Málfríður - 15.05.2002, Síða 23

Málfríður - 15.05.2002, Síða 23
Þessi athugasemd fyrsta málfræðingsins er til sannindamerkis um að hann áttaði sig á því að munurinn á íslensku og ensku var af öðrum toga en munurinn á íslensku og til dæmis latínu. Islenska og enska voru eitt sinn nokkurn veginn „eins“ en þær hafa breyst og eru nú óhkari hvor annarri en þær voru áður. Islenska og latína eru sitthvort tungumálið en íslenska og enska tvær mállýskur sama tungumáls (sbr. Gunnar Harðarson 1999:23—24). Annar vitnisburður um náið samband norrænu og fornensku er þessi fræga klausa í Gunnlaugs sögu ormstungu sem er að finna í frásögn af fundi söguhetjunn- ar og Aðalráðs konungs Játgeirssonar (sbr. ÍF 3:70): „Ein var þá tunga á Englandi sem í Noregi og í Danmörku. En þá skiptust tungur í Englandi er Vilhjálmur bastarður vann England; gekk þaðan af í Englandi valska er hann var þaðan ættaður.“ Deila má um sannleiksgildi frásagnarinnar af fundi Gunnlaugs og konungs enda hafa fræðimenn verið iðnir við kolann þann (sbr. Magnús Fjalldal 1993). Hvað sem öðru líður má túlka ofangreinda klausu svo að þar komi fram hugmynd um að áður fyrr hafi „sama mál“ verið talað á Englandi og á Norðurlöndum en eftir að Normannar réðust inn í England undir forystu Vilhjálms bastarðar árið 1066 hafi annað mál, valska (þ.e. franska), rutt sér þar til rúms (sbr. Gunnar Harðarson 1999:19). Vitaskuld verður að taka þessum klaus- um sem hér hafa verið tilfærðar með hæfilegum fyrirvara. Sú tilgáta að þær séu til marks um að fornmenn hafi gert sér grein fyrir líkindum íslensku og ensku styrkist þó í ljósi annarra heimilda um gagnkvæman skilning manna af ýmsum germönsku þjóðflokkum. Um þessi efni hefur William G. Moulton skrifað fróð- lega grein sem hér verður stuðst við (Moulton 1988). í fornenska kvæðinu Maldon er sagt frá viðureign sem átti sér stað árið 991 milli landvarnarsveitar Engilsaxa og inn- rásarliðs víkinga. Þessar andstæðu fylking- ar hreyta ókvæðisorðum hvor að annarri. Ósennilegt er að Engilsaxarnir hafi blótað á norrænu eða víkingarnir á ensku. Lík- legra virðist að þeir hafi látið dæluna ganga hvorir á sínu móðurmáli. Ljóst er að hvorirtveggju tóku til sín svívirðingar andstæðinganna þannig að menn virðast hafa skilið skensið þótt það væri á annar- ri tungu. I Danmerkursögu Saxa málspaka er að finna frásögn af atburði sem átti sér stað árið 1170. Ensk skrifarablók þvældist með dönskum soldátum um Eystrasaltslönd. Eitt sinn er þeir höfðu beðið lægri hlut í viðureign við ótíndan sjóræningjalýð af þjóð Eista stappaði enski skrifarinn stálinu í dönsku hetjurnar á sinni „útlendu tungu“. Danirnir hljóta að hafa botnað eitthvað í ræðu Tjallans því að þeir létu huggast og hættu að vola. Annar lærdómsmaður, Páll djákni, sem var uppi á ofanverðri 8. öld og dvaldist um tíma við hirð Karlamagnúsar, skrifaði rit um sögu þjóðar sinnar, Langabarða; það var germanskur þjóðflokkur sem var svo skynugur að nema land sólarmegin við Alpafjöll. Þar segir að Langbarðar, Bæveij- ar, Saxar og aðrir slíkir tali „sama málið“. Att mun við að mállýskur þessara þjóð- flokka séu í raun mismunandi afbrigði af fornháþýsku og því geti þeir sem tala þær skilið hver annan. Loks má nefna að Gotar, sem að lík- indum voru upprunnir í Suður-Svíþjóð (sbr. örnefni eins og Gotland og Gauta- borg), lögðust skömmu fyrir Krists burð í gríðarleg ferðalög suður á bóginn. Létu sumir þeirra ekki staðar numið fyrr en þeir voru komnir alla leið að Svartahafi. Um miðja 15. öld var feneyskur kaup- maður, Barbaro að nafni, á ferð um Krím- skaga og rakst þar á menn sem enn voru mæltir á gotnesku (svokallaða Krím-got- nesku, sem tórði á þessum slóðum að minnsta kosti fram til ársins 1562, lang- lífast austurgermanskra mála). Feneying- urinn segir frá því að þýskur þjónn sinn hafi haldið uppi samræðum við Gotana, á svipaðan hátt og á Italíu myndi maður frá Fríúl-héraði geta talað við Flórensbúa. Af þessum heimildum má álykta að til Danirnir hljóta að hafa botnað eitthvað í ræðu Tjallans því að þeir létu huggast og hættu að vola. 23

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.