Málfríður - 15.05.2002, Síða 12
Notkun vefleiðangra í tungumálakennslu
Michael Dal.
1. Hvað er vefleiðangur?
Vefleiðangur má nota til að byggja upp
vinnuferli í kennslu með notkun tölvu.Að
byggja upp vefleiðangur er eins og að
undirbúa góða kennslustund. I staðinn
fyrir að það er einungis kennarinn sem
leiðbeinir nemendum þá er tölvutæknin
notuð sem „vinnufélagi“.Vefleiðangurinn
er eins konar samspil hugvits, hönnunar
og tækni.
Vefleiðangur byggir fyrst og fremst á
að búa til krækju sem nota má og fjaflar
um ákveðið efni eða þema í kennslunni.
Ferlinum í að búa til vefleiðangur er lýst í
eftirfarandi flæðiriti:
ÍVelja uerkefni
Byggja upp
sidurnar
Fullgera
uefleiðangur
Meta og
endurskocfa
Setja
markmid
Kanna
bjargir
Hanna
adkomu
Sundurlida
uerkefni
Hanna
uerkefni
Hönnunarferiflinn byggir á að einskorða
þær upplýsingar sem nemendur þurfa að
vinna við, við ákveðna heimasíðu. Þegar
nemendur eru að vinna verkefnið geta
þeir nálgast upplýsingar jafnóðum.
í vefleiðangrinum þarf að byija á því að
undirbúa nemendur. Síðan er lagt fyrir þá
spennandi verkefni með þeim hjálpar-
gögnum sem þeir þurfa á að halda; þeim
er veitt leiðsögn til að ljúka verkefninu;
þeir upplýstir um það hvernig verkefnið
verður metið og að lokum dregið saman
hvað áunnist hefur með því að vinna
verkefnið.
Vefleiðangri er því skipt niður í eftirfar-
andi þætti: kynningu, verkefhi, vinnulag,
krækjur, mat og niðurstöðu. Það er hægt
að hugsa sér hvern þessara liða sem sér-
stakar einingar í uppbyggingu vefleiðang-
ursins. Með því að skipta honum upp á
þennan hátt er hægt að ná frarn margs
konar námsmarkmiðum. Til nánari upp-
lýsinga er gagnlegt að skoða ,,A Web
Quest about Web Quest“ eftir Bernie
Dodge á eftirfarandi slóð:
http://www.memphis-schools.kl2.tn.us/
admin/tlapages/wq_wq.htm
2. Bekkjarkennsla og notkun
tölvu í kennslu
Þegar vefleiðangurinn er tilbúinn þá er
komið að því að leggja hann fyrir nem-
endur en nauðsynlegt er að skoða fyrst
hvernig aðstæður í bekknum eru þegar
nemendur byija að vinna á tölvu. Þá
breytist kennslurýmið gjörsamlega og um-
hverfi kennslunnar er orðið annað. Hug-
takið bekkur er ef til vill „horfið". Ef
nemendur eru með fistölvur þá þurfa þeir
ekki einu sinni að vera í skólastofunni, því
nemandinn situr einn við skjáinn. Kenn-
arinn er næstum því líka „horfinn“ og
nemendur geta í rauninni gert það sem
þeir vilja. Abyrgðin á náminu er í auknum
mæli á herðum nemandans. Spurningin er
þá hvort hann sé tilbúinn til að axla þá
ábyrgð án þess að fá nauðsynlegar leið-
beiningar og aðhald.
Nemendur þekkja tölvuheiminn vel
sem eins konar „leikvöll“ þar sem hægt er