Málfríður - 15.09.1997, Qupperneq 16
Þórey Einarsdóttir og
Þórhildur Lárusdóttir:
Námskeið FEKÍ í Bath
Dagana 10. til 18. júní síðast-
liðinn var haldið námskeið fyrir
enskukennara frá íslandi við há-
skólann í Bath á suðvestur Eng-
landi. Námskeiðið var haldið á
vegum FEKÍ og Endurmenntun-
arstofnunar HÍ. Gerður Guð-
mundsdóttir, formaður FEKÍ, sá
um allan undirbúning nám-
skeiðsins í samvinnu við Ewan G
Dow, sem er yfirmaður þeirrar
deildar háskólans í Bath sem sér
um menntun enskukennara.
Námskeiðið sóttu 19 kennar-
ar, bæði af grunn- og framhalds-
skólastigi alls staðar að af land-
inu. Dvalið var á stúdentagarði á
háskólasvæðinu í Bath og var
aðbúnaðar þar að allra mati til
fyrirmyndar. Þátttakendur fengu
sérherbergi með baði og afnot
af eldhúsi. Auk þess fengu menn
aðgang að bókasafni og góðum
tölvukosti háskólans, íþrótta-
húsi og fleiru.
Heiti námskeiðsins var An
Intensive Course in English
Language, Teaching Methodo-
logy and Culture. Markmið nám-
skeiðsins var í raun tvíþætt: að
kynna fólki nýjar kennsluaðferð-
ir og að rifja upp og efla þekk-
ingu þess á bresku samfélagi og
menningu. Hverjum degi var
skipt til tvenns konar vinnu.
Vinnan fyrri part dagsins fór
fram innandyra á háskólasvæð-
inu. Síðari hluta dagsins eyddu
þátttakendur í skoðunarferðir
og ýmiss konar upplifun á
breskri menningu og samfélagi.
Fyrirlestrarnir fóru fram í
húsnæði tungumáladeildar há-
skólans í Bath. Þátttakendur
sóttu fyrirlestra í “Language
Development” þar sem þeim
voru kynntar aðferðir og hug-
myndir í tungumálakennslu sem
tengdar voru ýmsum sviðum
hins lifandi máls í bresku nú-
tíma samfélagi, svo sem orðtök-
um í ensku, óformlegu máli,
tungumáli og fjölmiðlamenn-
ingu, menningu og hjátrú, þróun
málsins og umræðutækni svo
eitthvað sé nefnt. Síðan vann
fólk í hópum við „projectwork“
þar sem hver hópur valdi sér
verkefni eftir áhugasviði og
nemendahóp. Margir notuðu
tækifærið og unnu námsefni upp
úr breskum blöðum og tímarit-
um, aðrir notfærðu sér bókasafn
háskólans og einkasafn kenn-
aranna við verkefnavinnu, einn
hópur tók viðtöl við bresk börn
og unglinga til þess að nota í
kennslu, og svo framvegis. Þátt-
takendur kynntu síðan verkefni
sín í lok námskeiðsins og fengu
margir gagnlegar hugmyndir og
verkefni með sér heim til þess
að vinna með í vetur.
Síðari hluta dagsins var hlust-
að á fyrirlestra um sögu og
menningu Bath og farið með
þátttakendur í skoðunarferðir
um Bath og nágrenni.
Fyrsta daginn var farið í
heimsókn í ráðhúsið í Bath þar
sem hópurinn hitti borgarstjór-
ann. Síðan var farið í skoðun-
arferð um rómversku böðin sem
eru byggð í kringum einu heitu
uppspretturnar í Bretlandi.
Farið var í skoðunarferð til
Lacock Abbey, sem er í umsjón
National Trust, og einnig komið
við í Castle Comb. Rétt við
Lacock er mjög skemmtilegur,
gamall bær sem er einnig í um-
sjón National Trust. Þetta er
gamalt enskt þorp frá 18. öld,
þar sem húsin eru varðveitt í
sinni upprunalegu mynd.
Lacock er mjög gjarnan notað,
sem sviðsmynd í kvikmyndum
sem gerast eiga á þessum tíma
og má nefna að sjónvarpsmynd-
in Pride and Prejudice er tekin
upp að hluta í Lacock. Castle
Comb er annar smábær stutt frá
Bath þar sem gat að líta dæmi-
gert sveitasetur.
Þá var farið í heimsókn til
Montacute House sem er til-
komumikið sveitasetur með fal-
legum görðum stutt frá Bath, en
fyrir áhugamenn um Jane Aust-
en þá má geta þess að þar var
hluti kvikmyndarinnar Sense
and Sensibility tekinn.
Farið var í gönguferð um Bath
þar sem þátttakendur hlýddu á
fyrirlestra um sögu og uppbygg-
ingu borgarinnar. Einnig var
farið í Jane Austen Walking
Tour, heimsóttar voru slóðir
Jane Austen, rifjaðir upp kaflar
úr ævi hennar og skáldsögum.
Að göngunni lokinni var farið í
teboð í húsi því er Jane Austen
bjó í í Bath, og má segja að það
hafi verið hápunktur gönguferð-
arinnar. Á sunnudeginum var
haldið til Stourhead Gardens
skammt suður af Bath, en að
sögn kennara er þar að finna fal-
16