Málfríður - 15.05.2002, Page 9

Málfríður - 15.05.2002, Page 9
leik, heldur líka þá staðreynd að börnin eru að ganga í gegnum mjög erfitt tíma- bil. Það er nauðsynlegt fyrir alla sem koma að velferð þessara barna að gera sér grein fyrir því að flutningur til nýs lands er svo mikið átak að það hefur verið skilgreint sem menningaráfall sem síðan er flokkað niður í ákveðin stig. Eg ætla ekki að fjalla um þau stig hér, það þarf aðra grein til þess, heldur finnst mér ástæða til að taka þetta með í umfjöllun minni til að undir- strika að vanda þarf til verka. Eg er því móttökukennari í víðustu merkingu þess orðs: íslenskukennari sem leitast við að gera lendinguna hér á landi sem mýksta og í senn ánægjulegasta. Eg er einhvers konar íslenskur fulltrúi sem gæt- ir þess að þau kynnist sögu okkar, menn- ingu og hvað er efst á baugi hverju sinni, hlúi að andlegri velferð, o.s.ffv., o.s.frv. Það er einmitt þess vegna sem ég hef nálgast verkefnið á þann máta sem ég til- einkaði mér hjá Hafdísi hér um árið. Ekki bara að kynna orðaforðann í réttri röð heldur líka það sem er í andstöðu við „bottom-up“ aðferðina, nefnilega „top- down“, en sú síðarnefnda er mun sveigj- anlegri og gefur þannig möguleika á mik- illi fjölbreytni. Þegar við syngjum og lær- um texta erum við að læra svo margt í leiðinni. Þegar við syngjum „heim til pabba og mömmu, líka afa og ömmu“ þá erum við að nota eignarfall ómeðvitað og segjum því aldrei framar „ég fara heim til pabbi og mamma“. Og á sama hátt þegar við syngjum „ég er að baka, baka brauð þá forum við í leiðinni að nota orðasam- bandið „ég er að ...“ sem er miklu auð- veldara heldur en að setja sögnina „baka“ í framsöguhátt. Ekki síður þegar við föndrum skóla- tösku og allt sem fer í hana þá lærum við viðkomandi hugtök, en í leiðinni „viltu rétta mér límið, rauða tússlitinn ...“, o.s.frv. Tungumál er svo lifandi fyrirbæri og því ætti kennslan að vera lifandi líka. Það er engin ástæða til að hafa kennslu- stundirnar þannig að bæði kennari og nemendur séu alltaf með annað augað á klukkunni. „Top-down“ aðferðin leyfir okkur að eyða drjúgum tíma í að tala um daglega reynslu okkar og líðan.Við lærum nauð- synlegan orðaforða og orðasambönd þar að lútandi sem síðan þróast yfir í það að skilja af hveiju við segjum alltaf „í húsi“, en „í bíl“. Mér hefur fundist óþarfi að láta krakkana tala alltaf í nefnifalli. Þegar grannt er skoðað eru þetta kannski ekkert voðalega mörg orð sem við erum að nota í daglegu tafi og svo oft í hinu og þessu fallinu með sömu forsetningunum aftur og aftur. Þess vegna kenni ég þeim ekki að beygja orðið “maður” í öllum föllum ein- tölu og fleirtölu. Hins vegar í daglegu starfi hér í skólastofunni eru að koma upp ákveðin orð og orðasambönd sem við til- einkum okkur og lærum að segja „hár- rétt“ Það er þessi aðferð í kennslunni sem leyfir mér að vera svona kröfuhörð! Það er nefnilega „ógeðslega fúlt“ (orðasamband sem fljótlega lærist fyrir utan skólastofuna) að tala alltaf vitlaust og allt öðruvísi en ís- lensku krakkarnir. En þetta er ekki alveg svona einfalt. Veruleiki okkar hér í móttökudeildum er sá að við erum með mjög marglitan hóp nemenda. Nemandi með serbnesku að móðurmáli er ekki alveg sammála þeim víetnamska þegar við erum að rekast á ýmis orð í hinum og þessum föllum, töl- um, tíðum og svo ffamvegis. Sá serbneski er alsæll, þetta er ekkert miðað við serbneskuna, þar höfum við 8 föll!! En flest asísku tungumálin eru svo ffamandi. I flestum Asíumálum skiptir tónhæðin miklu máli. Merking sama orðsins getur verið „vatn”, „ókunnugur” og ýmislegt þar á milli, mismunurinn liggur í hæð tónsins.Til að breyta merkingu í liðna tíð eða fleirtölu bætum við einfaldlega við orði eða orðum, t.d. „ég tala í gær við tveir kona”. Þetta verðum við sem kenn- um að hafa ofarlega í huga. Það krefst ekki lítilla hæfileika að takast á við svo ólíkt tungumál sem íslenskan er þeim sem hafa tónamál að sínu móðurmáli. Og þar kem- ur „top-down” aðferðin svo sannarlega til góða.Við getum öll farið saman í könnun- arleiðangur niður í bæ eða um umhverfi „Top-down“ að- ferðin leyíir okk- ur að eyða drjúgum tíma í að tala um dag- lega reynslu okkar og líðan. 9

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.