Alþýðublaðið - 15.06.1925, Blaðsíða 1
öt m$ J&Sþ$ma&®fá&asmm
1925
Mánudaginn 15. júni.
135, föltólaö
Afnám
helgidagavinna.
Aðalfnndnr þjððkirkjnsafnað-
arlns samðykkir eindregna
áskornn og ósk nm afnám
heigidagavinnn.
Ataám helgidagavinnunnar varð
aðalmálið á safnaðarfundinum í
gær. Sigmuodar Sveinsson dyra-
vörður hór raála og flutti svo
híjóðandl tillðgu:
Safnaðarfundurinn æskir þ««s,
að söknarnefndln setjl sig í sem
nánast samband við útgerðarfé-
lög og verkamenn hæjarins til
þess að vinna *að meiri friðun
helgidagsins
Agúst Jósstsson lagðl fram svo
hijóðahdi áskorun frá Verka-
mannafélaglnu >Dagsbrún<:
Verkamannafélasiið Dagsbrún
í Reykjavík skorsr eindraglð á
safnaðaríund þjóðkirkjusafnaðar-
ins 14. júní ia?5 að samþykkja
tiilögu um afnám heígldagavinnu.
Slgurjón Á. Ólafsson flutti enn
íremur svo hljóðandl tiiiögu:
Aðalfundur þjóðkirkjusafnað-
arlns f Roykjavík 14, juni 1925
samþykkir að fala stjórn safnað-
arins að gangast fyrir því, að
samþykt verði á næsta Aiþingl
íög um afnám helgidagavinnu.
Fjörugar umræður urðu um
rnálið, og tóku tli máls ouk áður
nefndra Slgurbj. Á&tv. GfsíaRon.
btskupino, séra Bjsrni Jónsson
og Jón Baldrfasson. 'Voru tiilðg-
ur Sigmunder og Slgurjóns síðan
samþyktar með ðlium greiddum
atkvæðum gegn. 1.
Tiiíaga sóknarnefndar um lík-
hússbyggingu var samþykt með
oilum greiddum atkvæðum gngn 2.
Séra Friðrik Haligrímsson flutti
ðrindi um kirkjulíf Vestar-ís-
iendinga.
Fucdurinn stóð nær þrj
klukkutima.
Erlenð sfmskejtL
Khöfn, 12. jtiní. FB,
Lftng fangelsisrefsing.
Frá Berlín er simað, að morð-
ingi nokkur í Makedoníu hafl verið
dæmdur til 792 ára fangelsi fyrir
826 morð.
Atvinnuleysið í Englandi.
Frá Lundúnum er símaö, að
tala atvinuulausra manna hafí
aiðustu viku aukiat um 60 þús-
undir Samtals eru nú atvinnu-
lausir menn á Bretlandseyjum
1 2é7 300. Vekur það miklar
áhyggjur meöal almenniDgs. að
Baldwin sagði nýiega i ræfju, að
atvinnuleysið væri enn mesta
vandamái í landinu.
Blöðfn og svarið tll í*JððverJa.
Ensku blöðin gera heldur lítiÖ
ur því, þótt þeir Briand og Oham-
berlain hafi komið sór saman um
orðalag á svari við þýzka öryggis-
tilboðinu. en aftur á móti eru
Parisarb öðin harðánægð.
Hótmæll frá Eanadast]6rn tll
Breta.
Frá Washington er símað, að
stjórnin í Kanada hafi mótmælt
því, að brezka ríkið taki að sér
nokkrar hernaðarlegar skyldur á
meginlandi Norðurálfu.
KhöfD, 13. júní. FB. <
Rússíim kent nm.
Frá PekÍDg er simað. að þsr
sem japanskir og amerískir at-
vinnurekendur þykist hafa sann-
anir fyrir því, ab Rússar hafi
reynt til aö vekja Óvild til þeirra,
muni Japanar og Bandarikjamenn
bræða sig saman og samkomulag
verða betra þeirra á milll frara-
vegis, en það heflr verið slæmt
með fram vegca lagaákvæða um
fólksiDnfiutninga til Bandaríkjanna,
(>Á þeim degi urðn. þeir Heiódea
og Pílatus vim\r.«)
>0ryggigmálið<.
Frá París er sfmað, að sam-
komulag Breta og Frakka í örygg-
ismálinu sé á þá leið, að Bretar
veiti Belgíu og Frakkiandi ótak-
markaðan herstuðning til þess að
vernda vesturlandamærin; enn
fremur leyfist Frökkum að styðja
Pólland og Tékkó-Stóvakíu með
öllum herafla sínum, ef Þýzka-
laud ráðist & þessi iönd.
Anstnrríki fær lán.
Frá Genf er símað, að ráð-
stefnunnl þar só bráðlega lokið.
Pýðingarmesta opinbera ákvörð-
unin er að lána Austurríki 86
milljónir austurrískra gullkróna til
þess að rafvirkja járnbrautirnar í
landinu, Er lánið veitt með því
skilyrði, að Austurríki skuldbindi
sig til þess að halda jafnvægi í
ríkisbúskapnum.
Khöfn, 14. júní. FB.
Hkaðahœtnr til verkamanna.
Frá Genf er símað, að á 7.
verkamálafundi þar hafi verið
gerðar ýmaar samþyktir til þess
að bæta kjör verkamanna, t. d.
um skaðabætur. er verkamenn fái,
þegar alvarleg veikindi hamla þeim
frá vinnu, skaðabætur, þegar þeir
verða fyrir slysi við verk sín, og
margar fleiri.
AUsherjarverkfail í Eína.
Frá Shanghai er símað, að búist
sé við því, að verkfoll verði hafln
um gervalt Kina, náist ekki við-
unandi samkomulag við erlendá
atvinnurekendur. Eitthvert sam-
takabrugg er á meðal Kínverja
um' að kaupa engar erlendar vðrur,
ef svo fer fram, sem hú er. Sagt
ér, að Rússar hafi boðist til að
styðja verhfailsmenU og lána þeim
íé og vopn.