Málfríður - 15.05.2002, Side 5

Málfríður - 15.05.2002, Side 5
andi tungumáli, fagþekkingu í tungumála- námi og -kennslu. I sjálfsnámi fær kennar- inn nýtt hlutverk; hann er ekki lengur sá aðili sem miðlar þekkingu á eigin for- sendum til nemenda heldur er hann eins konar ráðgjafi sem veitir nemandanum faglega aðstoð við tungumálanámið. Hann greinir þarfir nemandans, hjálpar honum að setja sér markmið í samræmi við þær, aðstoðar hann við val á námsgögnum til þess að ná þessum markmiðum og metur, í samvinnu við nemandann, hvort mark- miðunum hafi verið náð. Sú aðstoð sem tungumálakennarinn veitir er hluti af þeirri þjónustu sem nemendum í sjálfs- námi býðst og án þessarar þjónustu veður námið ómarkvisst. Hlutverk menntastofnana Tungumálamiðstöðvar gegna mikilvægu hlutverki í sjálfsnámi því að þær skapa að- stöðu til sjálfsnáms með því að bjóða upp á fjölbreytt námsgögn sem henta til sjálfs- náms. I ljósi þess sem sagt var hér að ofan um hlutverk kennara er mikilvægt að í tungumálamiðstöðvum séu kennarar með fagþekkingu sem geta liðsinnt nemendum og einnig þarf að ráða annað starfsfólk t.d. bókasafhsfræðinga og tæknimenn. Það er því varasamt að hugsa sér sjálfsnám sem „ódýra lausn“ í tungumálanámi. Stofn- kostnaður er töluverður og kennslukostn- aður getur verið sambærilegur við hefð- bundið nám. Kosturinn er hins vegar sá að hægt er að taka á móti stórum hópi nem- enda með ólíkar þarfir. I fjölmennum há- skólum erlendis þar sem erlend tungumál eru skyldunámsgrein hafa oft verið settar á fót tungumálamiðstöðvar til þess að sinna þeirri kennslu.2 Menntastofnanir og mála- skólar sem hyggjast bjóða upp á sjálfsnám þurfa líka að skapa kennurum starfsskil- yrði sem gera þeim kleift að haga starfi sínu í samræmi við breyttar aðstæður. Þetta þýðir m.a. að skilgreina þarf ^ Dæmi um þetta má nefna haskolana PaulValery í Montpelher og Louis Pasteur í Strasbourg í Frakklandi þar sem greinarhöfundur hefur kynnt sér tungumálakennslu í tungumálamiðstöðvum. kennsluskyldu kennara upp á nýtt því minni tími fer í hina eiginlegu kennslu en þeim mun meiri í undirbúning, gerð kennslugagna og formleg og óformleg viðtöl þar sem kennarar leiðbeina nem- endum í náminu. Menntastofnanir þurfa líka að geta lagað sig að breyttum tækja- kosti því upplýsingatækni gefur stórkost- lega möguleika í sjálfsnámi eins og vikið verður að hér að neðan. Sjálfsnám og upplýsingatækni Þær framfarir sem hafa orðið í upplýsinga- tækni á síðustu árum auðvelda mjög sjálfs- nám því aðgangur nemenda að náms- gögnum hefur stóraukist. Raunar er það svo að framboð upplýsinga er svo mikið að valið er oft vandasamt. Þar reynir enn á hæfileika kennarans til að aðstoða nem- endur því í upplýsingasamfélaginu þar sem finna má svör við öllum spurningum, sum góð en önnur slæm, er mikilvægt að kunna að leita, að meta og vinna úr upp- lýsingum. Að „læra að læra“ felst ekki síst í því að læra að leita upplýsinga og vinna úr þeim. Upplýsingatækni er nýr möguleiki sem býður upp á marga kosti í sjálfsnámi en námið getur aldrei byggst einvörðungu á tækninni, hún hefur sín takmörk.Tæknin þjónar aðeins tilgangi ef hún hjálpar nemendum að ná markmiðum sínum, hana þarf að nota á kennslufræðilegum forsendum. En lítum aðeins á nokkra kosti þess að nota upplýsingatækni í sjálfs- námi. I fyrsta lagi má nefna framsetningu á námsefni: Margmiðlunarefni blandar saman texta, mynd og hljóði og það er einmitt samruni þessara miðla sem gerir upplýsingatæknina áhugaverða í tungu- málanámi því það auðveldar skilning og gefur kost á fjölbreyttri framsetningu efn- is. Þannig má bregðast við ólíkum þörfum nemenda og þeim ólíku aðferðum sem þeir beita við námið. I öðru lagi eru það samskipti nemandans og kennarans. Nýir miðlar kalla á nýjar samskiptavenjur og mikilvægt er að nemendur geti beitt þess- ari tækni til samskipta á erlendum tungu- Tæknin þjónar aðeins tilgangi ef hún hjálpar nemendum að ná markmiðum sínum, hana þarf að nota á kennslufræðileg- um forsendum. 5

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.