Málfríður - 15.09.1998, Blaðsíða 26

Málfríður - 15.09.1998, Blaðsíða 26
Frá enskunámskeiði við háskólann í Swansea íWales sumarið 1998 Bergljót Halldórsdóttir Monica Mackintosh Walesbúar hafa gert átak í því að endurvekja málið og nú verða öll skóla- börn að læra velsku sem ann- að tungumál. 26 Síðastliðið sumar, nánar tiltekið 15.-26. júní var boðið upp á námskeið fyrir ensku- kennara á vegum KHI við háskólann í Swansea íWales. Námskeiðið sóttu undirritaðar ásamt 20 öðrum kennurum víðs vegar af land- inu. Námskeiðið var í alla staði vel heppn- að og greinilegt var að skipuleggjendur námskeiðsins í Swansea höfðu lagt mikinn metnað í framkvæmd þess. Yfirmaður rannsókna í the Centre for Applied Language Studies (CALS) við há- skólann í Swansea er Paul Meara, og hef- ur hann unnið að rannsóknum á orða- forða. Hann hefur hannað próf í tölvu- tæku formi með það fyrir augum að prófa á fljótvirkan hátt orðaforða próftakans. Prófið nefnist LLEX og er byggt á 150 orða lista með réttum enskum orðum eða tilbúnum orðum. Eitt orð kemur á skjáinn í senn og próftakinn svarar annaðhvort já eða nei eftir því hvort hann telur að orð- ið sé til á ensku eða ekki. Þegar prófinu er lokið koma niðurstöðurnar samstundis. Forritið kemur ekki alltaf upp með sama orðalistann nema maður taki prófið oftar en einu sinni á sama degi. Paul Meara hef- ur unnið að því að þýða prófið yfir á önn- ur tungumál, svo sem þýsku og frönsku og hefur áhuga á að láta þýða það á íslensku. Meara hélt fyrirlestur á námskeiðinu og kynnti prófið og gaf öllum þátttakendum eintak af prófmu. Okkur fannst þetta próf mjög athyglisvert því það gefur á fljótvirk- an og þægilegan hátt upplýsingar um enskukunnáttu þess sem prófið tekur. Kennslufræðin var stærstur hluti af nám- skeiðinu, hresst var upp á málfræðikunnáttu kennara og farið í hljóðfræðina. Einnig var saga og menning Wales vel kynnt. Það var mjög athyglisvert að kynnast sögu og menningu Wales, aðallega vegna þeirrar sérstöðu sem tungumálið, þ.e. velskan, hefur. Manntal var tekið í Wales árið 1991 og kom þá í ljós að einungis 18,7% íbúa tala velsku. Þetta kom okkur á óvart því við, eins og eflaust margir aðrir, héldum að velskan væri almennt notuð. Walesbúar hafa gert átak í því að end- urvekja málið og nú verða öll skólabörn að læra velsku sem annað tungumál. Einnig hafa verið stofnaðir skólar sem kenna allar námsgreinar á velsku og nú eru um 500 foreldrar sem senda börn sín í þessa skóla þó þeir kunni ekki velsku sjálfir. Við heimsóttum einn slíkan skóla og þar fer öll kennsla fram á velsku, nema enskukennslan. Þannig að í skólanum er enskan í raun annað tungumál í landi þar sem enska er fyrsta tungumál. Arangur nemenda í þessum skólum hefur verið mjög góður og hafa þeir staðið sig vel þegar þeir sækja framhaldsmenntun, er þetta því vel heppnuð tilraun við tví- tyngda kennslu, þar sem öll kennsla fer fram á öðru máli en móðurmálinu. En það sýnir okkur að hægt er að kenna tungumál með því að samþætta þau við aðrar námsgreinar. Nokkuð var farið í málfræðina og þá helst til að bæta við málfræðikunnáttu kennaranna en lögð áhersla á að nemend- ur lærðu málfræðina sem samofinn hluta af öðru enskunámi svo segja má að kenna eigi enskuna heildstætt. Meiri áhersla var lögð á innihald en form og málfræðin ekki kennd með málfræðiæfingum heldur í gegnum leiki og þrautir og samvinnu nemenda og á hagnýtan hátt í tengslum við það efni sem farið er í. Segja má að lögð hafi verið áhersla á að kenna rétt mál en ekki málfræðilega uppbyggingu. Einnig má nefna að áhersla var lögð á að kenna föst orðasambönd því þau eru mikilvægur þáttur í því að nemendur læri rétt mál.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.