Málfríður - 15.09.1997, Page 9
Þórhildur Oddsdóttir og
Ósa Knútsdóttir:
„Den der
skal selv
skal lære
arbejde“
Námskeiðið Ábyrgð nemenda
(Medansvar for egen læring)
var haldið í Tæknigarði 4.-6.
júní. Fyrirlesari var Jytte Birke-
bæk, sem kennir við Kennara-
háskólann í Kaupmannahöfn og
er jafnframt svæðisráðgjafi á
Sjálandi. Námskeiðið sóttu Iið-
lega 30 málakennarar víðsvegar
að af Iandinu.
Eins og nafn námskeiðs gefur
til kynna fjallaði Jytte Birkebæk
um á hvern hátt hægt væri að
auka áhuga nemenda á námi
með því að gera þá í æ ríkari
mæli ábyrga fyrir námi sínu.
Þetta kallar á nýjan skilning á
hlutverki nemenda og kennara
og breyttar kennsluaðferðir.
Til þess að þetta geti orðið
þarf hlutverk kennarans að
breytast frá því að „stjórna frá
púltinu" í að vera „leiðbeinandi
og ráðgefandi". Taka verður tillit
til þess hversu ólíkir nemendur
eru, bakgrunnur mismunandi
sem og námsgeta/ - hraði.
Nemendur fá líka nýtt hlut-
verk, þeir vinna meira sjálfstætt
og eru gerðir ábyrgir fyrir því
sem þeir eru að læra.
Nemendur vinna ekki lengur
sömu verkefni á sama tíma og
með sama hraða. í kennslu sinni
gengur Jytte Birkebæk út frá því
að einstaklingsmiðað náms-
ferli (*undervisningsdifferenti-
ering) sé forsenda þess að gefa
nemendum tækifæri til að:
- bera ábyrgð á eigin námi,
- vera meðábyrgir í námi
bekkjarins,
- vera virkir þátttakendur í
kennslunni,
- að setja markmið og meta
framlag sitt (indsats),
- að byggja upp og varð-
veita sjálfstraust.
Jytte Birkebæk telur mikil-
vægt að nemendur setji sér
markmið í samvinnu við kenn-
arann, annars vegar fyrir
bekkinn í heild, (t. d. hvaða
efni/orðaforða viljum við vinna
með) og hins vegar að hver ein-
stakíingur setji sér markmið
óháð öðrum í hópnum/bekkn-
um.
Nemendur skipast í hópa eftir
því hvaða færniþætti þeir vilja
þjálfa hverju sinni. Þeir ræða
um á hvern hátt þeir geta best
náð markmiðum sínum og hvers
konar efni sé hentugast. Hópur-
inn finnur síðan námsefni í sam-
vinnu við kennarann og ákveður
hvernig hann vill í lok tímabils
eða vinnuferlis sýna fram á að
settum markmiðum hafi verið
náð. Námsferlið er þá aðalatrið-
ið en ekki hvort eftir liggur full-
klárað verkefni eða hvort samin
hefur verið skýrsla um vinnuna
og inntak hennar. Mikilvægt er
að tímamörk séu skýr og að
hver hópur geri grein fyrir því
að hverju hann ætlar að stefna
og á hvaða hátt, þ.e. hvaða
væntingar menn hafa til vinn-
unnar (proces) og útkomunnar
(projekt).
Ætlunin er að gera nemendur
meðvitaða um samspilið milli
þeirra markmiða sem þeir setja
sér og þeirra námsgagna sem
þeir hafa úr að velja og einnig
að þeir geri sér í æ ríkari mæli
grein fyrir því hvernig nám fer
fram.
Upplagt er að útbúa eyðublað
(sýnishorn 1) þar sem hver
nemandi/par/hópur setur sér
markmið - velur efni og úr-
vinnsluform (proces) og síðan
annað eyðublað (sýnishorn 2)
þar sem sömu aðilar setja sér
markmið um birtingarform
vinnunnar (projekt). í lok tíma-
bils (lengd þess fer eftir við-
fangsefni hverju sinni) fer fram
allsherjar mat (sýnishorn 3)
nemenda á því að hve miklum
hluta markmið náðust, hverju
það er að þakka/kenna að árang-
urinn varð svo góður/slakur.
Sýnishorn þau af eyðublöðum,
sem hér fylgja, eru fengin frá
Jytte Birkebæk, og hún notar
þau við enskukennslu í 6. bekk
(= 7. bekk á íslandi). Aðstæður
ráða hvort nemendur fylla blöð-
in út á móðurmáli eða því tungu-
máli sem verið er að læra.
Til þess að auðvelda nemend-
um að gera sér grein fyrir fram-
gangi námsins til lengri tíma
Iitið, svo og að meta útkomuna,
eru þeir látnir halda dagbók,
þar sem þeir skrifa í stuttu máli
í lok hvers tíma, hvað þeir hafa
gert. Tilgangurinn með þessu er
tvíþættur:
1. Nemendur glöggva sig á því
sem þeir hafa verið að gera
og hversu mikið/lítið þeir hafi
haft út úr því - sem sagt enn
frekari tilraun til þess að gera
þá meðvitaða um nám sitt.
2. Reynt er að gera nemendum
ljóst, að árangurinn í náminu
er undir þeim sjálfum kominn.
9