Málfríður - 15.09.1998, Blaðsíða 9

Málfríður - 15.09.1998, Blaðsíða 9
Hlustunarþjálfun með hjálp mynd- og hljónrbanda. Kynning á fundarsköpum og hlut- verkaleikir þar að lútandi. Spjall urn daginn og veginn. Styrkur námskeiðanna er sá að: a) þau eru sniðin að þörfum þátttak- endanna eftir því sem við verður komið, b) markmið þeirra er að gera þátttak- endur hæfari í að hlusta, skilja og tjá sig, c) kennarar eru tveir og hóparnir fá- mennir, d) öll samskipti innan kennslustofunnar fara franr á dönsku. Flestir þátttakendanna eru ágætlega læsir á dönsku, en fmna til vanmáttar þegar kem- ur að hlustun og munnlegri færni. Svo vitnað sé í orð þátttakenda: Við fórum í framhaldsnám til Bandaríkjanna og töld- um eðlilegt að við myndum nota ensku í samkiptum á norrænum vettvangi. Þetta viðhorf breyttist hins vegar þegar á hólm- inn var komið. Okkur varð ljóst að við fórum einhvers á mis með því að tala alltaf ensku og okkur fór að langa til þess að geta tekið þátt í samræðum á norrænu máli, þó ekki væri nema milli funda! Það ber að nefna að námsefni og kennsluáætlanir standa og falla með þeim sem leiða námskeiðið, blása lífi í náms- efnið og virkja þátttakendur til þess að takast á við gamla kunnáttu á nýjum for- sendum. Námskeiðin hefðu tæpast náð þeim vinsældum sem raun bar vitni, ef þátttakendur hefðu ekki notið styrkrar leiðsagnar þeirra Agústu P. Agústsdóttur og Berthu S. Sigurðardóttur. Þeim hefur tekist að laða fram hjá þátttakendum djúpt grafna kunnáttu og getað aðstoðað þá við að gera dönskuna að virku tæki í starfi og leik. Brynhildur A. Ragnarsdóttirjorstöðumaður Norrænu tungumálaráðgjafarinnar Frá Félagi dönskukennara Fundur í tilefni af 30 ára afmæli FDK verður haldinn að Hótel Sögu („Skáli“ 2.hæð) laugardaginn 14. nóvember kl. 11. Flutt verður lifandi tónlist og framreiddur léttur hádegisverður. Avörp flytja Klaus Kappel sendiherra Dana á Islandi, Geir Gunnlaugsson forstjóri Marel og Berglind Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs. Berglind mun kynna starf Norðurlandaráðs á sviði tungumálasamstarfs og hugmynd- ir sínar um dönskukennslu sem grunninn að þátttöku íslendinga í formlegu og óformlegu norrænu sainstarfi. Eftir fundinn, um klukkan kl 13.30, býður Háskólabíó fundargesti og aðra félaga FDK hjartanlega velkomna á sýningu danskrar kvikmyndar. Sjáumst heil! Stjórnin

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.