Málfríður - 15.05.2002, Qupperneq 11

Málfríður - 15.05.2002, Qupperneq 11
börn sem kunna ekki latneska stafrófið eða eru svo ung að þau eru ekki byguð að lesa. Og svo er þetta námsefni svo lítið og takmarkað að það er rétt til að grípa í öðru hvoru. Staðreyndin er sú að það er ekki til nein námsbók sem við getum far- ið eftir í einu og öllu.Við erurn að notast við kennslubækur í lestri og í íslensku fyrir íslenska nemendur en þær duga mjög skammt. Reynslan er sú að ég er sjálf allan veturinn að hanna mitt eigið námsefni! Og þar er það alltaf einstaklingurinn sem stjórnar ferðinni og áherslunum. Hér dug- ar ekkert annað en einstaklingsnámskrá, einstaklingsmiðað nám. Og það er einmitt í einstaklings- námskránni sem markmiðin koma skýrt fram. Meginmarkmiðið hjá öllum nem- endum mínum er að sjálfsögðu að ná ís- lensku nemendunum. Það skapar mér þröngan rarnma, ég verð að vera meðvit- uð um það hvað jafnaldrar skjólstæðinga minna eru að fást við. Þetta verður auðvit- að flóknara eftir því sem börnin eru eldri. Það er hlutverk okkar hér í skólanum að skapa erlendu börnunum þær aðstæður og þau tækifæri að þau eigi ekki eftir að gjalda uppruna síns í íslensku skólakerfi. Islenskan er erfitt tungumál og spurningin er hvort við eigum að gera kröfur til er- lendra nemenda að þeir nái fullkomnum tökum á henni. Það er sannarlega átakan- legt ef skjólstæðingar mínir eiga eftir að hætta námi þó þeir hafi að upplagi greind og hæfileika til langskólanáms. En því miður er það einmitt að gerast hjá erlend- um námsmönnum hér á landi. Kröfur í ís- lensku eru þannig í menntaskólunum og fjölbrautaskólunum, að þeir hafa þar litla möguleika. A meðan við hér í móttökudeild ný- búa erum með hugann við það alla daga að búa útlendu börnunum þær aðstæður að þau fái að njóta sín þá er það að sjálf- sögðu ekki nóg. Börnin þurfa aðstoð og stuðning öll árin í grunnskóla. Þau þurfa sérstakt samræmt próf í íslensku í 10. bekk til að íslenskukunnáttan hefti ekki fram- gang námsins, og þau sem hafa til þess burði eiga að geta haldið áffam í mennta- skóla og háskóla þar sem tekið er tillit til þess að íslenskan er ekki móðurmál þeir- ra. Því þótt tungumálakennsla hafi tekið miklum breytingum síðustu ár og áratugi þá hefur þessum málum ekkert miðað áfram. Það er ekki bara fýrstu vikurnar, mánuðina og árið hjá útlendu börnunum í grunnskóla sem við þurfum að velja og hafna í íslenskukennslunni, líka í mennta- skólum og háskólum. Annars er hætta á að við séum að henda frá okkur allt of mörg- um úrvalsnámsmönnum. íslenskan er erfitt tungumál og spurningin er hvort við eigum að gera kröfur til erlendra nemenda að þeir nái fullkomnum tökum á henni. Sigríður Óíafsdóttir, umsjónamaður Móttökudeildar nýbúa í Háteigsskóla iÐNMtNNT ÍDNÚ BRAUTARHOLTI 8-105 REYKJAVÍK bókaútgáfa SlMI 562 3370 • FAX 562 3497 • idnu@idnu.is Bækur og skólauörur fyrir grunn- og framhaldsskóla 11

x

Málfríður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.