Málfríður - 15.05.2002, Qupperneq 22

Málfríður - 15.05.2002, Qupperneq 22
Ræddu þeir báðir saman á fornensku, sem var móðurmál Aðalsteins? Það felur í sér að Egill hafi orðið nokkurn veginn altalandi á þá tungu á þeim stutta tíma sem hann dvaldist á Englandi. 22 skuld úr því að nema vísuna þá arna eða annan kveðskap sem íslenski skáldbónd- inn fór með. Má í því sambandi minna á að Egill orti heila drápu um hinn tigin- borna enska vin sinn, vitaskuld á íslensku. Sérstaklega er getið um einkasamtöl þeirra Egils og Aðalsteins við tvö tækifæri. I fyrra skiptið ræðast þeir við þegar kon- ungur fær Agli í hendur silfrið fræga til að deila með Skalla-Grími og öðrum Mýra- mönnum (þótt Egill sæi sér raunar ekki fært að verða við þeirri ósk — en það er önnur saga). I síðara skiptið trúir Egill konungi fyrir því að hann ætli á brott í því skyni að vita hvað títt sé um Asgerði, ekkju Þórólfs bróður síns. Rennur þá upp fyrir konungi að Egill muni ekki staðfest- ast á Englandi. Þeir kveðjast engu að síður með mikilli vináttu og lýkur þar samskipt- um þeirra. Enska eða íslenska? Hvort einhver flugufótur er fýrir þessum frásögnum skiptir ekki ýkja miklu máh hér. Aðalatriðið er að í sögunni er gengið út frá því sem sjálfsögðum hlut að á miðri 10. öld hafi Islendingur og Englendingur rabbað saman vandræðalaust. Ekki er get- ið um neina túlka sem hafi verið viðstadd- ir samtöl þeirra kumpána. Þá vaknar spurningin: Hvaða mál töluðu þeir Egill og Aðalsteinn konungur við þessi tæki- færi? Ræddu þeir báðir saman á fornensku, sem var móðurmál Aðalsteins? Það felur í sér að Egill hafi orðið nokkurn veginn altalandi á þá tungu á þeim stutta tíma sem hann dvaldist á Englandi. Eins og vikið verður að á eftir voru enska og íslenska miklu líkari á þeim tíma þegar Egils saga á að gerast en síðar varð. Margt bar þó í milli í hljóð- og beygingakerfi, setninga- gerð og orðaforða. Þrátt fyrir ótvíræðar yfirburðagáfur Egils Skalla-Grímssonar (að minnsta kosti á sumum sviðum) verð- ur því að teljast ólíklegt að hann hefði lært fornensku svo fljótt að hann gæti haldið uppi samræðum við konung á henni. Voru samtöl þeirra þá á íslensku (nor- rænu, danskri tungu) eins og ætla mætti af sögunni? Svarið við því er: varla. Að vísu mun Aðalsteinn hafa vingast við Harald hárfagra og haft um sig sveit norrænna manna enda voru þeir fjölmenmr á sum- um svæðum á Bretlandseyjum um þessar mundir, í kjölfar innrása víkinga sem hófust um árið 790. Með því að norræna hafði hlotið þar talsverða útbreiðslu er hugsanlegt að Aðalsteinn hafi kunnað eitt- hvað fyrir sér í því máli. En engar heim- ildir eru um það. Þriðji kosturinn er að hvor um sig hafi spjallað við hinn á sínu móðurmáh, Egill á íslensku og Aðalsteinn á fornensku. Það felur í sér að sá sem talaði annað máhð hafi getað skilið hitt án þess að hafa beinlínis lært það. Hugsanlega hefur þá annar hvor eða báðir komið til móts við hinn með því að tala hægt og skýrt þegar viðmæl- andinn skildi ekki vel — og ef til vill notað orð sem hann kunni úr hinu máhnu á stöku stað (Aðalsteinn hefði ffekar verið í stakk búinn til þess þar sem kynni hans af norrænum mönnum voru vætnanlega meiri en kynni Egils af enskum). Þessi til- gáta virðist sennilegri en hinar og hér á eftir verður reynt að tína til ýmis atriði henni til stuðnings. Ein tunga Af fornum heimildum má ráða að glögg- um mönnum voru snemma ljós líkindin með íslensku og ensku, svo og munurinn á þeim. Einn nákvæmasti vísindamaður sem Island hefur alið var upp á sitt besta á síðari hluta 12. aldar og skrifaði bókarkorn um íslenska hljóðkerfið sem nefnt er Fyrsta málfræðiritgerðin. I þessu frábæra riti kemur fram að höfundur gerir annars vegar skýran greinarmun á íslensku og málum eins og grísku, latínu og hebresku. Þegar hins vegar er vikið að enskum mönnum og máli þeirra er umfjöllunin svona (sbr. Hreinn Benediktsson 1972: 208): „Nú eftir þeirra dæmum, alls vér erum einnar tungu þó að greinst hafi mjög önnur tveggja eða nokkuð báðar ...“

x

Málfríður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.