Málfríður - 15.09.1997, Síða 17
legustu garða í Bretlandi, og þar
hafa kvikmyndir einnig verið
teknar upp.
Einn liður í dagskrá nám-
skeiðsins voru skólaheimsóknir
í ýmsar menntastofnanir í borg-
inni. Þátttakendum var skipt
niður á nokkra skóla. Sumir
heimsóttu virðulega einkaskóla
og fylgdust með kennslu þar,
aðrir litu inn í tíma í háskól-
anum sjálfum og enn aðrir heim-
sóttu grunnskóla, þar á meðal í
fátækrahverfi borgarinnar þar
sem atvinnuleysið er um 80 af
hundraði og barnaskólinn gegn-
ir miklu félagslegu hlutverki.
Kennarar og skipuleggjendur
námskeiðsins, þau Ewan G.
Dow, Marian McNeir og Su
Woodwards, lögðu mikinn metn-
að í þennan þátt námskeiðsins
með það fyrir augum að upp-
Iifun þátttakendanna yrði sem
fjölbreyttust og var mál manna
að þeim hefði tekist afar vel
upp.
Marian McNeir, annar kenn-
ara námskeiðsins, er borgarfull-
trúi í Bath og það var ekki síst
fyrir áhrif hennar að fólki var
tekið tveim höndum á ofan-
greindum stöðum, sem allir eru
í umsjón National Trust.
Þátttakendur voru á einu máli
um að námskeið þetta, sem var
nokkuð frábrugðið þeim nám-
skeiðum sem áður hafa verið
haldin, hafi verið vel heppnað
og veitt góða innsýn inn í tungu-
mál, menningu og sögu Bret-
lands, eins og reyndar mark-
miðið var. Er ætlun FEKÍ að
standa að öðru slíku námskeiði í
Bath eftir tvö ár.
Þórey Einarsdóttir , kennari við
MH og Þórhildur Lárusdóttir,
kennari við Valhúsaskóla.
Nýtt námsefni til dönskukennslu
væntanlegt fyrir áramót
Superdansk
Einkum œtlað 10. bekk.
Og det er Danmark!
Einkum œtlað 8.-10. bekk
Textabók
Vinnubók
Hlustunarefni
(hljómband eða
geisladiskur)
Kennarabók
(með hljómbandsútskrift)
* Tvö myndbönd
* Verkefni til Ijósritunar
* Kennsluleiðbeiningar
í nemendabókinni er m.a
- mat, hreyfingu og lífsstíl
- fjölskyldu- og vinatengsl
- fréttir og dagblöð
- framhaldsnám og vinnu
fjallað um Á tveimur myndböndum eru um
25 stuttir þættir sem sýna ýmis
atvik úr daglegu lífi í Danmörku.
Verkefni fylgja hverjum þætti.
/*8k
NAMSGAGNASTOFNUN
Laugavegi 166 • 105 Reykjavík • Sími 552 8088 • Fax 562 3720
Vefslóð: http://www.ismennt.is/vefir/nams • Netfang: uthlutun@nams.is
17