Málfríður - 15.05.2002, Qupperneq 6
Nemendur vilja
þjálfa afmark-
aða færniþætti í
viðkomandi
tungumáli
(geta lesið
fræðitexta,
svarað í síma
o.s.frv.) og þeir
gera kröfu um
„hagnýta
tungumála-
kunnáttu“.
6
málum. Einnig auðveldar upplýsingatækni
mjög ráðgjafahlutverk kennarans þar sem
samskipti milli nemenda og kennara geta
átt sér stað óháð tíma og rúmi. Síðast en
ekki síst má svo nefna að internetið, gervi-
hnatta- og kapalsjónvarp eru óþrjótandi
brunnur efnis sem nota má í tungumála-
námi. Nemendur geta með lítilli fyrirhöfn
nálgast efni á hinu erlenda máli sem teng-
ist áhugasviði þeirra og það er ómetanlegt
því margir tungumálakennarar vita að
beint samband er miUi áhuga nemenda og
framfara. Þessir miðlar opna líka nýjar dyr
að menningarefni; nemendur geta fylgst
með málefnum líðandi stundar í viðkom-
andi landi og fræðst um viðhorf og gildi í
samfélögum þar sem tungumálið er talað.
Þannig opna þessir miðlar glugga út í hinn
víða heim og nemendur geta lagt eyrað að
skjánum og hlerað. Möguleikar okkar á að
heyra erlend tungumál hafa margfaldast á
fáeinum árum með tilkomu þessara miðla.
Það eitt að hafa erlend tungumál og
menningu fýrir augum og eyrum dugar
þó sjaldnast til þess að ná tökum á við-
komandi tungumáli og hér komum við
því enn og aftur að hlutverki kennarans
sem felst m.a. í því að virkja þessa rniðla í
þágu sjálfsnámsins.
Nemandinn í aðalhlutverki
Að ofangreindu má ráða að sjálfsnám í
tungumálum hefur ótvíræða kosti. En það
sem gerir sjálfsnám í tungumálum eftir-
sóknarvert fyrir nemendur er sú staðreynd
að það er „nemendamiðað“3 því nemand-
inn stjórnar ferðinni og lagar námið að
sínum eigin þörfum. Þetta er ákaflega
hentugt því þarfir nemenda eru auðvitað
mjög ólíkar af þeirri einföldu ástæðu að
þeir eru sjálfir mjög ólíkir. Gildismat og
viðhorf til menntunar er mjög mismun-
andi hjá tungumálanemendum. Framboð
á endur- og símenntun hefur líka stórauk-
ist á undanfórnum árum og tungumála-
nám höfðar því til miklu breiðari aldurs-
hóps en áður.Tungumálanemandinn hefur
3 „learner-centred".
einnig aukna þörf fyrir sveigjanleika í
náminu því hann þarf að geta stundað
námið samhliða öðru: vinnu, fjölskyldu og
öðru námi. I sjálfsnámi getur nemandinn
sjálfur stjórnað hvernig hann hagar tíma
sínum, hvar og hvernig hann lærir.
Þarfir tungumálanema hafa líka breyst í
takt við þær breytingar sem hafa orðið í
alþjóðavæddum neyslusamfélögum nú-
tímans. Louis PORCHER4 hefur bent á
tvennt sem einkennir þarfir þeirra sem
hann kallar „nýja tungumálanemendur“:
Nemendur vilja þjálfa afmarkaða færni-
þætti í viðkomandi tungumáli (geta lesið
fræðitexta, svarað í síma o.s.frv.) og þeir
gera kröfu um „hagnýta tungumálakunn-
áttu“. Þeir eru því ekki alltaf á höttunum
eftir sérhæfingu í tungumálinu heldur eru
þeir „neytendur“ sem oft hafa skýrar hug-
myndir um markmið tungumálanámsins.
Þetta viðhorf nemenda endurspeglast t.d. í
aðsókn í tungumálanám við Háskóla ís-
lands. Aðsókn í „hagnýt tungumálanám-
skeið“, sem valgrein, hefur aukist á sama
tíma og aðsókn í tungumálagreinarnar
sem slíkar hefur minnkað. Fleiri nemend-
ur stunda tungumálanám en færri eru í
leit að sérhæfingu.
Að lokum er rétt að taka það fram að
sjálfræði nemandans; forsenda sjálfsnáms-
ins, er ekki meðfætt heldur er það áunnið,
lært.Til þess að ná raunverulegum árangri
í sjálfsnámi þarf nemandinn að „læra að
læra“ eins og minnst var á hér að ofan.
Þar með verður aðferðafræðin hluti af
náminu og takmark í sjálfu sér. Nemand-
inn þarf að skilgreina eigin þarfir og sjálf-
an sig sem nemanda til þess að geta vahð
sér efni og aðferðir við hæfi. 1 þessu sam-
hengi má segja að sjálfsnám sé ekki bara
nám sem nemandinn sjórnar sjálfur held-
ur er sjálfsnám Hka nám þar sem maður
„nemur sjálfan sig“, því nemandinn upp-
götvar sjálfan sig í gegnum sjálfsnámið.
Sú aukna ábyrgð sem fylgir sjálfræðinu
4 PORCHER, Louis: „Omniprésence et diversité
des auto-apprentissages“ í Le franfais dans le
monde/Recherches et Applications: Les auto-
apprentissages. 1992.