Málfríður - 15.09.1997, Qupperneq 23
Rannveig Jónsdóttir:
BBC fréttir f skólastofunni
Haustið 1996 ákváðu kenn-
arar í enskudeild Fjölbrautaskól-
ans við Ármúla að gera tilraun
til að nýta BBC fréttir í útvarp-
inu reglubundið sem kennslu-
efni til að auka fjölbreytni í
hlustun í efstu áföngunum: ENS
303, ENS 403 og ENS 503/513, en
ENS 503 er kennd á haustönn og
ENS 513 á vorönn. Reynslan var
það góð að við héldum áfram á
sömu braut og er þetta því
þriðja önnin sem BBC fréttirnar
eru hluti námsefnis. Nemendur
á málabraut munu hlusta viku-
lega á BBC fréttir og vinna verk-
efni tengd þeim í fjórar annir en
nemendur á öðrum stúdents-
brautum í tvær.
Undirbúningurinn
Fjórir kennarar, en ekki alltaf
þeir sömu, hafa tekið þátt í
þessu starfi á hverri önn, svo
komið hefur í hlut hvers og eins
að taka upp fréttirnar og búa til
verkefnin einu sinni í mánuði.
KLASSÍK FM 106,8 sendir út
fréttirnar á virkum dögum klukk-
an 9.00, 12.00 og 17.00, en út-
sendingartímarnir hafa breyst í
tímans rás. Við tökum upp frétt-
irnar fyrripart viku, ýmist heima
eða í skólanum, og verðum að
ætla okkur góðan tíma því
margt getur tafið framkvæmd,
t.d. hefur stöðin „gleymt" að
senda fréttirnar út, okkar tæki
hafa verið biluð og kennararnir
vant við látnir á fréttatímum en
með góðum vilja hefur dæmið
gengið upp. Nemendur hlusta
síðan á fréttirnar seinni hluta
vikunnar.
Lengd hverrar fréttaupptöku
er um það bil fimm mínútur og
síðan búum við til orðalista og
viðeigandi hlustunarverkefni.
Listann með helstu lykilorðun-
um fá nemendur gjarnan í hend-
ur sér til glöggvunar daginn áð-
ur en þeir hlusta á fréttirnar.
Hlustunarverkefnin, sem eiga að
tryggja að nemendur hlusti af
athygli eftir ákveðnum upplýs-
ingum, eru yfirleitt tvíþætt, þ.e.
eyðufyllingar og spurningar,
sem nemendur svara skriflega.
Hlustunartíminn
í byrjun hlustunartímans er
rennt yfir orðalistann til þess að
tryggja að allir skilji og það
sama gildir um hlustunarverk-
efnið sem nemendur fá síðan í
hendur. Þá eru fréttirnar spilað-
ar einu sinni stanslaust til þess
að gefa heildaryfirlit. Síðan er
hlustað aftur nokkrum sinnum
með hléum svo nemendur fái
tóm til að svara skriflega og þá
koma orðalistarnir að góðu
gagni við stafsetninguna. Að
sjálfsögðu þurfa nemendur í
lægri áföngunum að hlusta oftar
en hinir til þess að geta leyst
verkefnin. Kennarinn leitar síð-
an munnlegra svara hjá nem-
endum en varpar loks svörun-
um á tjald svo þeir geti örugg-
lega leiðrétt stafsetningu og
annað eftir þörfum.
í vikulokin, þegar allir hóp-
arnir (alls 160 nemendur) hafa
lokið hlustuninni, skilum við
fréttasnældunum og meðfylgj-
andi verkefnum á bókasafn skól-
ans, þar sem þeir nemendur, er
misstu af tímanum, hafa að-
stöðu til að hlusta á fréttirnar
og leysa verkefnin.
Alls höfum við tekið tíu frétta-
þætti á önn og haft hlustun-
arpróf í lok annars. Þá spilum
við aftur einn þessara þátta en
leggjum fyrir ný hlustunar-
verkefni, misþung eftir áföngum.
Nemendur geta að sjálfsögðu
búið sig undir prófið með því að
hlusta aftur á BBC fréttirnar á
bókasafni skólans. (Sjá greinina
„Aðstaða til sjálfsnáms“ í Mál-
fríði, nóvember 1991).
Á vorönninni gáfum við nem-
endum stundum til gamans að
hlustun lokinni fréttapistla úr
The Guardian, The Sunday
Times eða The Daily Telegraph
um sama efni og BBC fréttirnar,
en LINGUA aðstoðarkennarinn
okkar létti undir og fann efnið á
netinu samdægurs.
60 mínútna kennslustundir
Frá upphafi höfum við reynt
að stilla í hóf þeim tíma sem fer
í hlustunarverkefnið svo það
taki í mesta lagi hálftíma í hvert
skipti, en kennslustundin í Fjöl-
brautaskólanum við Ármúla er
sextíu mínútur.
Lengi veltum við því fyrir
okkur hvernig best væri að nýta
seinni hluta tímans. Af nægu var
að taka því aldrei endist önnin
til að þjálfa alla færniþættina
eins vel og við vildum.
Við ákváðum að nýta tímann í
ENS 303 og ENS 404 sérstaklega
23