæ-
lenskunámið þá get ég nýtt mér
þær aðferðir sem ég hef tileinkað
mér við tungumálanám almennt.
Hvert einstakt mál var mér þó
ekki til hjálpar þar sem tælensk-
an er svo ólík öllum þeim málum
sem ég hef áður lært. En nú gæti
tælenskukunnáttan komið sér vel
ef ég reyndi við búrmísku eða laó
á svipaðan hátt og ensku- og
dönskuþekking nýtast við þýsku-
nám.
Ardís Elíasdóttir,
nemandi í 6. bekk MR.
8