Málfríður - 15.05.2002, Síða 26
26
aralandi ætti í mestu brösum með að spjal-
la við hafnarverkamann frá Kiel, norður í
Slésvík-Holtsetalandi, ef hvor notaði sína
mállýsku, sveitamaðurinn bæversku og
eyrarkarlinn lágþýsku. Þeir myndu hins
vegar skilja hvor annan ef þeir beittu fyrir
sig háþýsku (Hochdeutsch). Annað er uppi á
teningnum á meðal svokallaðra „þýsku-
mælandi" Svisslendinga, eins og Willam
Moulton skýrir frá í áðurnefndri grein. Ef
úrsmiður frá Ziirich þarf að eiga samskipti
við ostagerðarmann í Bern ræða þeir
ógjarna saman á háþýsku heldur mælir
hvor á sinni mállýsku. Koma þeir þá að
vísu oft til móts við viðmælandann með
því að draga úr sumum afbrigðilegustu
mállýskusérkcnnuniim og forðast orðfæri
sem einskorðað er við aðra mállýskuna og
ætla má að hinn þekki ekki. Sama er að
segja um Norðmenn, Dani og Svía, sem
tala jafnan hvegir við aðra á sínu máli. Það
geta Islendingar og Færeyingar líka gert ef
þeir kæra sig um — þótt hinum síðar-
nefndu gangi víst betur að skilja okkur en
öfugt.
Allt bendir til að þannig hafi. aðstæður
einnig verið á germönsku málsvæði til
forna. Þess vegna gefur auga leið að þeir
Egill Skalla-Grímsson og Aðalsteinn hinn
sigursæli og trúfasti hefðu hæglega getað
talað saman hvor á sínu móðurmáli, skáld-
bóndinn á íslensku og konungurinn á
fornensku.
Laugavegi 18 • Pósthólf 902 • IS-121
Reykjavík
Sími: 551-6061 • Fax: 552-7570
E-mail: goethe@simnet.is
Opnunartímar:
Þriðjudaga til föstudaga 15-18
Laugardaga 14—17
Bókasafnið er opið öllum almenningi.
Til útlána eru bókmenntaverk,
kennslubækur og annað kennsluefni,
myndbönd og hljóðsnældur. Þýsk dag-
blöð og tímarit liggja frammi.
Verið velkomin.
GOETHE-
k i I IIb
ZENTRUM
REYKJAVÍK
SAMSTARFSAÐILI
PARTNER DES
GOETHE-^ O
INSTITUT Kæi
Heimildir
Gunnar Harðarson. 1999. „AEs vér erum einnar
tungu.“ Um skyldleika ensku og íslensku í
fyrstu málfræðiritgerðinni. íslenskt mál 21:
11-30.
Halldóra B. Björnsson (þýð.). 1983. Bjólfskviða. Pét-
ur Knútsson Ridgewell sá um útgáfuna. Fjölva-
útgáfan, Reykjavík.
Helgi Guðmundsson. 1997. Um haf innan. Háskóla-
útgáfan, Reykjavík.
Hreinn Benediktsson (útg.). 1972. The First
Grammatical Treatise. Institute of Nordic Lingu-
istics, Reykjavík.
ÍF 2 = Sigurður Nordal (útg.). 1933. Egils saga
Skalla-Grímssonar. Islenzk fornrit 2. Hið íslenzka
fornritafélag, Reykjavík.
IF 3 = Sigurður Nordal og Guðni Jónsson (útg.).
1938. Borgfirðinga sögur. Islenzk fornrit 3. Hið ís-
lenzka fornritafélag, Reykjavík.
Jón Helgason (þýð.). 1959. Hildibrandskviða. Rit-
gerðakorn og ræðustúfar, bls. 61—77. Félag ís-
lenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn, Reykjavík.
Magnús Fjalldal. 1993. How valid is the Anglo-
Scandinavian language passage in Gunnlaugs
saga as historical evidence? Neophilologus
77:601-609.
Moulton, William G. 1988. Mutual Intelligibility
among Speakers of Early Germanic Dialects.
Germania, ritstj. Daniel G. Calder og T. Craig
Christy, bls. 9-28. Brewer, Wolfeboro N.H.
Þórhallur Eyþórsson, kennir málvísindi
við Háskólann í Manchester á Englandi